Réttur


Réttur - 01.07.1982, Page 14

Réttur - 01.07.1982, Page 14
heimi“. Mikið er drukkið. Að mati hóps- ins eru „hinir“ barnalegir og saklausir. Mikil þörf er fyrir peninga, því þarf að vinna mikið, sumir stela. í augum strák- anna er kvenfólkið bara til að sofa hjá, en þó verður sú útvalda að vera reynslu- laus. Stelpurnar sjá samskipti sín við strákana í rómantískum bjarma. Það styrkir sjálfsvitund karlkynsins. í duldu námsskránni segir að berjast eigi gegn þessum hópum. Þau eru kölluð „óskóla- hæf“. Því meir sem skólinn þrýstir á þessa nemendur því meiri eru oft á tíðum ólætin, andstaðan og jafnvel skemmdirn- ar. Þetta eru þeirra viðbrögð við gildis- mati sem ekki höfðar til þeirra. Þeim er vel ljóst að skólamenntun er algerlega óþörf í þeim störfum sem þau þekkja og telja sig munu vinna. „Öll störf“ eru í eðli sínu lík að þeirra mati. það er brúna umslagið á föstudögum sem skiptir máli. Þegar foreldrarnir koma í skólann heyra þeir hvað börnin þeirra eru slæm og hvað skólinn hefur gert þeim gott. Þeir heyra ekkert um hvað skólinn hefur gert þeim vont! og spyrja heldur ekki um það. Höfum við leitt hugann að því að vel getur verið að skólinn höfði hreint alls ekki til þessa hóps, t.d. vegna þess að reynsla þeirra og menningararfleifð er 142

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.