Réttur


Réttur - 01.07.1982, Page 13

Réttur - 01.07.1982, Page 13
3.1.1 Dæmi: „Vandræðagemlingarnir“ Hver þekkir ekki hópinn sem er á móti öllu, einkum ef þeim finnst þau beitt valdi. Andstöðu sína láta þau í ljósi með ákveðnu hátterni, og oft hárgreiðslu og klæðaburði („I hate school“ eða nöfn á eiturlyfjum skrifuð á úlpuna). Pau halda stíft hópinn í klíkunni sem er í reynd undirstaða og uppspretta andstöðunnar. Þeim er lífsnauðsynlegt að hittast daglega (það er kannski það eina sem hvetur þau til að mæta í skólann, mega ekki missa af neinu!), þau þróa með sér sérstakan „ofsalega töff“ talsmáta og framkomu. Það er hlegið að öllu. Mest gaman að fara um göturnar og gera smá vandræði. Káfað er á öllum hlutum og hrindingar eru tjáningarmáti. Lög í hópnum eru að alls ekki má kjafta frá, en þau lög eru oft brotin og virðist í reynd mega brjóta. í skólanum reyna þau í lengstu lög að koma í veg fyrir að vera látin vinna, þau „misskilja", snúa út úr og eru óþolinmóð. Hvert pennastrik er kvöl. Þau finna ekki gleði í einstaklingsvinnu í rólegheitum. Hámarkið er að vera á skrá. Hópnum er mikið atriði að sýna kúrist- unum og kennurunum að hann er aðgreind- ur frá skólanum, lifir og hrærist í öðrum og „æðri“ lífsstíl, hinum „raunverulega 141

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.