Réttur


Réttur - 01.07.1982, Síða 36

Réttur - 01.07.1982, Síða 36
þjóðfélagið meir og meir. En vissulega mun alllengi þurfa að reikna með því mati í þjóðfélagi sósíalismans: launamis- mun eftir afköstum, menntun etc., þótt takmarkið sé kommúnismans: hver láti í té eftir getu sinni, hver fái það, sem hann þarf. Maðurinn í þjóðfélagi sósíalismans mun þurfa að yfirvinna og varast þá taumlausu græðgi, sem verið hefur eitt helsta og skaðlegasta einkenni kapítal- ismans, samfara vitstola eyðslu verð- mæta. Það hóf í samskiptum jafnt við náttúruna sem mennina, — sem hinir fornu Grikkir töldu höfuðdyggð — þarf meir og meir að einkenna hið sósíalíska þjóðfélag, ekki síst með hliðsjón af því að auðlindir náttúrunnar eru takmarkað- ar og viss eyðsla getur eitrað andrúmsloft- ið, svo ekki sé talað um umhverfið allt sem menn þegar óttast um. En ígrundum ekki frekar úrlausnir vandamála komandi alda, en leggjum höfuðáherslu á eitt að lokum.: Nái alþýða heims tökum á örtölvubylt- ingunni í tíma — og til þess þarf hún helst að hafa náð ríkisvaldinu áður — þá mun það flýta stórkostlega allri þróun hins sósíalíska þjóðfélags, stuðla að því að afnema jafnt þrældóminn sem fátæktina meðal manna og leggja grundvöllinn að tilkomu þess frjálsa manns í samfélagi, er enga kúgun þekkir, — þar sem nauðsynja- vinnan tekur aðeins lítinn hluta af tíma hans, en maðurinn sjálfur verður loks frjáls til að þroska til fulls hæfileika sína og sinna kærustu hugðarefnum sínum, þeim, sem búið hafa í hug og hjarta hvers heilbrigðs manns gegnum aldirnar og sjaldnast fengið að njóta sín. Örn Arnar- son lýsti því hlutskipti ógleymanlega í kvæðinu til Guttorms Guttormssonar og uppreisninni gegn því7. Og sú uppreisn skóp „mesta manninn meðal íslenskra skálda,“ — eitt af andlegum mikilmenn- um veraldar. Látum oss vona að hinn frjálsi maður framtíðarinnar megni að skapa þann fagra heim, sem bestu skáld og hugsjóna- menn sáu í draumsjónum sínum. 1. Sjá nánar í „Rétti“ 1981, bls. 107—109. 2. Sjá í „Rétti“ 1980: Páll Theódórsson: „Örtölvu- tækni, þróun hennar, verksvið og möguleikar", — og André Gorz: „Gullöld frístundanna.“ Bls. 135—150, og 151—158. 3. Sjá í „Rétti“ 1978: Tekur Mafían völdin í Bandaríkjunum, bls. 115—-121. 4. Marx lýsir hinu fyrra og síðara stigi kommún- ismans 1) sósíalismi, 2) kommúnismi í „At- hugasemdum við stefnuskrá þýska verkamanna- flokksins“, en það rit er birt í Úrvalsritum Marx og Engels 11, bls. 314—331, sjá einkum bls. 320. Lenin ræðir þessa þróun enn ýtarlegar í „Ríki og bylting" bls. 114—128. 5. Lesið endalok (IV. kafla) þessa stórbrotna kvæðis, er Stephan G. orti 1922. Fjórar síðustu línurnar hljóða svo.: „Hófu sólar-ljóðs söngva samerfingjar jarðar, sérhvert þjóðerni þekkti þar í sína tungu." 6. Sjá nánar um þessa þróun í greininni „Átök aldanna um félaga Jesús og frumkristninnar boðskap“ í „Rétti" 1979, bls. 9—42. 7. Ein vísa þessa kvæðis hljóðar svo, — og er lýsing Arnar þar algild, þótt hann yrki þarna aðeins um ísland.: „Og svo er til önnur saga, sorgleg og endalaus, um öreigans vonlausu varnir í vök, sem að honum fraus, um lemstraðar listamannsgáfur, sem lyftu sér aldrei á flug, um skáld, sem var tunguskorið. Hver skilur þess orðlausu hug?“ 8. Ummæli Sigurðar Nordal um Stephan G. Stephansson. 164

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.