Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 28

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 28
ÓLAFTJR TH. ÓLAFSSON: Guðmundur Björnsson veggfóðrari f. 5. apríl 1904 — d. 7. okt. 1987 Mummi, eins og mér var tamast að kalla hann var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Jónínu Jensdóttur og Björns Björnssonar veggfóðrara. Hann lærði iðnina, eins og tveir bræður hans, af föður sínum og vann síðan við hana lengst af og þá mest í félagi við bróður sinn Jóhannes. Þriðji bróðirinn, sem vann við þessa sömu iðn var Guðjón. En áður var Guðmundur búinn að stunda ýms störf, þar á meðal sjómennsku. Sigldi á íslenskum og norskum flutningaskipum og var seinast á gamla Gullfossi. Hann fór víða þegar hann var til sjós — sagðist hafa komið til fjórtán landa. Mummi geröist snemma róttækur og gekk fljótlega í Kommúnistaflokkinn við stofnun hans 1930. Þegar ég spurði hann einhverntíma að því, hvers vcgna hann hefði orðið svona mikill kommi, svaraði hann því til, aö ef til vill hefði hann séð eymdina, þegar hann kom í erlendar hafnarborgir. Sagðist svo hafa farið að bera þetta saman við ástandið hcima. Eitt sinn þegar ég var aö spyrja hann um pólitíkina eins og hún var þegar hann var ungur, sagöi hann mér frá Dreifi- bréfsmálinu svokallaða 1941. Sagöi hann að það mál hefði ekki síst oröið til að herða sig í baráttunni. Málið var í aðal- atriðum þannig vaxið, að nokkrir menn dreifðu fjölrituðu bréfi á ensku meðal breskra hermanna, sem gengið höfðu í uppskipunarvinnu Dagbrúnarmanna, sem voru í verkfalli. Voru átta menn hand- teknir ólöglega í kjölfar þessa og þrír þeirra sendir til Englands í fangelsi. Eða þá Gúttóslagurinn 1932. Sagði Mummi, að sá atburður hefði hert marg- an manninn, sem þar barðist fyrir brauði sínu og er áreiðanlega ómögulegt fyrir okkur, sem nú erum á dögum aö setja okkur í spor þess fólks, sem þar barðist. En svo undarlegt sem það gæti ef til vill virst einhverjum þcirra, sem les þetta, þá var Mummi, þessi eldrauði kommi, inni- lega trúaður. Trú hans fólst kannski með- al annars í því sem hann sagði einhvern tíma: „Já, ef það hefði nú verið farið eftir því sem hann sagði smiössonurinn“. Svo var hann Mummi mikill áhuga- maður um „spítritisma“. Reyndar var hann mjög næmur á því sviði — hafði miðilshæfileika. Einnig hafði hann niikla trú á draum- um og heyröi ég hann oft segja frá draum- um sínum; m.a. í hverjum honum fannst hann koma á ýms tilverusvið. í því sam- 204

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.