Réttur


Réttur - 01.07.1982, Page 42

Réttur - 01.07.1982, Page 42
Sæmilegt húsnæði er munaður sem almenningur getur sjaldnast veitt sér. stjórnin setti fram nokkrar tillögur til úrbóta. En eins og fyrr og síðar varð lítið úr framkvæmdum á þeim tillögum sem fólu í sér jarðnæðisskiptingu til smábænda og landbúnaðarverkamanna. í það sinnið átti að taka 4% jarða til skiptingar en að vanda varð lítið úr efndum. Hins vegar vænkaðist hagur strimpu fyrir fjölþjóðaleg fyrirtæki, sem tóku nú að fjárfesta sem aldrei fyrr í landinu. Erlendar fjárfesting- ar tvöfölduðust á árunuin 1970 til 1975. Auðhringirnir fjárfestu sérstaklega á frí- verslunarsvæðinu San Bartolo, þar sem verkföll eru bönnuð og engir skattar eru við lýði. En um leið urðu hagsmunir Bandaríkjamanna mikilvægari og þar með þjóðinni hættulegri en áður. Eftir sigur Sandinista í nágrannaríkinu Nicaragua tók bandaríkjastjórn að veitast erfiðara að styðja hina ruddalegu ríkis- stjórn Rómerós hershöfðingja sem þá var við völd. Því skipuleggja þau hallarbylt- ingu í E1 Salvador og koma frjálslyndari hershöfðingjum í valdasæti (Majano og Gutiérrez). í kjölfar þess eru óbreyttir borgarar teknir inn í stjórnina (október 1979), fulltrúar sósíaldemókrata, komm- únistaflokksins, kristilegra demókrata og fleiri. Boðaðar eru endurbætur, skipting lands, og virðing mannréttinda, funda- frelsi og m.fl. En allt kom fyrir ekki, fundafrelsi var takmarkað, hægri morð- sveitir landeigenda réðust gegn þeim bændum sem vildu taka jarðnæðisskipt- inguna alvarlega. í kjölfar hryðjuverka hægri manna og ófremdarástandsins í landinu, auk þrýst- ings frá byltingasamtökum sem áður höfðu stutt þessa stjórnartilraun, segja komm- únistar og sósíaldemókratar sig úr stjórn- inni í janúar 1980 og „hrein“ herforingja- stjórn tekur völdin. Þjóðfylking gegn ógnarstjórn bandarískra þýja í júní 1980 var formlega sett á laggirnar þjóðfylking gegn ógnarstjórninni, FDR, byltingarsinnaða lýðræðisfylkingin. í október sama árs er FMLN hin sameigin- 170

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.