Réttur


Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 9

Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 9
Skipulag framhaldsnáms með yfirgnæf- andi meirihluta námsbrauta, þar sem aldrei þarf að nota hendurnar nema til að skrifa með, gjörsamlega án tillits til þarfa þjóð- félagsins eða þeirra starfa sem verið er að búa nemendur undir, bergmálar ákveðin viðhorf og gildismat. Að ekki sé minnst á fjölda vandasamra starfa í þjóðfélaginu sem ákveðið hefur verið að skóli þurfi ekki að búa nemendur undir. Hvers vegna þarf t.d. þriggja ára framhaldsnám til að verða sjúkraliði, þ.e. vinna við þjónustu- störf á sjúkrahúsi, en allir geta orðið fiskiðnaðar- og útgerðarmenn án nokkurs framhaldsnáms? Það er munur á stöðu sjúkrahúss og fiskvinnsluhúss. Dæmin úr duldu námsskránni eru ó- þrjótandi og allt í kringum okkur. Umfang hennar er efalaust miklu meira en hinnar opinberu námsskrár og áhrif að sama skapi dýpri og varanlegri. Hinir ýmsu þættir duldu námsskrárinnar eru misvel sýnilegir. Það er mikilvægt að draga þá fram í dagsljósið og reyna að gera sér grein fyrir áhrifum þeirra og mikilvægi. Hér er um hápólitískt mál að ræða. Ef flokka ætti góða og vonda þætti duldu námsskrárinnar er trúlegt að skoðanir manna yrðu all mjög skiptar, eins og gerist með aðra þætti þjóðfélagsmála. í þessari grein verður fjallað um mis- munandi meðhöndlun duldu námsskrár- innar á nemendum eftir stétt og kyni. 2.0 Úr niðurstöðum rannsókna Sigurjóns Björnssonar og félaga Við íslendingar státum af því að hér á landi sé stéttaskipting minni en annars staðar (sumir halda því jafnvel fram að hún fyrirfinnist varla) og jöfnuður allur Gerður G. Óskarsdóttir. meiri. Við stærum okkur einnig af því að möguleikar til náms séu nokkuð jafnir. Allir grunnskólar bjóði upp á sama náms- efni og geri sambærilegar kröfur og fram- haldsskólar séu öllum opnir. Allt lítur þetta vel út, en þegar grannt er skoðað er jöfnuðurinn ekki eins mikill og við viljum vera að láta. Því til stuðnings höfum við niðurstöður vísindalegra rannsókna. Árið 1980 kom út bókin „Böm í Reykja- vík“ eftir Sigurjón Björnsson prófessor. í bókinni lýsir hann niðurstöðum umfangs- mikilla sálfræðilegra rannsókna, sem unn- ar hafa verið af honum og samstarfsmönn- um hans. Rannsóknirnar hófust árið 1965. Sigurjón segir frá athyglisverðum niður- stöðum sem koma okkur öllum við, bæði 137
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.