Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 22

Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 22
22 7. mars 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Einar K. Guðfinnsson skrifar um skila- skyldu á matvælum Leitarvefurinn Google er mikið þarfaþing. En ofurtrú á þessa undratækni getur leitt menn á villubrautir, eins og dæmin sanna hjá bergsteini@frettabladid.is, sem skrifar dálkinn Frá degi til dags í Fréttablaðið sl. miðvikudag. Þar víkur hann að þingsályktunartillögu þar sem ég er fyrsti flutningsmaður og allmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru meðflutnings- menn að, um skilaskyldu á matvælum. Hann vitnar í greinargerð tillögunnar þar sem sagt er að mikil umræða hafi átt sér stað um skilaskylduna, fer á Google, fær sjö niðurstöður og dregur í efa að það sé til marks um að mikil umræða hafi farið fram um þetta mál. Hér skýst hinum skýra dálkahöfundi og er sjálf- sagt að varpa betra ljósi á málið. Skilaskyldan felur það í sér að verslunareigandi getur krafist þess að framleiðandi taki til baka vörur sem eru að nálg- ast síðasta söludag, sér að kostnaðarlausu. Þetta á við um íslenskar matvörur, en ekki þær erlendu. Margir íslenskir matvælafram- leiðendur telja þetta fyrirkomulag skekkja samkeppni mjög. Meðan innlendir framleið- endur þurfi að bera kostnað af þeirri rýrn- un sem hlýst af því að vöru sé skilað, geti sá er flytur inn matvörur, velt ábyrgðinni og kostnaðinum yfir á herðar kaupmannsins. Skemmst er frá því að segja að varla hefur annað mál verið jafn mikið rætt á öllum þeim ótölulegu fundum með bændum og framleiðslufyrirtækjum eins og þetta. Ég hef sjálfur rætt þetta við samkeppnisyfirvöld og þeim er þessi vandi ljós. Þessar umræður hafa ber- sýnilega ekki ratað inn á Google! Það er því ekki að ástæðulausu að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hreyfa við þessu máli. Þetta varðar sanngjarnar leikreglur, samkeppnisstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu og hag neytenda. Þetta er því heldur betur stærra mál en leitarvefurinn Google upplýsti dálkahöfund Fréttablaðsins og athugasemd hans því kærkomið tilefni til þess að varpa ljósi á kjarna málsins og þýðingu þess. Höfundur er alþingismaður, fyrrv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Jú, skilaskyldan er stórmál F orystumenn þeirra tveggja ríkisstjórna sem setið hafa eftir gjaldmiðilshrunið hafa blásið í glæður bjartsýni með því að vísa á traustar undirstöður auðlindanýtingar og landbúnaðar. Veruleikinn er hins vegar sá að þessar greinar geta ekki staðið undir vexti á komandi tíð nema hugsanlega orkuiðnaðurinn þegar horft er lengra fram. Þrátt fyrir þennan kalda veruleika hafa þeir tveir flokkar sem eiga ráðherra í ríkisstjórninni ekki látið af andstöðu gagnvart svokölluðu Íslands-ákvæði Kyoto-bókunarinnar. Þar var viður- kennt að Ísland hafði á undan öðrum þjóðum og fyrir 1990 gert þær ráðstafanir til að draga úr notkun jarðvegseldsneytis sem öðrum þjóðum var gert að stefna að eftir það tímamark. Jafnframt var með þessu ákvæði viðurkennt að virkjun endur- nýjanlegrar orku til stóriðju hér á landi væri þáttur í lausn vand- ans á heimsvísu. Viðhald þessa ákvæðis er því bæði mikilvægt út frá umhverfissjónarmiðum og eins vegna atvinnuhagsmuna í landinu sem aldrei hafa verið jafn ríkir. Fyrrum umhverfisráðherra Framsóknarflokksins fer nú fyrir meirihluta þingmanna með tillögu til þingsályktunar um að ríkis- stjórnin vinni að því á vettvangi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að tryggja þessa mikilvægu hagsmuni landsins. Hér er komin upp sérstök pólitísk staða með því að stefna umhverfisráðherrans nýtur ekki meirihlutastuðnings á Alþingi. Að sumu leyti minnir þetta á stöðu dönsku ríkisstjórnarinnar undir lok kalda stríðsins. Hún var varin vantrausti en hafði ekki þingmeirihluta að baki stefnu sinni um að styðja varnarviðbúnað Atlantshafsbandalagsins í Evrópu. Þessi pólitíska klemma var leyst með svokölluðum neðanmáls- greinum dönsku stjórnarinnar við yfirlýsingar bandalagsins. Það dugði að láta ógert að lýsa stuðningi við stefnuna. Danski utan- ríkisráðherrann þurfti því ekki að fara frá. Svipuð aðstaða var uppi í hvalamálinu á dögunum. Hér er aðstaðan önnur. Umhverfisráðherra þarf að beita sér með virkum hætti og reyndar miklum þunga í alþjóðasamfélaginu til þess að fylgja eftir meirihlutavilja Alþingis. Hjáseta eða óvirk- ur skilaboðaflutningur er ekki fullnægjandi og dugar ekki. Þá vaknar sú spurning hvort umhverfisráðherrann þurfi að víkja af þessum sökum. Í fljótu bragði virðast rök ekki standa til þess. Hann sýnist hafa traust meirihluta þingsins í öðrum málum. Í ljósi þingræðisreglunnar er hann hins vegar vanhæfur til að fara með þetta einstaka mál. Vanhæfisreglur stjórnsýsluréttarins eiga að vísu ekki beint við í tilvikum sem þessum. Eðlilegt hlýtur þó að teljast að eins sé farið að þegar ráðherra verður vanhæfur til meðferðar einstaks máls gagnvart þingræðisreglunni og sýnt er að þörf er á virk- um athöfnum af hans hálfu til að fullnægja skyldum gagnvart henni. Í því ljósi væri rétt að forsætisráðherra setti sérstakan ráð- herra til þess að fara með þetta einstaka mál í samræmi við þingviljann. Það gæti verið annar af utanþingsráðherrum stjórn- arinnar, maður utan þings og stjórnar eða þingmaður úr hópi flutningsmanna tillögunnar. Aðalatriðið er að meirihluti Alþingis geti treyst því að ráðherrann framfylgi stefnu þingsins í sam- ræmi við eigin sannfæringu. Önnur framganga er ótrúverðug. Nú reynir á virðinguna gagnvart Alþingi. Vanhæfi í einstöku máli vegna þingræðisreglu: Setja ber ráðherra ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Sögur af spilltum valdhöfum Afríkuríkja hafa löngum komið óorði á álfuna, alls konar Bókassar og Múbassar vaðið uppi og sölsað undir sig heilu ríkin, blóðmjólkað í óhófslífi og skotið undan fúlgum fjár í skattaskjól. Skattborgarar þessara landa vita að þeim er ætlað að greiða „lánin“ sem þjófarnir tóku. En spilling birtist því miður ekki bara í formi svona stórþjófa. Hún er lúmskari en svo. Ímyndum okkur lítið land í Afr- íku sem fékk sjálfstæði eftir síð- ari heimsstyrjöld. Landið heitir Einangrun (Isolation). Lýðræðis- hefð var lítil en persónupólitík alls konar höfðingja ráðandi þótt látið væri heita að ,,stjórnmála- flokkar“ kepptust um völdin. Lýð- veldið var svo óheppið að lenda strax í kapphlaupi risaveldanna og fékk útlenda herstöð í vöggu- gjöf. Um veru þessa erlenda hers var hægt að þræta endalaust og því fátt um gagnlega hluti talað meðan landinu lá á að þróast. Það sem verra var, lýðveldið unga svalg í sig herstöðvagróða gegn- um klíkur. Tveir ráðandi flokkar undir sterku höfðingjaveldi skipulögðu einokunarfyrirtæki fyrir vildarvini og sáu til þess að enginn græddi á hernum nema nokkrar forríkar fjölskyldur. Þær studdu flokkana að launum. Sama fyrirkomulagi var komið á við olíuverslun og margs konar gróðavænlegan innflutning sem háður var haftastjórn. Á þessum frumvaxtarárum var óðaverðbólga. Bönkum var stýrt af ríkisvaldinu með þeim hætti að sparnaður almennings brann upp meðan bandamenn í pólitíska kerfinu fengu niðurgreitt fé. Þar voru allir „stjórnmálaflokkarnir“ í samansúrruðu klíkuveldi. Höfð- ingjum kom vel saman í banka- ráðum. Einangrun lenti í því sama og mörg önnur smáríki sem eiga eina mikilvæga auðlind: Hagkerf- ið stóð bara á einum fæti. Mörg lönd hafa lent í svona klemmu, sem er merkileg þversögn, að ein mikilvæg náttúruauðlind veldur í raun þróunartjóni fyrir hagkerfið í heild. Skiptir ekki máli hvort um er að ræða olíu, kopar, eða fisk ef menn vanda sig ekki. Fræðimenn hafa sýnt fram á að þetta leiði ekki bara til hagstjórnarvanda, heldur pólitískrar spillingar. Ungir frumkvöðlar og athafna- fólk sáu að besta leiðin til auðs og valda var í gegnum flokka- kerfið og með því að fá aðgang að ódýru fjármagni til að kaupa sig inn í auðlindina. Þannig gat það gerst að fólk fékk meira en 100% lán til að fjárfesta í vinnslutækj- um, meðan aðrar atvinnugrein- ar áttu í vök að verjast. Framtak, sköpun og dugnaður fór í að koma sér fyrir í spillingarkerfinu en ekki í uppbyggingarkerfinu. Ein- angrun varð því misþroska efna- hagslega og pólitískt. Að lokum fór svo í Einangrun að mikilvæg- asta auðlind ríkisins var einka- vædd handa þeim sem áður höfðu tryggt sér aðgang að henni gegn- um Kerfið. ,,Kerfið“ var í hugum landsmanna jafn alræmt og aðrar efnahagsmafíur og stundum kall- að ,,Flokkurinn“ þótt ætti að heita að flokkarnir væru margir. Það var algengt í Afríku að auðlindir færðust undir einræði eða klíku- veldi, og síðan undir ,,einkafram- tak“ án þess að þjóðin sjálf fengi gjald af. Lesa má hroðalegar lýs- ingar af svona arðráni í Afríku og mörgum blöskrað. Íslending- ar voru svo heppnir að fiskurinn í sjónum er lagalega skilgreindur ,,sameign þjóðarinnar“. Verra tók við í Einangrun. Bankakerfið var fært úr ríkiseign í klíkueign með svokölluðum „einkavæðingaráformum“. Póli- tískir vildarvinir ráðandi flokka (sem furðulegt nokk, voru sömu flokkarnir og skiptu með sér her- manginu og auðlindinni) fengu bankanna gefna. Fræðimenn hafa fjallað um þetta land. Menn reyna nú að átta sig á er hvernig svona vanþróað ríki getur komist á lapp- irnar. Menn sjá í fréttatímum alþjóðlegra gervihnattastöðva að eldar loga við þinghúsið og múgur gerir aðsúg að lífvörðum ráðamanna; Einangrun er eins og hvert annað Sierra Leóne eða Kongó. Margir óttast að endur- reisn sé ómöguleg því í embættis- mannaveldi og í „stjórnmála- flokkum“ sé samtrygging fyrir því að breyta ekki fornum hátt- um. Ríki sem veita þróunar- aðstoð velta því fyrir sér hvort upp á þetta land sé púkkandi enda kemur það óorði á Afríku. Á þessu vori horfa menn með nokkurri von um að í tveimur Afríkuríkjum verði stigin veik- burða spor í átt til lýðræðisvæð- ingar: Í Suður-Afríku þar sem verða forsetakosningar og í Mal- aví. Í báðum löndum á lýðræði innan við 20 ára sögu. Í Einangr- un er enn ein kosningabarátt- an hafin: „Gerum nafn landsins að kjörorði þess,“ segja þeir sem vilja loka landinu fyrir utanað- komandi áhrifum svo ekkert breytist. Sem betur fer dettur engum í hug að gera nafn Íslands að kjörorði enda yrði þá allt botn- frosið, bæði hagkerfi og pólitík. Já, það er margt bölið í henni Afr- íku. Höfundur starfar fyrir Þróunar- samvinnustofnun í Namibíu. Spilling í Afríku? STEFÁN JÓN HAFSTEIN Í DAG | Stjórnmál EINAR K. GUÐFINNSSON Ofeldið launað Guðmundur Magnússon, ritstjóri Eyjunnar, reynir að hafa hemil á búpeningi sínum, en nokkrir vænir kálfar í bloggbásum vefsins launa síðuhöldinum nú ofeldið með bauli um pólitíska slagsíðu hans. Guð- mundur sá sér þann kost vænstan að taka á þessu máli í bloggfærslu í gær. „Stundum er eins og frambjóðendur í prófkjörum og til þings og sveitarstjórna – og erindrek- ar þeirra – missi jafnvægis- skynið og glutri niður heilbrigðri dómgreind í orrahríðinni. Þeir sjá samsæri út um allt, ekki síst í fjölmiðlun- um,“ skrifar Eyjubónd- inn. Spurning hvort þetta sé til þess fallið að róa æstustu bolana á Eyjunni, til dæmis þennan á Vesturgötunni, sem sér bara rautt. Takmörkuð alsýn Ísafjarðarbær réð á dögunum ráðgjafarfyrirtækið Alsýn til að gera úttekt á atvinnumöguleikum í bænum. Skýrsla fyrirtækisins var kynnt í gær en á vef Bæjarins besta var sagt frá því að lokaskýrsla fyrir- tækisins mætti ekki koma fyrir sjónir almennings og væri merkt sem trúnaðarmál. Hefði ekki mátt búast við aðeins meira gagnsæi frá fyrir- tæki sem kallar sig Alsýn? Norðaustan logn Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefur stundum gefið sig út fyrir að vera saltið á hálkublettum sam- félagsins og hindrar nú að þjóðin missi fótanna á vegamótum gamla Íslands og þess nýja; ávallt með sleiktan fingur á lofti til að skynja vind breytinganna, svo gripið sé til líkingamáls þýsku rokksveitarinnar Scorpions. Sá vindur hefur þó ekki blásið í Norðausturkjördæmi, þar sem flokkurinn teflir fram sama fólki og í síðustu alþingiskosningum. Er kannski allur vindur úr flokknum fyrir norð- austan og dottið á dúnalogn? bergsteinn@frettabladid.is Jórunn Frímannsdóttir 2. sæti treystum grunninn - tryggjum velferð www.jorunn.is Kaffifundur verður með eldri borgurum sunnudaginn 8. mars kl. 16 í Glæsibæ Allir velkomnir Kosningaskrifstofa Glæsibæ, sími 618 4469 Opið virka daga frá kl. 17-20 og um helgar frá kl. 13-18.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.