Réttur - 01.07.1982, Side 21
Reykjavík fyrir 50 árum:
„Á götunum er blóð“
Jóhannes úr Kötlum birti „9. nóvember“ í „Hrímhvíta móðir“ hjá
Heimskringlu 1937. Fleirum af skáldum okkar varð bardaginn að
yrkisefni: Halldór Laxness gerir hann að aðalatriði í „Pórður gamli halti“,
sem birtist í Rétti 1935, Steinn Steinarr yrkir Ijóðið „Verkamaður“, er
birtist í Rétti 1933 og 30 árum eftir 9. nóv. 1932 gerir Stefán Jónsson
bardagann að miklum þætti í skáldsögu sinni „Vegurinn að brúnni. “
1932
Heimskreppan er skollin yfir ísland. 1.
nóv. 1932 er 731 atvinnuleysingi skráður
í Reykjavík. Nokkrir fá viku atvinnubóta-
vinnu í mánuði. Þeir, sem verða að segja
sig til sveitar vegna skorts, missa kosn-
ingarétt.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákveður
að lækka skuli allt kaup verkamanna og
byrja á þeim, sem bágast eiga: þeim í at-
vinnubótavinnunni. Hjá þeim skal lækka
kaupið um þriðjung.
Bæjarstjórnaríhaldið ríður á vaðið 9.
nóvember. Þá rís verkalýður Reykjavíkur
upp og mótmælir á fjöldafundi. Á bæjar-
stjórnarfundinum verður hinn sögulégi
slagur. (Sjá bók Ólafs R. Einarssonar og
Einars Karls Haraldssonar: 9. nóvember.)
Lögregla og hvítlið íhaldsins verður
undir. Bæjarstjórnin gefst upp við fyrir-
hugaða kauplækkun íhaldsins.
1982
Heimskreppa auðvaldsskipulagsins er
skollin á. Það hefur tekist að mestu að
verja ísland fyrir atvinnuleysinu. — íhald-
ið heimtaði um árið „leiftursókn“ gegn
verkalýðnum: atvinnuleysi, kauplækkun,
eignarán, — það heimtaði sem sé völd-
in. Það fékk þau ekki þá. — Nú ætlar það
að ná þeim. íhaldið hefur lært lýðskrumið:
læst vera á móti kauplækkun! — Fái það
völdin dynur allur ófögnuðurinn yfir: fyrst
atvinnuleysi og kauplækkun, til að brjóta
verkalýðshreyfinguna á bak aftur, síðan,
— ef það tekst að eyðileggja pólitískan
baráttuhug launafólks í landinu, — þá
verður útlendum auðfélögum hleypt inn í
landið og látin fá fossaflið, en herinn lát-
inn velja hve víða hann vilji morðbæli á
landinu! Framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins hefur þegar boðið honum her-
stöð á Norðausturlandi.
Framtíð íslenskrar þjóðar liggur við að
vinnandi fólk verði vakandi og virkt, er
að næstu kosningum dregur.
149