Réttur - 01.07.1982, Page 51
Auðgunarmorð í þriðja
heiminum
Fólk í fátækum ríkjum virðist sannfært um að finna megi pillu við hvaða kvilla
sem er. Það eyðir síðasta eyri sínum til að kaupa vítamín, hormóna- eða
verkjatöflur, sem eiga að koma heilsunni í lag. Til að tryggja vöxt og viðgang
barna sinna fórnar þetta fólk takmörkuðum efnahag til að kaupa vestrænan
barnamat, sem án hreins vatns og lágmarks sótthreinsunar getur drepið börnin
þess.
Ekki kaupa vörur frá Nestle
Eins og lesendum er sjálfsagt kunnugt
um þá hefur fjölþjóðaauðhringurinn
Nestle verið stærsti framleiðandi á barna-
mat í heiminum um langt árabil. Auð-
hringur þessi hefur hins vegar ekki vand-
að meðulin að öllu leyti, heldur iðkað
fremur ósiðlegar aðferðir í þriðja heimin-
um til þess að fá mannfólkið þar til að
gæða börnum sínum á framleiðslu sinni.
Nú er það svo að mikið ólæsi er ríkjandi
í þriðja heiminum og því ekki við því að
búast að reglur um notkun barnafæðunnar
ómissandi yrðu beinlínis víðlesnar. Því er
viss fræðsla um meðferð vandmeðfarinnar
matarframleiðslu forsenda þess að hennar
sé neytt.
Auðhringurinn Nestle vílar hins vegar
ekkert fyrir sér í þessum efnum. Hann
hikar ekki við að dreifa mat sínum endur-
gjaldslaust fyrst í stað til að fá fólk til að
bíta á agnið. Hann dreifir villandi áróð-
ursefni til mæðra og heilbrigðisfulltrúa
hins opinbera auk þess sem hinir síðar-
nefndu verða oft náðar auðhringsins að-
njótandi er hann gefur þeim gjafir af ýmsu
tagi.
Auðhringurinnn gerir sem sagt hvað
hann getur til að komast hjá því að hlíta
settum reglum Sameinuðu þjóðanna og
stofnana þeirra. „Nýjar víðtækar leið-
beiningar“ um meðferð barnamats frá
Nestle samdi fyrirtækið eftir að alþjóða-
neytendasamtök tóku sig saman (ásamt
samtökum sem kalla sig Infant Formula
Action Network) um að koma í veg fyrir
sölustarfsemi þess. Auðhringurinn hefur
hins vegar ekki lagt niður óeðlileg vinnu-
brögð sín í þriðja heiminum og því halda
neytendasamtök áfram að beita sér fyrir
því að fólk kaupi ekki vörur frá Nestle.
Svo langt hefur auðhringur þessi gengið
að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur
179