Réttur


Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 12

Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 12
aldri til ca. 15 ára). (Pess ber að geta að greindarmælingar eins og hér um ræðir eru umdeildar). 2.4 Uppeldisaðstæður og stétt Uppeldislegar aðstæður í fjölskyldu eru einnig tengdar stétt. Þegar kannað var annars vegar metnaður og hlýja og hins vegar kuldi, sinnuleysi og stjórnsemi koma stéttir 1 og 6 fram sem andstæður. Metn- aður og hlýja eru í hámarki í 6. stétt, en í lágmarki í 1. stétt. Kuldi, sinnuleysi og stjórnsemi eru aftur á móti í hámarki í 1. stétt en í lágmarki í 6. stétt. Ótrúlegur munur virðist vera á uppeldisaðstöðu barna eftir því hvar í stétt foreldrarnir standa. Ég læt nú lokið tilvitnunum í þessar rannsóknir Sigurjóns og félaga hans, en sný mér að spjalli út frá þessum stað- reyndum. 3.0 Aðstöðumunur nemenda Ljóst er að um mikinn aðstöðumun er að ræða milli stétta og kynja. Munur vegna búsetu bætist þar við. Því vaknar sú spurning hvort skólinn geti við þessar aðstæður verið eða sé hlutlaus stofnun opinn öllum jafnt? Hvaða þátt á skólinn e.t.v. í þeim gífurlega aðstöðumun sem hér kemur fram? Er skólinn fær um að jafna þennan mun? Eða leggst hann e.t.v. á eina sveif með þeim öflum sem orsaka þennan aðstöðumun og eða jafnvel eykur hann? Andspænis þeim niðurstöðum sem hér hefur verið greint frá læðist að sá grunur að skólinn hljóti að eiga einhverja aðild að þeim mikla mun sem virðist vera á menntunaraðstöðu stétta og kynja. Pað ætti að vera bæði foreldrum og skóla- mönnum umhugsunarefni, einkum þar sem bilið milli stétta hvað menntun barn- anna varðar breikkar frekar en hitt, þrátt fyrir allar félagslegar framfarir og stór- aukna möguleika á menntun. Hér eru ákveðin öfl að verki, illsýnileg eða alveg dulin — „dulda námsskráin". Skólinn hefur ákveðið hvaða atriði eða námsefni öllum nemendum er fyrir bestu að ná valdi á, hvaða leikni öllum er gagnlegt að öðlast og hvers konar sam- skiptahætti allir eigi að temja sér, o.s.frv. Hér er talað um alla burtséð frá stétt og búsetu, og menningararfleifð viðkomandi stéttar eða staðar. 3.1 Mismunun eftir stétt í duldu námsskránni. Þar sem millistéttar- og hástéttarbörn- um virðist ganga betur í skóla en lágstétt- arbörnum burtséð frá greind, er ekki fráleitt að draga þá ályktun að skólinn höfði síður til lágstéttanna. Sú staðreynd að lágstéttarbörn fara frekar í lágstéttar- störf og millistéttarbörn fara í millistéttar- störf þrátt fyrir að þeim er ætlað að öðlast sams konar reynslu af skólagöngunni, bendir til þess að skólinn viðhaldi aðeins stéttamynstrinu en vinni ekki gegn því. Kennurum er vel ljóst að þeim gengur misvel að kenna nemendum sínum. Sumir taka mjög vel við en aðrir virðast ekkert innbyrða af því sem fyrir þá er lagt. Við köllum þau ýmsum illum nöfnum en ræðum sem minnst vanda þeirra. Ég ætla nú að velta eilítið vöngum yfir þessum hópi. 140
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.