Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 2

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 2
Nú kemur álíka offramleiðsla á kjarnorkukafbátum í stað hinna land- föstu kjarnorkuvopna. Hin almenna mengun er þegar að eitra Eystrasalt og Norðursjó, svo fiskur þaðan verði óætur. Með kjarnorkukafbátunum er ekki aðeins stefnt að gereitrun sjávarins og dýranna er þar lifa. — Á eftir kemur það stríð, sú gereitrun, er þessi vopn valda á landi: úrþurrkun mannlífsins. Vér íslendingar liggjum beint við þessari hættu. Vér eigum að rísa upp gegn henni tafarlaust — ekki bíða eftir banahögginu. En um leið og við berjumst fyrir því að varðveita líf þjóðar vorrar og fá sjálfir að ráða landi voru, þá verðum við að gæta þess að láta ekki smekklausa valdamenn eyðileggja það sem enn hefur varðveist af fegurð þess. Nú sækja drottnunargjarnir og smekklausir valdhafar að Tjörninni í Reykja- vík og vilja fá að skemma hana og afskræma með byggingum sér til handa. Það er þegar kunnugt hve takmarkalaus frekja og yfirgangur þessara vald- drottna er og munu þeir einskis svífast til að koma áformum sínum fram. Reykvíkingar eru til allrar hamingju margir vaknaðir til þess að reyna að vernda Tjörnina, en hér mun þurfa harða baráttu til þess að hindra skemmdar- verk, sem eigi væri hægt að bæta um, ef illverkið tækist. íslendingar þurfa því vissulega að vera á verði um land vort og líf þjóðar vorrar á mörgum sviðum, því nú er hættulega og lymskulega að oss sótt. Og þá getur það ráðið úrslitum um líf og frelsi þjóðar vorrar, að ein- mitt hreyfing alls launafólks sé samstæð og sterk og finni til ábyrgðar sinnar sem eina forustuaflið, sem þjóðin getur treyst á. Yfirstéttin, eink- um hernámsherrarnir, spillast af þeim gífurlega auði, sem að þeim safnast, — meðan þrældómur verður æ meir hlutskipti sérstaklega vinnandi kvenna. Það eykir því á hættuna fyrir launafólk og þjóðina alla, að jafnvel skuli vera hætta á þríklofningu verkalýðshreyfingarinnar. Foringjar allra samtaka launafólks þurfa að vera vel á verði gegn þeim freistingum, sem vald og metorð skapa oft hjá þeim, sem alþýðan treystir. Fagleg og pólitísk eining er vinnandi stéttum íslands meiri nauðsyn nú en nokkru sinni fyrr í sögu vorri, — og getur gefið alþýðu meiri lífsgæði og öryggi í aðra hönd, ef alþýðan bara kann að nota tækifærið, því ísland hefur aldrei verið ríkara en nú. Alþýða íslands! Mundu að einingin pólitíska er þinn úrslitamáttur, til að ráða þessu þjóðfélagi og móta stefnuna, hvað auðæfi þess snertir, þér í hag, — útrýma þrældómi og láglaunum úr því ríka íslandi. 178

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.