Réttur


Réttur - 01.07.1982, Side 30

Réttur - 01.07.1982, Side 30
Kapitalisminn að þrotum kominn? Dregur hann mannkynið í dauðann með sér? Eða megna vinnandi stéttir heims að taka völdin í tíma? Auðvaldsskipulag stóríðjuþjóðanna í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum virðist nú algerlega staðnað, — ófært um að veita mannkyninu framfarir. Kreppan síðasta og versta virðist aldrei ætla að enda. Atvinnuleysið — 22 miljónir í stóriðjulöndunum — virðist fara vaxandi. Hagvöxtur stöðvast og snýst jafnvel upp í hnignun atvinnulífs. Svo áberandi er þessi óbetranlega stöðnun kapitalismans að jafnvel blindir eru farnir að sjá: Forvígismenn auðvaldsins í stóriðjulöndum þess eru farnir að örvænta. PIERRE TRUDEAU, forsætisráðherra Kanada, sagði á fundi, sem leiðtogar helstu stóríðjuríkja hins kapitaliska heims héldu með sér í Versölum: „Við erum á leiðinni út úr efnahagskreppu inn í hreinasta efnahagsvoða.“ Og þannig mæla fleirí. Jafnvel í Lesbók Morgunblaðsins er birt grein úr „Time“, sem lýsir með svörtustu litum þeirri framtíð, sem við blasi. — Þetta „hrun“ kapitalsismans, ef við viljum nefna svo getuleysi hans til að skapa framfarír, vofír yfír. Og það verður í senn að rannsaka orsakir þess sem afleiðingar og hvern kost mannkynið á til að bjarga sér frá voðanum. Um aldamótin 1900 höfðu auðmanna- stéttir Evrópu og að nokkru leyti Banda- ríkjanna lagt undir sig mestallan heiminn og arðrændu þessar nýlenduþjóðir Afríku, Asíu og Suður-Ameríku vægðarlaust. 1914—18 lenti þessum auðmannastéttum í innbyrðis stríði um uppskiptingu nýlendn- anna. Ein afleiðing þess stríðs var rúss- neska verkalýðsbyltingin og þar með að sjötti hluti jarðar losnaði út úr auðvalds- heildinni. Heimsstríðið síðara og undir- tónn frelsisbaráttunnar gegn fasisma og kúgun ýtti undir frelsisbaráttu nýlendu- þjóðanna, — jafnvel frelsisyfirlýsingar og svo stofnun Sameinuðu þjóðanna — veittu uppreisnum kúgaðra þjóða lögleg- an blæ — og á áratugunum eftir 1945, ekki síst um 1960, hrynur nýlenduveldi evrópska kapítalismans. Að vísu varð víða fyrst og fremst um hið pólitíska sjálfstæði að ræða hjá fornum nýlendu- þjóðum, en auðhringar héldu víða arð- 158

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.