Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 16
að hlusta og horfa á. En þeim er ekki ljóst
að skólinn tilheyrir sömu stétt eða menn-
ingararfleifð og þau og m.a. þess vegna
aðlagast þau þokkalega vel.
Peir „lélegu“ í skólanum trúa því að
þeir séu mislukkaðir og að mistök þeirra
stafi bara af þeirra eigin aumingjaskap.
Peir vita ekki að kerfið sinnir þeim ekki.
Peir vita ekki að skólinn hefur sem mark-
mið að viðhalda menningu eða menning-
ararfleifð sem er ekki þeirra.
3.3
Kynbundin mismunun
Við upphaf skólagöngu eru stelpurnar
betri en strákarnir. Verkefnin, sem eru
lestur, föndur og rólegir leikir, höfða
frekar til reynslu stelpnanna. Pað líður
smá tími þangað til strákarnir sjá námið
sem karlmannlegt verkefni og hluti þeirra
fer að tengja námið frama síðar í lífinu.
Pað líður líka smá tími þangað til stelp-
urnar skilja að vinna er ekki þeirra aðal-
takmark og að það er fremur ókvenlegt
að streða of mikið eða að ná góðum
árangri. Rannsóknir erlendis hafa sýnt
þessa afturför eða stöðnun stelpna á
ákveðnu skeiði unglingsáranna. Að sjálf-
sögðu verður skólanum ekki einum kennt
um þessa stöðnun, en ljóst er að hann
gerir ekkert til að fyrirbyggja hana eða
vinna gegn henni. Trúlegt er að skólinn
örvi stöðnunina frekar með vali á náms-
efni, mati á greinum, karlkyns kennurum
(stelpurnar hafa færri samkynja fyrir-
myndir þegar ofar dregur í skólakerfinu)
og annars konar væntingum til strákanna.
Til að skýra þennan þátt nánar vil ég
nefna nærtækt dæmi. Pað er mjög mikil-
vægt fyrir hvern einstakling að finna sinn
stað í fortíð jafnt sem nútíð. Sagnfræði,
eins og hún hefur verið iðkuð lengst af,
hefur að langmestu leyti beinst að sögu
hvítra karlmanna, karlkynseinstaklinga
og verka þeirra er getið. Þar eru með
taldir landvinningar og stríð sem talin eru
meðal helstu mótandi afla sögunnar.
Kvenna er sárasjaldan getið, hvað þá að
tíunduð séu afrek verkalýðsstéttarinnar
— karla og kvenna; hvítra, svartra og
gulra — sem í reynd hefur skapað söguna.
Þessi takmörk sögukennslunnar hafa án
efa haft djúptæk ómeðvituð áhrif á sjálfs-
vitund stúlkna af öllum stéttum og drengj a
úr verkalýðsstétt. (Ég fyrir mitt leyti
minnist þess hve mikil uppljómun það var
fyrir mig þegar ég las lítið kver um
kvennasögu og þegar mér varð ljóst að
konur höfðu líka skapað list og skrifað
bókmenntir).
Pað hefur verið sagt að skilyrði þess að
skilja sjálfan sig sé að gera sér grein fyrir
sögu sinni. Fyrst þegar menn finna fast
land undir fótum í þeim efnum, sé þroska-
skilyrðum fullnægt. (Ég man líka hvernig
áhrif öll sveitaljóðin og sveitasögurnar
sem fylltu lestrarbækur minnar kynslóðar
höfðu á mig, borgarbarnið. Sérstöðu
borgarbúa var þar ekki gerð skil).
Hér hefur í fáum orðum verið farið yfir
meðhöndlun duldu námsskrárinnar á
stéttum og kynjum.
4.0
Vísir að niðurstöðu
Margt bendir til þess að ríkisskólinn
taki ekki tillit til mismunandi menningar-
arfleifðar stéttanna, heldur viðhaldi þeirri
menningu sem er við völd. Skólinn hefur
það sem yfirborðsmarkmið að allir fái not-
ið sín til fulls. Pað er að mínu mati bara
rómantík og afneitun á sannleikanum um