Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 43

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 43
spekin yrði tekin til uinræðu. Hann færð- ist í aukana. — Jæja, hvað segirðu þá um upphafið? — Hvaða upphaf? spurði kandídatinn og hafði ekki skilið spurninguna. Hann horfði rannsakandi á Gléb. — Upphaf anda og efnis. Gléb kastaði hanskanum. Kandídatinn tók hanskann upp. — Þar gildir það sama og annarsstað- ar, sagði hann brosandi. Efnið kom fyrst. — En andinn? — Andinn? Hann keniur á eftir. Hvað með það? — Það er kannski ekkert merkilegt? Þú verður að fyrirgefa okkur, við erum víðsfjarri miðstöðvum þjóðfélagsins. Okkur langar að ræða málin, en það er ekki hlaupið að því, maður hefur engan að tala við. Hvernig skilgreinir heimspek- in hugtakið þyngdarleysi nú á dögum? — Einsog hún hefur alltaf skilgreint það. Hversvegna ætti það að veía eitt- hvað öðruvísi nú á dögum? — Þetta fyrirbæri var uppgötvað fyrir skömmu, þessvegna spurði ég nú. Náttúru- heimspekin skilgreinir það á sinn hátt og herstjórnarheimspekin gerir því allt önn- ur skil... — Það er ekki til neitt sem heitir her- stjórnarheimspeki! sagði kandídatinn brosandi. — Gott og vel, en díalektík náttúrunn- ar er þó til, hélt Gléb áfram. Athygli allra viðstaddra beindist nú að honum. Og heimspekin skilgreinir náttúruna. Það er stutt síðan þyngdarleysið var uppgötvað sem eitt af fyrirbærum náttúrunnar. Og því spyr ég: hefur þessi uppgötvun ekki ruglað heimspekinga í ríminu? Kandídatinn skellihló. En hann hló einn. Til að firra sig vandræðum kallaði hann á konu sína: — Valja, komdu hingað! Við eigum hér dálítð undarlegar samræður! Valja gekk að borðinu. Konstantín ívanovits leið óþægilega, enda mændu karlarnir á hann og biðu eftir að hann svaraði spurningunni. — Látum okkur nú sjá, sagði hann al- varlegur í bragði. Um hvað erum við að tala? Hvert er umræðuefnið? — Ágætt. Önnur spurning: hver er þín persónulega skoðun á galdraiðkunum sumsstaðar í norðurhéruðunum? Kandídatarnir hlógu. Gléb beið meðan þau hlógu. — Að sjálfsögðu er hægt að láta sem þetta vandamál sé ekki til. Ég skal með ánægju hlæja ykkur til samlætis. Hann brosti hæðnislega. En þar með er ekki sagt að vandinn sé úr sögunni, eða hvað? — Ertu að tala í alvöru? spurðu Valja undrandi. — Rétt til getið. Gléb reis upp til hálfs og kinkaði kolli virðulega. Þetta er að sjálfsögðu ekkert alheimsvandamál, en frá okkar bæjardyrum séð væri fróðlegt að vita... — Hver er þá spurningin? hrópaði kandídatinn og var að missa þolinmæð- ina. — Þín skoðun á galdravandamálinu, sagði Valja og gat ekki stillt sig um að hlæja. En hún áttaði sig brátt og sagði við Gléb: Fyrirgefðu. — Það var ekkert, sagði Gléb. Ég sé að ég hef kannski ekki borið fram spurn- ingu sem snertir ykkar sérsvið. — Þetta vandamál er bara ekki til! hreytti kandídatinn út úr sér. Nú var komið að Gléb að hlæja. Hann dró sína ályktun af svarinu: — Jæja þá, svo það er ekki til! Hestin- um léttir, þegar kerlingunni er hent niður af vagninum! hélt hann áfram. Vanda- 219

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.