Réttur


Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 21

Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 21
Reykjavík fyrir 50 árum: „Á götunum er blóð“ Jóhannes úr Kötlum birti „9. nóvember“ í „Hrímhvíta móðir“ hjá Heimskringlu 1937. Fleirum af skáldum okkar varð bardaginn að yrkisefni: Halldór Laxness gerir hann að aðalatriði í „Pórður gamli halti“, sem birtist í Rétti 1935, Steinn Steinarr yrkir Ijóðið „Verkamaður“, er birtist í Rétti 1933 og 30 árum eftir 9. nóv. 1932 gerir Stefán Jónsson bardagann að miklum þætti í skáldsögu sinni „Vegurinn að brúnni. “ 1932 Heimskreppan er skollin yfir ísland. 1. nóv. 1932 er 731 atvinnuleysingi skráður í Reykjavík. Nokkrir fá viku atvinnubóta- vinnu í mánuði. Þeir, sem verða að segja sig til sveitar vegna skorts, missa kosn- ingarétt. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákveður að lækka skuli allt kaup verkamanna og byrja á þeim, sem bágast eiga: þeim í at- vinnubótavinnunni. Hjá þeim skal lækka kaupið um þriðjung. Bæjarstjórnaríhaldið ríður á vaðið 9. nóvember. Þá rís verkalýður Reykjavíkur upp og mótmælir á fjöldafundi. Á bæjar- stjórnarfundinum verður hinn sögulégi slagur. (Sjá bók Ólafs R. Einarssonar og Einars Karls Haraldssonar: 9. nóvember.) Lögregla og hvítlið íhaldsins verður undir. Bæjarstjórnin gefst upp við fyrir- hugaða kauplækkun íhaldsins. 1982 Heimskreppa auðvaldsskipulagsins er skollin á. Það hefur tekist að mestu að verja ísland fyrir atvinnuleysinu. — íhald- ið heimtaði um árið „leiftursókn“ gegn verkalýðnum: atvinnuleysi, kauplækkun, eignarán, — það heimtaði sem sé völd- in. Það fékk þau ekki þá. — Nú ætlar það að ná þeim. íhaldið hefur lært lýðskrumið: læst vera á móti kauplækkun! — Fái það völdin dynur allur ófögnuðurinn yfir: fyrst atvinnuleysi og kauplækkun, til að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur, síðan, — ef það tekst að eyðileggja pólitískan baráttuhug launafólks í landinu, — þá verður útlendum auðfélögum hleypt inn í landið og látin fá fossaflið, en herinn lát- inn velja hve víða hann vilji morðbæli á landinu! Framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins hefur þegar boðið honum her- stöð á Norðausturlandi. Framtíð íslenskrar þjóðar liggur við að vinnandi fólk verði vakandi og virkt, er að næstu kosningum dregur. 149
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.