Réttur


Réttur - 01.07.1982, Page 10

Réttur - 01.07.1982, Page 10
foreldrum og kennurum og ekki síst þeim sem velta fyrir sér þjóðfélagsmálum al- mennt, reyna að skilja samfélagið betur og leita leiða til breytts og betra þjóðfé- lags. Ég leyfi mér hér að draga fram nokkur atriði úr þessum niðurstöðum. Mun ég einkum ræða þætti sem lúta að menntun þeirra einstaklinga sem rann- sóknin náði til og tengsl menntunar við stétt og kynferði. 2.1 Menntun — stétt — kyn Til glöggvunar skal hér getið um flokk- un þeirra félaga á stéttum og menntun. Stéttir eru flokkaðar í 6 hópa eftir starfi heimilisföður. Þeir eru 1) verkamenn, 2) iðnaðarmenn, 3) ósérhæft skrifstofufólk, 4) kennarar á grunnskólastigi, tæknifræð- ingar o.fl., 5) atvinnurekendur, 6) há- skólagengnir sérfræðingar og embættis- menn. Menntun er flokkuð í fjögur stig: 1) unglingapróf eða minna, 2) gagnfræða- og starfsnám, 3) menntaskóla- og tækni- nám, 4) háskólanám. Pegar borin er saman menntun og stétt kemur í ljós að milli 70 og 80% barna úr verkamannastétt ná hæst 2. menntunar- stigi (gagnfræða- og starfsnám), en 14,3% barna úr hæstu stétt nema staðar við sama þrep. Menntunarstig föður hefur mikil áhrif á menntunarstig barns. 64% barna feðra sem hafa barnapróf eða minna ná ekki upp fyrir 2. menntunarstig og aðeins 8% þeirra fara í háskólanám. Aftur á móti fara tæplega 60% barna háskólamennt- aðra feðra í háskóla og 14% þeirra stoppa við 2. menntunarstig. Ekki er greint á milli stelpna og stráka, en öllum er kunn mismunandi skólaganga kvenna og karla. 2.2. Greindarvísitala — stétt — kyn Við samanburð á munlegri greind (sam- kvæmt greindarprófum) og aldri kemur í ljós marktæk hækkun hjá drengjum eftir aldri, en það er einnig marktækur munur á stéttum í þessu tilliti. Miðstéttardreng- irnir hækka mun meira, en allir sýna þó drengirnir framfarir þegar þeir eldast. 138

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.