Réttur


Réttur - 01.07.1982, Síða 57

Réttur - 01.07.1982, Síða 57
að vinna. Verkfæri hans, pólski leynilög- regluforinginn Jozef Swiatlo, fór „vestur yfir“ 21. des. 1953 og var vel tekið á móti honum. Hann hafði unnið illt verk sitt „vel“. Og nú hóf hann að segja frá verkum sínum í útvörpum Vesturlandanna. Þess gerist vart þörf að minna á að á sama tíma og hér um ræðir geisaði og „Kalda stríðið“ gegn kommúnistum í Bandaríkjunum „McCarthyisminn“, menn eins og Chaplin o.fl. urðu að flýja land, Paui Robson o.fl. voru raunverulega lokaðir inni í Bandaríkjunum sem fangelsi og hámarki náðu ofsóknirnar með dóms- morðinu á Rosenberghjónunum 19533. Snúum nú aftur sögunni til þess manns, sem þessi grein er um: Gomulka. Jozef Swiatlo tók Gomulka fastan í ágúst 1951. Hetjubarátta Gomulka — og að lokum sigurinn Næstu þrjú ár var Gomulka að mestu einangraður frá umheiminum, lengst af í stofufangelsi. Hann var beittur þungum þrýstingi af flokksforustunni, til að játa ýmislegt, en aldrei pyntaður. Hann hafði verið sviftur trúnaðarstörfum sínum og síðar rekinn úr flokknum og flestir nán- ustu fylgismenn hans beygðir. En Go- mulka stóð sig sem hetja. Hvorki véla- brögð Allan Dulles, áhrif Stalíns né síðar skírskotanir Krustoffs gátu beygt hann. Eftir dauða Stalíns 1953 þvarr ofsókn- aræðið. Fólkið úr fangabúðunum streymdi heim frjálst, þ.á m. þúsundir flokks- manna, er kröfðust þess að gert væri hreint borð — og að lokum flutti Krustoff sem aðalritari Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna hina sögufrægu „leyniræðu“, er afhjúpaði málaferlin illu 1936—38 og gagnrýndi Stalín, sem frægt er orðið. Gomulka varð nú frjáls maður í sept- ember 1954. Hvarvetna í alþýðulýðveld- unum hófst sú fjöldahreyfing, er hrakti ofstækismennina frá völdum. í Póllandi dó Bierut, flokksritarinn, 12. mars 1956 og við tók Ochab, er reyndist ágætur leiðtogi í þessari ólgu, er nú hófst. Eftir óeirðirnar í Posnan 28. júní, þegar 50 manns létu lífið, tók Ochab þá afstöðu, að hér væri stjórnarfari um að kenna og 18—19. október var gerð mikil breyting á forustu flokksins og Gomulka kosinn aðalritari að nýju. Það var mjög storma- samt í þeim „pólska október“, en höfuð- atriðið tókst: Pólverjar höfðu öðlast þjóðarleiðtoga, sem að heita má öll þjóð- in sameinaðist um. Gomulka naut fyrstu árin mikilla vin- sælda og framkvæmdi margar endurbæt- ur. En vafasamt er hvort pólskur landbún- aður verður hlutverki sínu vaxinn, meðan smábændur yrkja hina litlu skika sína með hesti og plógi, í stað þess að taka upp samvinnurekstur með stórvirkum vélum, þótt svo einkaeignaréttur hvers bónda á sinni litlu jörð haldist. En það sem varð Gomulka erfiðast er fram í sótti, var að nú var hann sem vold- ugasti maður landsins umkringdur af fjöl- mennum her embættismanna og skrif- finna, sem smám saman einangruðu hann frá alþýðunni. Þetta er hið mikla vanda- mál velviljaðra ríkisstjórnarleiðtoga, — jafnt í sósíalískum sem borgaralegum löndum —, sem verður þorra þeirra að falli eða hindrar að þeir vinni þau verk, er fólkið fyrst og fremst vænti af þeim. Gomulka spilltist ekki af háum launum og sérréttindum — hann greiddi alltaf helming launa sinna til baka í flokkssjóð- 185

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.