Réttur


Réttur - 01.10.1987, Qupperneq 32

Réttur - 01.10.1987, Qupperneq 32
Það blóð, sem þeir þjóð vorri útsugu at', það orkar ei tíðin að hylja: Svo tókst þeim að meiða hana meðan hún svaf og mjög vel að hnupla og dylja; og greiðlega rit vor þeir ginntu um haf — Það geingur alt lakar að skilja.* Hví myndi þó ísland ei minnast á hann, sem meira en flestir því unni, sem hvatti þess dreingi, sem dreingur því vann og dugði því alt hvað hann kunni, og hjálpaði að reisa við helgidóm þann, sem hruninn var niður að grunni. Því Iætur það börnin sín blessa þann manni og bera sér nafn hans á munni.“ Hin dönsku yfirvöld urðu Þorsteini reið fyrir kvæði þetta og var Þorsteini stefnt fyrir háskólaráð til að hljóta harða á- minningu vegna Ijóðsins. — Og mun sú áminning meðal annars hafa gert Þor- steini námið í Höfn erfiðara en ella hefði orðið. En það er til uppkast að kvæði, er Þor- steinn orti eftir þessa áminningu frá þeim voldugu háskólaherrum. En það kvæði fuilkomnaði hann aldrei og eru partar úr því aðeins til í vasabók hans. Árið 1925 fékk ég tækifæri til þess að skrifa þetta uppkast og síðar, er Siguröur prófessor Nordal reit formálann að 4. útgáfu Þyrna, gat ég lánaö honum þessa afritun, svo hann gæti birt part af uppkasti þessu í for- mála, en þar sem þetta var í miðju síðasta stríði voru handrit öll, sem Landsbóka- * Hér mun Þorsteinn liöggva í vanmátt ýmsra Dana til aö skilja handritin og mun Wimmer prófessor sérstaklega hafa reiðst þessu. safnið geymir, flutt á öruggan stað austur í Árnessýslu, svo erl'itt var að fá aðgang að slíku þá. Nú skal birta fyrstu vísurnar í uppkasti, en Réttur vonast til að geta síðar birt uppkastið allt: Þið hélduð meðan hryðjan stóð það hug minn sárast skæri hve aumur ég og íslands þjóð hjá ykkar hátign væri. Nei, annað hvarf í hug minn þá ég hugði á Jótlandsskaga þar opin öllum lýðum lá hin langa raunasaga. 208

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.