Réttur - 01.07.1982, Page 6
einum þætti í störfum ráðstefnunnar,
þætti sem hlýtur að vekja til umhugsunar
um áhrifavald hinna stóru auðhringa, eða
auð-fyrirtækja, á orð og gerðir einstakra
ríkisstjórna. Þó að verkefni Hafréttarráð-
stefnunnar væru í flestum greinum erfið
viðfangs, kom fljótt í ljós, að einn þáttur
þessa margslungna verkefnis var erfiðari
viðfangs en aðrir þættir. Hér var um að
ræða það verkefni að setja reglur um
nýtingu alþj óðahafsbotnssvæðisins.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
hafði lýst yfir, að engin ein þjóð gæti gert
tilkall til þessa svæðis, því svæðið væri
sameign alls mannkyns.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
hafði einnig ákveðið samhljóða, að þetta
svæði ætti að nýta fyrst og fremst til
hagsbóta fyrir þróunarlöndin, fyrir hinar
fátæku þjóðir.
En þegar gengið var til þessa verkefnis,
kom í ljós, að hinir öflugu auðhringar í
Bandaríkjunum, höfðu ætlað sér að ná
drjúgum hagnaði af vinnslu málma af
þessu svæði og vinnslu í olíu. Það tók
mörg ár í störfum Hafréttarráðstefnunnar
að glíma við þessi vandamál. Kröfur
bandarísku auðhringanna voru miklar og
Ijóst var að fulltrúar Bandaríkjastjórnar
á ráðstefnunni áttu í vök að verjast, því
annars vegar var áhrifavald auðfélaganna,
en hins vegar var samþykkt Sameinuðu
þjóðanna, sem Bandaríkjastjórn hafði
staðið að.
Eftir því sem deilur um þessi mál stóðu
lengur á Hafréttarráðstefnunni, kom skýr-
ar í ljós að hér var tekist á um réttindi og
hagsmunamál þriðja heimsins og gróða-
kröfur voldugustu auðfélaga Bandaríkj-
anna og nokkurra hliðstæðra auðfélaga í
Evrópu.
Að lokum tókst þó samkomulag í þess-
um langvinnu deilum. Þróunarríkin gáfu
all-verulega eftir og fulltrúar Bandaríkja-
stjórnar gerðu samkomulag um málamiðl-
unarleið. Þegar þetta samkomulag var
gert, var Carter enn forseti í Bandaríkj-
unum.
En samkomulagið stóð ekki lengi. Þeg-
ar stjórn Ronalds Reagans tók við völd-
um, lýsti hún því yfir, að hún myndi ekki
standa við þetta samkomulag Carter-
stjórnarinnar.
Ljóst var að með Reagan-stjórninni
höfðu auðhringarnir styrkt sína stöðu og
þeir gerðu því enn nýjar kröfur um
réttindi sér til handa og á kostnað þróun-
arþjóðanna.
Og enn þann dag í dag stendur málið
þannig, að Bandaríkjastjórn neitar að
gerast aðili að þeim hafréttarsáttmála sem
um 140 þjóðir hafa fallist á.
134