Réttur


Réttur - 01.07.1982, Page 55

Réttur - 01.07.1982, Page 55
Gomulka. Klisko. herra Frakklands. En Truman Banda- ríkjaforseti og bankar þar vestra knúðu „sína menn“ í ríkisstjómum þessara landa til að setja kommúnista út úr ríkis- stjórnunum, ella fengju þjóðirnar ekki mat né lán þau, er til endurreisnar þurfti. Hvað þýska auðvaldið snerti — bak- hjarl Hitlers og höfuðsökudólg stríðsins, — þá hafði í Yalta verið ákveðið að þjóðnýta skyldi flest stóriðjufyrirtæki að- alstríðsglæpamannanna, en þau voru á breska hernámssvæðinu. — En þegar Bandaríkjastjón Trumans hóf „Kalda stríðið" gegn Sovétríkjunum, knúði hún Breta til að falla frá þjóðnýtingarákvæð- unum, Krupp og öðrum helstu stríðs- glæpamönnum var bjargað — og oft gerðust auðmenn Bandaríkjanna hluthaf- ar í þýsku stóriðjunni til að endurreisa hana. í Yalta-samningnum felst því undirrót margra þeirra þjóðfélagsvandamála, sem lönd eins og Pólland hafa átt við að stríða. — Og er bandaríska auðvaldið byrjar „Kalda stríðið“ 1947 og herstjórn Bandaríkjanna undirbýr samtímis að ná yfirráðum í alþýðulýðveldunum í krafti einokunar á atómsprengjunni og koma Sovétríkjunum, flakandi í sárum, á kné, þá hrúgast upp í alþýðulýðveldunum póli- tísk vandamál, sem erfitt gat orðið að leysa. Og samtímis því sem þessi vanda- mál rísa, þá er aukið á vandann með 183

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.