Réttur


Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 34

Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 34
inn, — er milljónum saman atvinnulaus og valdlaus hvaö vinnuafl hans snertir, sem forðum gaf honum valdið til verk- falla er stöðvuðu framleiðslu þjóðfélags- ins. Slíkur verkalýður yrði í svipaðri aðstöðu og öreigalýður Rómar forðum, máski reynt að halda honum í skefjum með „brauði og leikjum“ sem þá. En viðbúið er að verkalýður nútímans léti ekki bjóða sér slíkt líf — og risi upp gegn þessu ómennska þjóðfélagi og valdhöfum þess. Og þá er hættan að auðvaldið hefði á sínum snærum þrælvopnað, fjölmennt og hálaunað lið, hvort sem það héti ríkislögregla, varðlið, mafía eða annað og þetta lið murkaði niður þann verkalýð, sem dirfðist að rísa upp gegn auðmanna- valdi og vélmennum þess. (Við skulum muna að Mafían sem glæpafélag er þegar eitt ríkasta og voldugasta aflið í Banda- ríkjunum)3. Þetta er ótrúlegur og óhugnanlegur möguleiki — og verður vonandi aldrei meir. en hann er til sem möguleiki, ef verkalýður allra landa er ekki á verði um þróun þjóðfélagsins, tilveru sína og vald sitt til að ráða mannfélaginu. Það er hollt að minnast aðvörunar Matthíasar Joch- umssonar í kvæðinu til Vestur-íslendinga.: „Prælajörð þér veröldin verður, verk þín sjálfs nema geri þig frjálsan.“ 3. Sósíalisminn — arftaki auðvaldsskipulagsins „Hann (kommúnisminn) erhið einfalda, sem torvelt er að framkvæma“. (Bertold Brecht: Úr „Lofgjörð um kommúnism- ann.“ Erlingur E. Halldórsson þýddi) Ef auðvaldsskipulagið því ekki lýkur lífi sínu á annan hvorn þann veg, sem að framan er tilgetið, heldur víkur smám saman fyrir æðra og betra mannfélagsstigi, sósíalismanum, þá getur samt upplausnar- og rotnunar-saga þess orðið ljót, löng og hættuleg. Þetta gerspillta þjóðfélag, sem tórir á ágirndar- og gróðahvöt sinni, eitrar út frá sér, sem rotnandi lík, spillir og sýkir einmitt þau öfl, sem í uppruna sínum eru heilbrigð og ættu að leysa það af hólmi. Glæpirnir, mafíurnar, eiturlyfin o.s.frv. eru ein mynd rotnunarinnar. Önnur hætta er siðferðileg niðurlæging hluta af vinn- andi stéttunum, er menn selja sig pen- ingagimdinni gersamlega á vald, en gleyma því að samhjálp og samheldni vinnandi stéttanna og hugsjón þeirra um mannfé- lag réttlætis og bræðralags er frumburðar- réttur þessara stétta til forustu í þróun og björgun mannlegs samfélags. Það verður því háð mismunandi löng og hörð barátta í hinum ýmsu löndum jarðarinnar fyrir afnámi auðvaldssskipu- lagsins og vér sjáum þegar af reynslunni; Chile, Vietnam, E1 Salvador o.s.frv. hve ægilega fórnfreka ofstækisfyllsta og vold- ugasta auðstétt jarðar gerir slíka baráttu, svo ekki sé minnst á hverju Sovétþjóðirn- ar forðum urðu að fórna í stríðinu við fasismann: 20 milljónum mannslífa. En það getur, einmitt vegna þessa voðavalds, tekið heila öld og meira að koma aðeins sósíalismanum á í flestum löndum jarðar, — og eru samt hin tækni- legu skilyrði þegar að skapast fyrir fram- kvæmd sjálfs kommúnismans með þeirri örtölvubyltingu, sem nú er hafin. Sósíalisminn er eina þjóðskipulagið, sem fært er um að taka við af kapítalism- anum. Leiðirnar til sósíalismans og hann sjálf- 162
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.