Réttur


Réttur - 01.10.1987, Qupperneq 16

Réttur - 01.10.1987, Qupperneq 16
skoðanir okkar féllu mjög um sama farveg, hún fylgdi syni sínum að málum af alhug. Af því tilefni vekst upp fyrir mér minning frá 1. maí 1953 (að mig minnir), þann dag bar ég rauða fánann í fylkingar- brjósti kröfugöngunnar, félagi minn einn bar íslenska fánann til annarrar handar göngunnar. Þennan 1. maí flutti Eðvarð Sigurðsson aðalræðuna á útifundinum á Lækjartorgi. Við fánaberar stóðum hon- um til beggja handa. Þá veitti ég því at- hygli að móðir Eðvarðs stóð framarlega í mannþrönginni og horfði og hlustaði á son sinn flytja ræðu dagsins, ég sá að hún leit aldrei af honum sínum kærleiksríku augum en fylgdist með hverju orði af lífi og sál. Sonur hennar var að flytja alþýðu íslands boðskap og áskoranir um að herða baráttuna fyrir bættum kjörum, bjartari framtíð. Þegar Eðvarð hafði lok- ið ræðu sinni gekk hann til móður sinnar, ég sá þau takast í hendur og leiðast út úr mannþyrpingunni. Hann kom fljótlega til baka, skyldan við heimilið var svo ná- tengd skyldunni við hugsjónina háleitu, lífsstarfið. Eins og hann unni íslenskri náttúru í allri sinni fegurð, var hugsjón hans um fegurra mannlíf hans lífsstíll. í því sem öðru voru móðir og sonur eitt. í Litlu-Brekku á Grímsstaðaholtinu í Reykjavík var heimili Eðvarðs í full 60 ár, bærinn var torfbær, byggður úr grjóti, strengjum og klömbruhnausum með grasi grónu torfþaki og „hvít með stofuþil“, innan dyra var allt þiljað í hólf og gólf, þarna bjuggu foreldrar Eðvarðs, fluttu þangað á vordögum 1906, hjónin Ingi- björg Jónsdóttir frá Nýjabæ í Garði, Miðneshreppi, GuIIbringusýslu og Sig- urður Eyjólfsson frá Nýjabæ í Landbroti, Kirkjubæjarhreppi, V.-Skaftafellssýslu. Hjónin Ingibjörg og Sigurður eignuðust 9 börn, tvö af þeim dóu í bernsku, tveimur var komið í fóstur hjá skyldmennum í Garðinum, fimm ólust upp í Litlu-Brekku. Sigurður Eyjólfsson var sjómaður eins og flestir verkfærir verkamenn á þeim tíma, hann lést úr lugnabólgu á árinu 1921 frá börnunum sínum ungum. Þá gekk Ingibjörg með níunda barn þeirra hjóna. Ekki þarf að leiða að því getgátum þvílíkt áfall fráfall Sigurðar var fyrir Litlu-Brekku heimilið þar sem Ingibjörg stóð uppi með fjögur börn á palli, tvö í fóstri og níunda barnið hennar í vændum. Tekjurnar sem Sigurður hafði borið heim óskertar féllu niður og ekkert kom í staðinn, tryggingar voru engar og fátæk alþýðuheimili á allar hliðar. Eðvarð var ellefu ára þegar faðir hans dó, hann, barnið, skildi þá strax hvað á honum hvíldi gagnvart móður hans og systkinum. Hann reis því snemma úr rekkju hvern morgun og fór út að leita sér að vinnu og þá helst í fiski og hvað annað sem til féll og ellefu ára gamall drengur sá sér fært að vinna. Fyrir kom að hann fékk sendilstörf tíma og tíma en þau störf voru illa launuð og því sleppi hann engu því handtaki sem gaf ögn skárri tekjur. Eð- varð hætti í barnaskóla þegar eftir voru tveir vetur, hann varð að vinna fyrir heim- ilinu og það gerðu þau systkini hans sem til þess höfðu aldur og heimilið bjargaðist af og þó oft við lítinn og skorinn skammt. Þannig liðu ungdómsárin og síðan skall kreppan yfir á árinu 1929, þá var Eðvarð 19 ára, hann kynntist því atvinnuleysinu í sinni dekkstu mynd. Árið 1930 gekk hann í Dagsbrún og varð fljótlega einn virkasti andstöðumaður þeirrar kyrrstöðustjórnar sem þá var þar við völd. Þó Eðvarð yrði að hætta í barnaskóla til þess að afla Litlu-Brekku heimilinu tekna, þá hætti hann ekki að lesa og læra 192

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.