Réttur


Réttur - 01.07.1982, Síða 17

Réttur - 01.07.1982, Síða 17
eðli þjóðfélagsins. Það er fremur grunnt á því markmiði skólans að aðlaga fólkið ríkjandi þjóðfélagi. Jafnframt heldur hann á lofti gildum millistéttarinnar og reynir að telja verkalýðsstéttinni trú um að hennar gildi séu minna virði og ómerki- legri. Pess ber að geta að skólastefna ákvarð- ast ekki innan frá heldur er um að ræða pólitísk áhrif utan frá. Par er átt við að ekki er við starfslið skólanna að sakast, heldur margs konar mótandi þjóðfélagsöfl. 4.1 Hvað er til ráða? Ef breyting á að verða á þeirri skóla- stefnu sem við búum við í átt til meiri jöfnuðar þarf að eiga sér stað vitundar- vakning meðal kennara, foreldra, nem- enda og annarra þeirra sem vilja með pólitísku starfi stuðla að breyttu og betra samfélagi. Við breytum þjóðfélaginu ekki gegnum skólann, en breytingar á skólanum þurfa að vera samstíga öðrum þjóðfélagsbreytingum (gætu e.t.v. verið eilítið á undan). Með vitundarvakningu sér einstaklingurinn í gegnum þoku dag- legs lífs, ef svo má að orði komast, og öðlast skilning á stöðu sinni innan síns samfélags, stofnunar eða hóps. Menn læra að spyrja spurninga, taka ekki allt gott og gilt án umhugsunar. Þegar þekking er innbyrt án spurninga þá er ekki um raunverulega þekkingu að ræða heldur hugmyndafræðilega kúgun. Þá er skólinn aðeins kennslustofnun en ekki uppeldis- stofnun. Skólastjórnendur og kennarar verða nær í hverju spori að staldra við og spyrja: hvers vegna og til hvers? Þeir verða líka að vera reiðubúnir til að fara 145

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.