Réttur


Réttur - 01.07.1982, Page 11

Réttur - 01.07.1982, Page 11
Annað er uppi á teningnum hvað varðar stelpurnar. Lágstéttar telpur lækka í greindarvísitölu (hér eftir skammstafað GV) með aldri, miðstéttar telpur standa í stað miðað við drengi. Mismunur í GV kynjanna eftir stéttum fer vaxandi með aldri. Letta má túlka sem vísbendingu um misgóð þroskaskilyrði stétta og kynja trúlega bæði á heimili og í skóla. Við samanburð á GV drengja og telpna og starfsstétt föður kemur í ljós að í 1. og 5. stétt eru stúlkurnar hærri en drengirnir, en í öðrum stéttum eru drengirnir haérri og er munurinn mestur í 6. stétt. Þessar niðurstöður leiða hugann að því að þroskaskilyrðin séu ekki jafngóð fyrir bæði kynin og jafnframt það að hlutdeild erfða í GV séu minni en sumir hafa hingað til ætlað. Við athugun á GV kemur einnig í ljós að á lægstu GV bilunum (af fimm) eru drengir töluvert færri en telpur og á hæsta bili eru drengir nálega tvöfalt fleiri. Á næsthæsta bilinu eru telpur aftur á móti fleiri. Skýringa á þessum sérkennilega mun hlýtur að mega leita í þeirri staðreynd að kröfur og væntingar til telpna eru ekki þær sömu og gerðar eru til drengja. Þeir fá fremur hvatningu til athafna sem leiða til góðs námsárangurs en stúlkurnar, sem ekki er ýtt til afreka á þeim sviðum. 2.3 GY og einkunnir Einkunnir og GV eru borin saman. Pá kemur í ljós að börn úr lægri stéttum þurfa nokkuð hærri GV til þess að ná sama námsárangri og börn úr hærri stéttum. Þessi munur eykst frá barnaprófi til ungl- ingaprófs og landsprófs (frá ca. 12 ára 139

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.