Réttur


Réttur - 01.07.1982, Side 53

Réttur - 01.07.1982, Side 53
Wladyslaw Gomulka og sorgleikir eftirstríðsáranna Wladislaw Gomulka, fyrrum aðalritari Pólska Yerkamannaflokksins (PPR) andaðist í ágúst sl., 77 ára að aldri. Banameinið var krabbamein. Með honum fellur í valinn einn af heiðarlegustu og á vissu skeiði sterkustu stjórnmálaleiðtog- um eftirstríðsáranna, en ævi hans markaðist í óvenju ríkum mæli af sviftibyljum stjórnmálaheimsins á þessum hættulegu árum. Gomulka var fæddur 6. febrúar 1905 í Krosno, nærri Krakau í þeim hluta hins uppskipta Póllands, sem tilheyrði keisaradæmi Austurríkis og Ungverja- lands. 21 árs gamall gengur hann í Kommúnistaflokk Póllands, sem þá, 1926, er lítill flokkur í PóIIandi, sem nú var orðið sjálfstætt ríki. Hann starfar í verkalýðs- félögunum, er fangelsaður fyrir starfsemi sína strax 1926, en aðeins í nokkra mánuði. 1932 er hann aftur fangelsaður, er hann var að flýja af leynifundi, er lögreglan komst að og skotinn í fótinn á flóttanum og olli það honum ævilöngu meini. Var hann þá dæmdur í 4 ára fangelsi, en sleppt eftir 2 ár sökum hins illa fótameins og lungnabólgu. En í mars 1936 er hann enn fangelsaður, fyrir verkalýðsstarfsemi sína og nú dæmdur í 7 ára fangelsi. en er nasistaherinn réðst á Pólland 1. september 1939 var pólitísku föngunum sleppt. Fór Gomulka nú huldu höfði og tók upp sína fyrri kommúnísku starfsemi. Það yrði of langt mál að rekja feril hans á stríðsárunum. Pað, sem þegar er sagt, sýnir að hér var á ferðinni fórnfús og góður marxisti, sem lét bann á flokkn- um og ofsóknir ekki aftra sér frá starfi. Pólski Verkamannaflokkurinn (PPR) var myndaður haustið 1941 og í desember 1942 var Gomulka kosinn í miðstjórn hans. Mannfall flokksins í leynistarfsem- inni í Póllandi, herteknu af nasistum, var mikið, ekki síst meðal leiðtoganna, svo brátt varð Gomulka einskonar vara- formaður flokksins, aðeins 32 ára að aldri. En 14. nóv. 1943 tókst Gestapo að ná aðalritara flokksins, Paul Finder, og fleirum, pynta þá og skjóta síðan 26. júlí 1944. Gomulka var nú kosinn aðalritari flokks- ins 23. nóv. 1943. Það féll nú í hans hlut að stjórna flokknum undir hinum erfið- 181

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.