Réttur


Réttur - 01.07.1982, Síða 58

Réttur - 01.07.1982, Síða 58
inn. — En hann hafði fjarlægst fólkið — og þegar blóðugar óeirðir urðu í Gdynia í desember 1970, sagði Gomulka af sér sem flokksritari og Gierek tók við. — (í „Neistum“ þessa heftis má lesa nokkuð af gagnrýni þeirri, sem Gomulka flutti 1956 og Gierek 1970, sem sýnir hvert aðalmein- ið var, sem úr þurfti að bæta.) Gomulka tókst með staðfestu sinni og hetjuskap að bjarga þjóð sinni á örlaga- stundu — og þess munu Pólverjar lengi minnast, þrátt fyrir allt. En viðureignir við þau tímabundnu vandamál, sem Yalta-samningurinn skóp, mun standa alllengi enn. Og örlagaglíman við þau þjóðfélags- legu vandamál, sem tilvera ríkisvalds almennt og sérstaklega hervalds þess, ekki síst yfirdrottnunarsjúkra stórvelda sem Bandaríkjanna, mun að líkindum standa enn öldum saman — ef mannkynið lifir hættu atómstríðs af. Skýríngar: 1. Sjá í „Rétti“ 1974 nánar um þetta í greininni „Upphaf bandarískrar ásœlni gagnvart íslandi“ einkum eftir bls. 119 og áfram. 2. Svo ótrúlegar voru þessar játningar stundum, að jafnvel hjá hinum tortryggna Stalín, höfuð- paur í baráttunni gegn „titoismanum“, skaut upp þeirri hugmynd að bandaríska leyniþjónust- an væri að leika á hann og fá hann til að drepa heiðarlega flokksfélaga, — en hann áttaði sig þó ekki á að einmitt þetta var verið að gera. — Sjá bók Stewart Steven: „Operation Splinter Factor“ bls. 188—189. 3. Sjá nánar um ofsóknirnar í Bandaríkjunum í greininni „Dómsmorð amerískrar aldar“ í „Rétti“ 1971, bls. 194—205. 186

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.