Réttur


Réttur - 01.07.1982, Síða 61

Réttur - 01.07.1982, Síða 61
Káthe Duncker og kvenfrelsishreyfiní þýskrar alþýðu Hin sósíalistíska verklýðshreyfing Þýska- lands átti frá upphafi á að skipa í hópi for- ustu sinnar einhverjum bestu forustukvenn- um sósialismans í Evrópu. Þarna var ekki aðeins Rósa Luxemburg, einhver besti for- ustukraftur sósíalismans í Vestur-Evrópu, heldur og Clara Zetkin, sem frá upphafi starfsemi sinnar í Sósíalistaflokki Þýska- lands, helgaði allt sitt mikla þrek og gáfur einmitt frelsisbaráttu kvenna. Og sjálfur aðalforingi flokksins, Ágúst Bebel, hafði einmitt sýnt þessum þætti í frelsisbaráttu hins vinnandi lýðs sérstakan áhuga og skilning. Hann skrifaði bókina ,,Konan og sósíalism- inn”, er kom út í ársbyrjun 1879, rétt eftir að öll sósíalístisk útbreiðslustarfsemi í ræðu og riti hafði verið bönnuð. Aðeins í þinginu mátti flokkurinn starfa. Var bók Bebels gef- in út með leyndum hætti og varð ein vinsæl- asta bók sósíalismans. 50. útgáfan kom út á þýsku 1909, aukin og endurbætt og þakkar Bebel í formálanum N. Rjazanov alveg sér- staklega fyrir samstarfið við þá útgáfu. Káthe og Hermann Duncker. „Konan og sósíalisminn” voru oft gefin út síðan og þýdd á fjölda tungumála. Þessi marxístíski flokkur þýska verka- lýðsins sýndi þannig frá upphafi frelsisbar- áttu konunnar þann áhuga, er vera ber. Gætti þar máske nokkuð áhrifa frá bók Friedrich Engels: „Uppruni fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og ríkisins”, er út kom 1884 og hafði vafalaust áhrif á þá stækkun bókar sinnar, er Bebel síðar framkvæmdi. — Bók Bebels endar á þessum orðum: „Frarn- tíðin tilheyrir sósíalismanum, það er í fyrsta lagi verkamanninum og konunni.” Clara Zetkin var fulltrúi á stofnþingi 2. Alþjóðasambandsins 1889 og flutti þar einmitt einarða framsöguræðu um kvenfrels- isbaráttu verklýðshreyfingarinnar. Var það eitt höfuðmál hennar alla ævi. Strax og banninu á starfsemi sósíalista var aflétt 1890, hóf hún útgáfu sósíalistíska-tímaritsins „Gleichheit” (Jafnrétti) 1892 og var það alla tíma helgað þessu baráttumáli. Það kom út til 1917. Að frumkvæði hennar voru 189

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.