Réttur


Réttur - 01.07.1982, Síða 39

Réttur - 01.07.1982, Síða 39
Kerfisbundin ógnarstjóm. bændanna og þannig komst mest allt land í eigu tiltölulega fámennrar yfirstéttar. Síðan hefur hún ráðið mestu um stjórn landsins með stuðningi hers og Bandaríkj- anna. 14 fjölskyldur voru fljótlega orðnar stærstu eigendur landsins og létu ánauð- uga alþýðu þræla á ökrunum, þarsem framleitt var til útflutnings fáum til góða öðrum en yfirstéttinni sjálfri. Þessar fjórtán fjölskyldur sem læstu klónum í landið hafa ekki sleppt heljartak- inu síðan og nú eiga 2% íbúanna 60% alls lands. Á meðan eiga 90% þjóðarinnar um 20% landsins. Landbúnaðarverkamenn voru orðnir að fjölmennri stétt uppúr aldamótunum, en þeir unnu aðallega á stórum kaffiplantekrum gósseigendanna. Fyrstu verkalýðsfélögin voru sett á lagg- irnar á þriðja áratugnum og verkalýðs- flokkar tóku til starfa. í kreppunni varð mikið verðfall á kaffi, en markaðssveiflur þess hafa ævinlega mikil pólitísk áhrif í E1 Salvador (sbr. þorskur hér). Og eins og venjulega bitnaði kreppan fyrst og fremst á fátækum almúga. Árið 1932 gerðu landbúnaðarverka- menn og meira og minna ánauðugir smá- bændur uppreisn, þarsem verkalýðsfélög og Kommúnistaflokkur landsins höfðu forystu. Herinn kæfði þessa uppreisn í blóði og yfir þrjátíu þúsund manns létu lífið. Herinn undir stjórn hins alræmda 167

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.