Réttur


Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 33

Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 33
stéttir Vestur-Evrópu til að aðstoða sig og hjálpa óbeint til að sigra Spán og taka Austurríki og Tékkóslóvakíu, — uns hon- um fannst kominn tími til að leggja líka Vestur- og hluta Norður-Evrópu undir sig — og síðan Balkanskagann. Þá fyrst var lagt í Sovétríkin: kommúnisminn skyldi kveðinn niður, — sósíalismanum lokuð leið til þróunar í Evrópu. Hetjuskapur og fórnir Sovétþjóðanna gerðu þann vitfirrta valdadraum að engu. Nú er Ronald Reagan, þetta verkfæri „hernaðar- og stóriðju-klíkunnar", sem bestu menn Bandaríkjanna hafa varað þjóð sína við, — að reyna að feta í fótspor Hitlers og trylla jafnt Bandaríkjaþjóð sem Vestur-Evrópubúa til styrjaldar gegn kommúnismanum. — En sá er munurinn að Reagan ræður yfir þeim morðvopnum, sem Hitler ekki hafði, — og getur hafið styrjöld, sem þurrkaði mannkynið út. Það þýðir með orðalagi Marx og Engels að allar stéttir mannkyns liðu undir lok, mannkynið hyrfi af jörðinni, — og ef jörðin yrði ekki sjálf glóandi, geislavirkur hnöttur (sem Venus?) eða aðsetursstaður afskræmdra dýrategunda, „yndisreitur“ rottanna sem tilraunaey Kanans í Kyrra- hafi, — þá liðu a.m.k. milljónir ára þar til mannkyn skapaðist aftur á þessari jörð, ef það yrði þá nokkru sinni. Þegar þetta víti blasir við sem afleiðing atómsprengjunnar — sem Albert Einstein kvað vera djöfulinn sjálfan kominn til jarðríkis — og hins vegar glöggt hvernig ýmsir voldugustu aðilar auðvaldslanda sí- auka stríðshættuna, þá er gott að hafa í huga aðvörun Bólu-Hjálmars.: „Hæg er leið til helvítis, hallar undan fæti.“ Mannkynið verður að gera sér ljóst í tíma hvflík skelfingar örlög því eru búin, ef ameríska hernaðarklíkan er látin fara sínu fram og blekkja almenning með þvaðrinu um kommúnismann, svo sem Hitler gerði forðum. Líf mannkynsins liggur við að eigi verði valinn helvegur Reagans. 2. Auðvaldsþjóðfélag „vélmenna“ og böðla Það er rétt að minnast á eina hugsan- lega leið auðvaldsins, þótt ótrúlegt sé að alþýða manna geri því fært að fara hana. Mannkynið hefur nú í höndum sér mesta byltingartæki tækninnar, sem það hefur eignast frá upphafi vega: örtölv- una2. Þetta tæki má nota til að útrýma öllum þrældómi af jörðinni, ef alþýða heims ræður notkun þess, — skapa mannfélag fegurðar og réttlætis. En það er líka hugsanlegt, ef auðmenn eru allsráðandi í einu þjóðfélagi að þeir geti skapað ómennskt samfélag, er væri hreint víti fyrir vinnandi stéttir nútímans. Hugsum okkur t.d. auðmenn Japans: Þeir hafa þegar látið hálaunaða sérfræð- inga sína framleiða vélmenni, sem vinna einir í heilum verksmiðjum og framleiða sjálfir verksmiðjur, þar sem enginn mennskur maður vinnur, aðeins vélmenni. Ef þjóðfélag t.d. í Japan er látið þróast þannig að mestallar verksmiðjur eru starf- ræktar af vélmennum, þá yrði það ó- mennska auðvaldsþjóðfélag þannig: Lítil auðmannastétt á mestallar verksmiðjur landsins, reknar af vélmennum, sem há- launaðir sérfræðingar framleiða. Verka- lýðurinn, sem áður var, er óþarfur orð- 161
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.