Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 07.03.2009, Qupperneq 12
 7. mars 2009 LAUGARDAGUR Hvernig fæ ég yfirsýn yfir útgjöld heimilisins? Eru skuldabréf málið í dag? Hvort er betra að spara í verðtryggðu eða óverðtryggðu í dag? Er munur á nafn- og raunvöxtum? Hver er munurinn á vara- og neyslusparnaði? Get ég hætt að vinna við 65 ára aldur? Af hverju losna ég aldrei við yfirdráttinn? Hvernig næ ég tökum á fjármálunum? Hvað er verðtrygging og hvernig virkar hún? H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 2 5 4 Mikil aðsókn á fjármálanámskeið Undanfarið hefur Íslandsbanki í samstarfi við Opna háskólann í Háskólanum í Reykjavík boðið fjármálanámskeið fyrir almenning. Námskeiðin hafa mælst mjög vel fyrir og viðtökurnar verið framar vonum. Enn eru nokkur námskeið eftir og hvetjum við áhugasama til að skrá sig sem fyrst. Markmið námskeiðsins er að veita ráðleggingar um flest sem snýr að fjármálum fjölskyldunnar. Þátttakendur verða fræddir um sparnað, lán, efnahagsreikning heimilisins, heimilisbókhald, fjárfestingar, lífeyrissparnað og margt fleira. Námskeiðin fara fram í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, og eru öllum opin. Hvert námskeið stendur í 3 klst. og þátttökukostnaður er 1.000 kr. eða 1.000 punktar í Vildarklúbbi Íslandsbanka. Nánari upplýsingar á islandsbanki.is/fjarmalanamskeid. Næstu námskeið: Laugardaginn 7. mars Kl. 10.00–13.00 - UPPSELT Miðvikudaginn 11. mars Kl. 17.15–20.15 Laugardaginn 14. mars Kl. 10.00–13.00 Miðvikudaginn 18. mars Kl. 17.15–20.15 Laugardaginn 21. mars Kl. 10.00–13.00 Skráning á www.opnihaskolinn.is eða í síma 599 6394. SÚDAN, AP Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna ætlar að kanna hvort ákvörðun Súdans- stjórnar um að reka erlent hjálp- ar-starfsfólk á brott úr landinu teljist mannréttindabrot. „Að svipta vitandi vits svona stóran hóp fólks öllum mögu- leikum sínum til að komast af er ömurlegur verknaður,“ segir Rupert Colville, talsmaður mann- réttindafulltrúans Navi Pillay. Lífi þúsunda manna er ógnað vegna brottreksturs þrettán stærstu hjálparsamtakanna frá Súdan. Stjórn landsins ákvað að gera þetta eftir að Alþjóðlegi saka- dómstóllinn í Haag gaf út hand- tökuskipan á hendur Omar al- Bashir forseta vegna stríðsglæpa í Darfúrhéraði. Alþjóðaheilbrigðisstofnun n segir að þetta þýði að stórt gat myndist í öllu eftirliti með útbreiðslu sjúkdóma, sem gæti orðið til þess að smitsjúkdóma- faraldrar fari á kreik án þess að nokkur viti af. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að flóttamanna- búðir handan landamæranna í Tsjad séu illa undir það búnar að taka á móti miklum mannfjölda í viðbót við þá sem fyrir eru. Súd- ansstjórn sakar hjálparstofnanir um að starfa með dómstólnum og dæla í hann röngum upplýsingum um ástandið. Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að þessi ákvörðun Súdansstjórn- ar muni valda óbætanlegu tjóni á starfi hjálparstofnana í Darfúr- héraði og hvetur stjórnina til þess að endurskoða þessa ákvörðun. Að minnsta kosti 2,7 milljón- ir manna hafa hrakist að heiman vegna átakanna og hafast flestir við í flóttamannabúðum, ýmist í Darfúrhéraði eða rétt handan landamæranna í Tsjad. Ban segir að 4,7 milljónir manna í Súdan þiggi aðstoð frá hjálpar- stofnunum. Samkvæmt ákvörðun stjórn- valda þurfa nú 40 prósent allra hjálparstarfsmanna í héraðinu að hafa sig úr landi. Samkvæmt Sameinuðu þjóðun- um hafa 76 sjálfstæð hjálparsam- tök sinnt íbúunum í Darfúr auk allra helstu hjálparstofnana Sam- einuðu þjóðanna. gudsteinn@frettabladid.is Lífi þúsunda stefnt í voða Brottrekstur hjálparstarfsfólks frá Súdan veldur óbætanlegu tjóni á hjálparstarfinu í landinu. Súdansstjórn hvött til að endurskoða ákvörðun sína. BÖRN Í FLÓTTAMANNABÚÐUM Alls þurfa um 4,7 milljónir manna í Súdan á aðstoð hjálparstofnana að halda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND Míkhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi formaður sovéska Kommúnistaflokksins, líkir flokki Vladimírs Pútín, Samein- uðu Rússlandi, við kommúnista eins og þeir gerðust verstir þegar hann var við völd. Þá segir hann að sjálfstæði og frelsi löggjafar- valdsins og dómsvaldsins í Rúss- landi hafi ekki verið tryggt. Gorbatsjev ræddi við frétta- stofu AP í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að Sovétríkin hófu að riða til falls. Hann vonast til að Rússland, Úkraína, Kasak- stan og Hvíta-Rússland myndi nýtt sambandsríki þegar fram líða stundir. - bs Gorbatsjev gagnrýnir Pútín: Eins og versti kommi MÍKHAÍL GORBATSJEV Hann segir Pútín vera eins og versta kommúnísta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.