Réttur - 01.07.1982, Page 60
Þegar svona upplýsingar um algert
ábyrgðarleysi og ótakmarkaðan níðings-
skap bandaríska herráðsins bætast við
þekkinguna á þeim voða, sem nú vofir
yfir, þá er skiljanlegt að þeir stjórnmála-
menn, sem einhverja ábyrgðartilfinningu
hafa, rísi upp.
Stórfengleg „krossferð“
Jafnt kunnustu stjórnmálaleiðtogar og
fyrrverandi ráðherrar og sendiherrar og
sjálf kaþólska kirkjan risu upp til að vera
með í því, sem íhaldstímaritið „U.S.
News and World Report“ kallaði „friðar-
krossferð“. Fyrrverandi ráðherrar eins
og Dean Rusk, Clark Clifford.og fyrrv.
CIA-Ieiðtogi W. Colby, Averell Harri-
mann, fyrrum sendiherra í Moskvu og
George Kennan — ásamt tugum heims-
þekktra leikara og listamanna skipuðu
sér í forustu þessarar hreyfíngar til að
stöðva framleiðsluna á kjamorkusprengj-
um.
MiIIjónir Bandaríkjamanna, líka í hin-
um íhaldssömu „miðríkjum“, gerast virk-
ir í „krossferðinni“.
Samkvæmt Gallup-könnun í mars 1982
vora 72% Bandaríkjamanna orðnir fylgj-
andi stöðvun allrar atómvopnafram-
leiðslu.
Edward Kennedy gerist talsmaður
hreyfingarinnar.
„Fjárframlög til að bólusetja börn eru
strikuð út,“ segir hann í ræðu, „til þess
að fá peninga fyrir vopn, er verða
þessum börnum að bana.“
20 milljarða dollara má spara strax
bara með því að stöðva kjarnorkuvígbún-
aðinn.
„Bandaríkin og Sovétríkin eiga nú
eina milljón „Hiroshima“-sprengjur. Það
eru fjórar smálestir TNT sprengiefnis á
hvert mannsbarn á jörðinni.
Kennedy fær 166 af 435 meðlimum
fulltrúadeildarinnar og 24 af 100 öldunga-
deildarmönnum til meðflutnings á tillögu
sinni um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar-
ins.
Og út um öll Bandaríkin eru undirtekt-
irnar margfalt betri. Og í haust eru
kosningar til beggja þingdeilda. Reagan
er því orðinn hræddur, farinn að hræsna
um minnkun herbúnaðar, til þess að
reyna að villa fyrir kjósendum, svo hin
vitfirrta hernaðarklíka hans missi ekki
allan grundvöll á þingi til þeirrar ægilegu
aukningar vígbúnaðarins sem hann stefn-
ir að.
Menn eins og Mc George Bundy
öryggisráðgjafi John Kennedys, George
Kennan, einn frægasti diplomat Banda-
ríkjanna, Robert McNamara, hermála-
ráðherra Kennedys og Johnson’s, ofl.
heimta nú endurskoðun á allri þeirri
utanríkis- og hermálastefnu, sem þeir
sjálfir voru með í að móta forðum.
í miðjum júní var svo haldinn hinn
gríðarlega fjölmenni mótmælafundur í
Central Park í New York, þar sem upp
undir ein milljón manna mótmælti kjarn-
orkukapphlaupinu og krafðist raunveru-
legrar afvopnunar, svo múgmorðstækin
stofnuðu ekki tilveru mannkynsins í
hættu.
Reagan er orðinn hræddur. Hin brjál-
semiskennda vígbúnaðaráætlun hans er í
hættu. Ef til viU á mannkynið sér enn
lífsvon, ef fast verður fram haldið friðar-
baráttunni.
188