Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 6
6 7. mars 2009 LAUGARDAGUR BORGARSTJÓRN Óskar Bergsson, for- maður borgarráðs, og Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, segja að þeir hafi engin afskipti haft af samningagerð um uppbyggingu á Höfðatorgi eða samningum um leigu borgarinnar á húsnæði þar. Ólafur F. Magnússon borgar- fulltrúi setti fram fyrirspurn um málið á síðasta borgarráðsfundi. „Það mun koma fram í svari borgarstjóra í næstu viku að aðkoma mín að þessum samningi við Höfðatorg var engin, hvorki formleg né óformleg. Þetta kom líka fram í umræðum í borgar- stjórn á þriðjudag og hefur marg- oft verið svarað,“ segir Óskar. Vegna fullyrðinga Ólafs um að Óskar hafi neitað að færa fyrir- spurn hans til bókar á þarsíðasta fundi borgarráðs segir Óskar að fyrirspurnin hafi á þeim tíma- punkti ekki verið tæk til afgreiðslu þar sem hún hafi að hluta fjallað um atriði sem ekki sé á færi stjórn- kerfis borgarinnar að svara. „Ég er farinn að fá það á tilfinn- inguna að það sé ekki gott á milli Óskars og Ólafs F. Magnússonar,“ segir Björn Ingi Hrafnsson. „Hins vegar er það þannig að ég kom að þessu máli sem kjörinn fulltrúi í borgarráði og greiddi þar atkvæði en ég hafði ekki neina aðkomu að samningunum að öðru leyti. Ég sat enga fundi með þessum aðilum og tók ekki þátt í vinnslu málsins og á engin tengsl við þetta fyrirtæki.“ - gar Óskar Bergsson og Björn Ingi Hrafnsson um þátt borgarfulltrúa Framsóknar: Sömdum ekki við Höfðatorg BJÖRN INGI HRAFNSSON OG ÓSKAR BERGSSON Þeir segjast ekki hafa samið við Höfðatorg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PRÓFKJÖR SAMFYLKINGARINNAR Í REYKJAVÍK UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLA HEFST Í DAG Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag, laugardaginn 7. mars í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar á Skólabrú við Austurvöll og stendur til 13. mars. Þeir sem ekki eiga heimangegnt á kjördag, hafa ekki aðgang að tölvu, nota ekki heimabanka eða vilja kjósa með gamla laginu á pappír, er velkomið að kjósa utan kjörfundar. Kjörstaðurinn verður opinn kl. 14-20 alla daga. Kosningarétt hafa félagar í Samfylkingarfélögunum í Reykjavík sem voru skráðir félagar þann 28. febrúar 2009 og eiga lögheimili eða hafa kosninga- rétt í Reykjavík. Aðstoð við kosninguna er á kjörstað. Kynningardagur frambjóðenda verður á morgun, sunnudaginn 8. mars kl. 14-18 í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar á Skólabrú við Austur- völl. Frambjóðendur bjóða kjósendur velkomna, kynna sig og sín hjart- ans mál og svara spurningum kjósenda. Ilmandi kaffi og heimabakað góðgæti gegn hóflegu framlagi í kosningasjóð. Allir velkomnir! Nánari upplýsingar á samfylking.is og í síma 414 2200. Kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík DÓMSMÁL Hafskipsmenn hafa kært ákvörðun ríkis- saksóknara um að rannsaka ekki Hafskipsmálið frek- ar, með stjórnsýslukæru til dómsmálaráðherra. Þau Björgólfur Guðmundsson, Páll Bragi Kristjóns- son, Helga Thomsen (ekkja Ragnars Kjartanssonar), Þórður H. Hilmarsson og Helgi Magnússon höfðu beðið um rannsókn á meintum brotum í dómskerfinu, sem hafi verið framin við meðferð Hafskipsmálsins svokallaða, um miðjan níunda áratuginn. Hinn 8. október féllst ríkis-saksóknari á að rann- saka málið, á grundvelli lagagreinar sem nú hefur verið felld niður. Niðurstaða hans varð síðan sú að ekki væri ástæða til að rannsaka málið frekar. Kröfð- ust Hafskipsmenn þess þá að ný ákvörðun yrði tekin, sem ríkissaksóknari hafnaði. „Við grundvöllum kæru okkar á því að öll skilyrði laganna sem kæran er upphaflega byggð á séu upp- fyllt,“ segir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður. Ríkis- saksóknari hafi ekki rannsakað málið í skilningi laga. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir rann- sóknarbeiðnina ekki hafa leitt neitt í ljós sem gæfi til kynna refsiverð brot hjá þeim sem átti að rannsaka. „Og ég hef rökstutt það á nítján síðum að ekki sé til- efni til frekari rannsóknar.“ Fyrrgreind heimild til rannsóknar hafi verið sér- kennileg. „Auðvitað er það ekki eðlileg rannsókn að rannsaka mál sem eru fyrnd og verður aldrei komið með fyrir dóm,“ segir Valtýr. - kóþ Valtýr Sigurðsson minnir á að Hafskipsmálið sé fyrnt og fari aldrei fyrir dóm: Hafskipsmenn kæra ríkissaksóknara TVEIR HAFSKIPSMANNA Björgólfur Guðmundsson og Páll Bragi Kristjónsson eru meðal þeirra sem hafa kært ríkissaksóknara fyrir að rannsaka ekki Hafskipsmálið nægilega vel. UMHVERFISMÁL „Sveitarstjórn leggst gegn friðlýsingu hvann- stóðs undir Reynisfjalli þar sem ekki verður séð að hvönn eða sniglinum brekkubobba sé nokkur hætta búin af manna völdum og skiptar skoðanir eru meðal íbúa um ágæti friðlýsinga sem þegar eru í gildi í Mýrdalshreppi,“ segir í umsögn sveitarstjórnar Mýr- dalshrepps sem gefinn var kostur á að skila umsögn um þingsálykt- unartillögu um náttúruverndar- áætlun fyrir árin 2009 til 2013. Í tillögunni er meðal annars gert ráð fyrir að friða hvannstóð undir Reynisfjalli þar sem er búsvæði brekkubobba. - gar Friðunartillögu hafnað: Telja hvönn og bobba óhætt FÓLK „Ég er svekkt. Maður hefur reynt að standa sig og gera allt eftir kúnstarinnar reglum en fær þetta samt í hausinn,“ segir Solveig Thelma Einarsdóttir sem fær ekki að flytja bílinn sinn með sér úr landi. Solveig kveðst hafa keypt sér Toyota Aygo fyrir þremur árum. Á bílnum sé verðtryggt lán til sex ára. Í apríl á hún pantað far með Norrænu til Noregs þar sem hún ætlar að freista gæfunnar. En babb er komið í bátinn. Tryggingamið- stöðin, þar sem Solveig er með tryggingu og lán hjá Elísabetu, bannar henni að fara með bílinn. „Ég er búin að borga af bílnum í þrjú ár, á fasteign á Íslandi og hef aldrei verið í vanskilum eða beðið um frystingu á lánum. Samt synja þeir mér um grænt kort á bílinn,“ segir Solveig sem kveðst hafa feng- ið þau svör að það sama gilti um alla. „Í dag er bílum ekki hleypt í Norrænu nema menn fái grænt kort sem þarf að sækja um hjá trygg- ingafélaginu og það fær maður ekki nema vera alveg skuld- laus. Það er fjöldi fólks sem veit ekki um þetta.“ Solveig, sem er hársnyrtir, hyggst vera þrjá mánuði í Noregi til að byrja með og kveðst þegar hafa starfs- viðtöl í hendi. „Ef vel gengur hef ég hugsað mér að vera áfram svo ég geti nú borgað af bílnum,“ segir Solveig sem lítur nú á smábílinn sinn sem hreina átthagafjötra til viðbótar við gjaldeyrishöft sem hindri Íslendinga í að koma undir sig fótunum erlendis. Jón Páll Leifsson, rekstrar- stjóri Elísabetar, segir trygg- ingafélagið byggja á skilmálum skuldabréfa vegna bílalána. Þar er meðal annars kveðið á um að ef veð rýrnar eða hann er flutt- ur úr landi án skriflegs samþykk- is skuldareigandans sé öll skuldin fallin í gjalddaga. „Á grundvelli þessa ákvæðis byggist synjun félagsins á beiðni lántakanda hverju sinni um að flytja veðsettan bíl úr landi,“ segir Jón Páll og tekur fram að afgreiðsla máls Solveigar sé í sam- ræmi við það sem tíðkist hjá öðrum bílalánafyrirtækjum. Jón Páll segir að félagið verði að geta gengið að veðinu ef til van- skila komi. Sé veðið í bílnum sjálf- um leiði það til verulega aukinnar áhættu að leyfa flutning hans úr landi. „Það er kunnara en frá þurfi að segja hversu tafsamt og kostn- aðarsamt það getur reynst fyrir kröfuhafa að þurfa að innheimta kröfur á skuldara sem reynist vera búsettur utanlands svo ekki sé minnst á þann kostnað og fyrir- höfn sem því mundi fylgja að nálg- ast hina veðsettu eign til að ganga að tryggingunni sem í veðinu er fólgin þegar það hefði verið flutt úr landi.“ gar@frettabladid.is Bíllinn í farbanni þó að lánið sé í skilum Solveig Thelma Einarsdóttir segist hafa staðið í skilum af láni á smábílnum sín- um en fær samt ekki að fara með hann úr landi til að freista gæfunnar í Nor- egi. Verðum að geta gengið að veðinu, segir rekstrarstjóri tryggingafélagsins. SOLVEIG THELMA EINARSDÓTTIR Ætlar með þriggja ára son og kærastanum til Nor- egs en fær ekki að taka bílinn með sér. Hún segir lítið gagn af því að halda áfram að borga af bíl sem hún má ekki nota. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Auglýsingasími – Mest lesið JÓN PÁLL LEIFSSON Hefur þú misst vinnu eða starfs- hlutfall þitt verið skert nýlega? Já 33,6% Nei 66,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Líst þér vel á aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í atvinnumálum? Segðu skoðun þína á Vísir.is KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.