Réttur


Réttur - 01.07.1982, Síða 19

Réttur - 01.07.1982, Síða 19
stundastarfa. Þjóðfélagsdraumsýnin er einhvers konar endurkoma eðlilegs sam- runa vinnu, menningar og mennta, þar sem hvorki er að ræða heils dags vinnu né heils dags nám og þar sem mismunun eftir aldri, kyni, hæfileikum og stétt er þurrkuð út. Skólinn er þá ekki til þess að undirbúa einstaklinginn undir líf og starf í framtíðinni heldur er hann lífið sjálft. 5.0 Lokaorð Skólastefna sósíalista hlýtur að vera óaðskiljanlegur hluti heildarbaráttunnar fyrir sósíalísku þjóðfélagi. Hún er mótuð af foreldrum, kennurum og nemendum og öðrum þeim sem áhuga hafa, en ekki sérfræðingum fjarri daglegu starfi. Stefn- an verður að byggjast á ýtarlegri rýni í eðli núverandi skóla og skilningi skóla- manna á stöðu sinni innan skólastofnunar- innar. En menn verða að hafa í huga að allar tilraunir til breytinga verða marklitl- ar ef ekki á sér stað grundvallarbreyting á hugarfari og virkni fjöldans. Neskaupstað, í september 1982. Heimildir Björnsson, Sigurjón. Börn í Reykjavík. Iðunn, Reykjavík, 1980. Greene, Maxine. Landscapes of Learning. Teachers College Press, New York and London, 1978. Grace, Gerald. Teachers, Ideology and Control. Routledge & Kegan Paul, London, Henley and Boston, 1978. Sharp, Rachel and Green, Anthony. Education and Social Control, A Study in Progressive Primary Education. Routledge & Kegan Paul, London, Henley and Boston, 1975. Willis, Paul. Learningto Labour. How working class kids get working class jobs. Saxon House, West- mead, 1977. Young, Michael and Whitty, Geoff. Society, State and Schooling. The Falmer Press, Barcombe, 1977. 147

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.