Réttur


Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 36

Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 36
þjóðfélagið meir og meir. En vissulega mun alllengi þurfa að reikna með því mati í þjóðfélagi sósíalismans: launamis- mun eftir afköstum, menntun etc., þótt takmarkið sé kommúnismans: hver láti í té eftir getu sinni, hver fái það, sem hann þarf. Maðurinn í þjóðfélagi sósíalismans mun þurfa að yfirvinna og varast þá taumlausu græðgi, sem verið hefur eitt helsta og skaðlegasta einkenni kapítal- ismans, samfara vitstola eyðslu verð- mæta. Það hóf í samskiptum jafnt við náttúruna sem mennina, — sem hinir fornu Grikkir töldu höfuðdyggð — þarf meir og meir að einkenna hið sósíalíska þjóðfélag, ekki síst með hliðsjón af því að auðlindir náttúrunnar eru takmarkað- ar og viss eyðsla getur eitrað andrúmsloft- ið, svo ekki sé talað um umhverfið allt sem menn þegar óttast um. En ígrundum ekki frekar úrlausnir vandamála komandi alda, en leggjum höfuðáherslu á eitt að lokum.: Nái alþýða heims tökum á örtölvubylt- ingunni í tíma — og til þess þarf hún helst að hafa náð ríkisvaldinu áður — þá mun það flýta stórkostlega allri þróun hins sósíalíska þjóðfélags, stuðla að því að afnema jafnt þrældóminn sem fátæktina meðal manna og leggja grundvöllinn að tilkomu þess frjálsa manns í samfélagi, er enga kúgun þekkir, — þar sem nauðsynja- vinnan tekur aðeins lítinn hluta af tíma hans, en maðurinn sjálfur verður loks frjáls til að þroska til fulls hæfileika sína og sinna kærustu hugðarefnum sínum, þeim, sem búið hafa í hug og hjarta hvers heilbrigðs manns gegnum aldirnar og sjaldnast fengið að njóta sín. Örn Arnar- son lýsti því hlutskipti ógleymanlega í kvæðinu til Guttorms Guttormssonar og uppreisninni gegn því7. Og sú uppreisn skóp „mesta manninn meðal íslenskra skálda,“ — eitt af andlegum mikilmenn- um veraldar. Látum oss vona að hinn frjálsi maður framtíðarinnar megni að skapa þann fagra heim, sem bestu skáld og hugsjóna- menn sáu í draumsjónum sínum. 1. Sjá nánar í „Rétti“ 1981, bls. 107—109. 2. Sjá í „Rétti“ 1980: Páll Theódórsson: „Örtölvu- tækni, þróun hennar, verksvið og möguleikar", — og André Gorz: „Gullöld frístundanna.“ Bls. 135—150, og 151—158. 3. Sjá í „Rétti“ 1978: Tekur Mafían völdin í Bandaríkjunum, bls. 115—-121. 4. Marx lýsir hinu fyrra og síðara stigi kommún- ismans 1) sósíalismi, 2) kommúnismi í „At- hugasemdum við stefnuskrá þýska verkamanna- flokksins“, en það rit er birt í Úrvalsritum Marx og Engels 11, bls. 314—331, sjá einkum bls. 320. Lenin ræðir þessa þróun enn ýtarlegar í „Ríki og bylting" bls. 114—128. 5. Lesið endalok (IV. kafla) þessa stórbrotna kvæðis, er Stephan G. orti 1922. Fjórar síðustu línurnar hljóða svo.: „Hófu sólar-ljóðs söngva samerfingjar jarðar, sérhvert þjóðerni þekkti þar í sína tungu." 6. Sjá nánar um þessa þróun í greininni „Átök aldanna um félaga Jesús og frumkristninnar boðskap“ í „Rétti" 1979, bls. 9—42. 7. Ein vísa þessa kvæðis hljóðar svo, — og er lýsing Arnar þar algild, þótt hann yrki þarna aðeins um ísland.: „Og svo er til önnur saga, sorgleg og endalaus, um öreigans vonlausu varnir í vök, sem að honum fraus, um lemstraðar listamannsgáfur, sem lyftu sér aldrei á flug, um skáld, sem var tunguskorið. Hver skilur þess orðlausu hug?“ 8. Ummæli Sigurðar Nordal um Stephan G. Stephansson. 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.