Réttur


Réttur - 01.07.1982, Síða 63

Réttur - 01.07.1982, Síða 63
NEISTAR Einangrun embættismanna „Embættisleg einangrun æöstu flokksstjómarinnar lamaöi það afl, sem er uppspretta sósíalistísks lýöræöis og án þess getur ekkert sósíalistískt þjóðfélag verið til.“ Edward Gierek, aðalritari pólska f lokksins í ræðu 1971. Þegar sambandið rofnar „Verkalýðurinn hefur nýlega veitt flokksforystunni og ríkisstjórn- inni ráðningu, þegar hann greip til verkfallsvopnsins og fór í kröfu- göngur út á götuna. Þennan bitra fimmtudag í júní hrópuðu verka- mennirnir í Posen skýrt og greini- lega: Það er nóg komið; svona getur það ekki haldið áfram! Það verður að hverfa burt af þessari röngu leið! Verkalýðurinn hefur aldrei gripið til verkfallsvopnsins af léttúð. Enn þá síður hefur hann gert verkfall að óhugsuðu máli hér í Póllandi alþýðunnar, þar sem ríkisstjórnin stjórnar í nafni hans og í nafni alls vinnandi fólks. Efa- laust hefur almenningi verið ofboð- ið og það hefnir sín ætíð. Ég er viss um að verkamennirnir í Posen hefðu aldrei gert verkfall, að eng- inn þeirra hefði gripið til vopna, að blóði verklýðsbræðra hefði aldrei verið úthellt, ef flokkurinn, ef flokksforystan hefði alltaf sagt þeim sannleikann. Til þess að breyta því, sem slæmt er í lífi okkar, — til að koma atvinnulífinu upp úr því ástandi, sem það er í, — er ekki nóg að breyta um þessa eða hina persónuna. Það er auð- velt. Til þess að útrýma úr stjórn- mála- og atvinnulffi voru öllu því, sem hrúgazt hefur þar upp árum saman og hindrað þróun þess, þarf að gera margar breytingar á kerfi alþýðuvalda vorra, á kerfi iðnaðarskipulagsins, á starfsað- ferðum ríkiskerfisins og flokksins. Leið aukinnar lýðstjórnunar er við okkar skilyrði eina leiðin, sem ligg- ur til sköpunar betri gerðar sósíal- ismans." Gomulka í ræðu í október 1956, er hann tók við forustu sameinaða pólska Verka- mannaflokksins. „Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig, hvernig við getum ratað í slíka ógæfu, hvernig til svona mikilla félagslegra árekstra geti komið, og hví þeir vaxi svo? Eru til vandamál, sem snerta okkar eigin stjórnmál, sem við gátum ekki leyst öðruvísi? Það er skylda okkar að veita flokknum og þjóðinni svar við slfk- um spurningum. Það mun verða erfitt og sjálfsgagnrýnið svar, en það verður greinilegt og satt. Það er nauðsyn að ráðgast almennt við verkalýðinn og menntalýðinn, að halda ( hvívetna þá reglu að taka sameiginlegar ákvarðanir, og efla lýðræðið í flokknum og í starfi æðstu embættismannanna. Síð- ustu atburðir minna oss sárlega á þessi grundvallarsannindi: Flokk- urinn verður ætíð að vera í nánum tengslum við verkalýðinn og þjóð- ina alla, hann má aldrei týna þvf niður að tala sama tungumál og alþýðan." Gierek, í ræðu í desember 1970, er hann tekur við for- ystu flokksins. ★ „Frekja“ verkalýðsins 1942 „Nú þykir mér skörin færast upp í bekkinn.verkamenn eru farnir að kaupa sér hægindastóla.“ Framkvæmdastjóri Vinnuveitendafélagsins 1942 Auðvaldinu ofbauð: Stórlaxinum þótti sjálfsagt að sitja í fínum hægindastól, þegar hann var að braska á daginn. Einnig að setjast í hægindastól, er heim kæmi á kvöldin. En að verka- maður, sem þrælir allan daginn leyfi sér slíkt! Hvílík frekja! 191

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.