Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 34
34 7. mars 2009 LAUGARDAGUR
S
íðan í ágúst á síðasta ári
hafa þrír ungir menn
látið lífið í skotárásum
í Kaupmannahöfn. Mun
fleiri hafa særst, nokkr-
ir lífshættulega og skot-
árásirnar í borginni þessa mánuði
skipta tugum.
Íbúar borgarinnar eru í senn
reiðir og hræddir við ástandið.
Úrræði stjórnvalda virðast þó
takmörkuð. Mikill fjöldi lögreglu-
manna var sendur út á göturnar nú
í vikunni, eftir að tvö morð bætt-
ust við um síðustu helgi. Þá hefur
lögreglan gert skipulagða leit að
vopnum í farartækjum og á heim-
ilum fólks, sem grunað er um aðild
að árásunum. Danska þingið ræðir
um að setja lög um hertar refsing-
ar og Brian Mikkelsen dómsmála-
ráðherra boðar aðgerðir sem eiga
að vera án fordæmis í Danmörku.
Gagnkvæmar hefndarárásir
Skotárásirnar virðast flestar
vera gagnkvæmar hefndarárásir
tveggja hópa. Þar eigast við annars
vegar vélhjólasamtökin AK81, sem
er stuðningsklúbbur Vítisengla í
Danmörku, og hins vegar klíkur
ungra innflytjenda sem rétt eins
og vélhjólaklíkurnar eru bendlað-
ar við fíkniefnasölu og aðra glæpa-
starfsemi.
Upphafið má rekja til þess að
ungur maður var skotinn til bana í
ágúst í Tingbjerg, úthverfi norðan
til í Kaupmannahöfn, þar sem yfir-
gnæfandi meirihluti íbúanna eru
innflytjendur. Talið er að morðing-
inn sé meðlimur í AK81, og hugs-
anlega tengdist þessi fyrsta árás
deilum um yfirráð í glæpaheimum
Kaupmannahafnar.
Eftir þessa fyrstu árás hafa
gagnkvæmar skotárásir orðið
tíðar í Kaupmannahöfn, og reynd-
ar víðar í Danmörku. Heldur dró
úr þeim í haust en í desember hófst
leikurinn á ný og hefur magnast
verulega síðustu vikurnar.
Mikil spenna
Flestar skotárásirnar eiga sér
stað annaðhvort nálægt höfuð-
stöðvum Vítisengla eða í hverf-
um þar sem innflytjendur eru
fjölmennir, einkum á Norðurbrú
og í Tingbjerg. Spennan á milli
þessara hópa er mikil og virðist
reyndar sem hrein taugaveiklun
eigi stóran þátt í mörgum árás-
anna því oftast eru það saklausir
íbúar sem hafa orðið fyrir þeim,
bara af því að þeir þóttu grun-
samlegir eða voru staddir nálægt
árásarfólkinu.
Mikil umfjöllun fjölmiðla virð-
ist reyndar hafa orðið til þess að
töluverð fjölgun hefur orðið bæði í
vélhjólaklíkunum og innflytjenda-
klíkunum.
Töluvert er vitað um AK81 og
Vítisengla, en minna er vitað um
innflytjendaklíkurnar. Meðlimir
þeirra eru ungir múslimar af ann-
arri kynslóð innflytjenda. Þeir
hafa bæði tengst hefðbundinni
glæpastarfsemi en einnig virðast
þeir líta á það sem hlutverk sitt
að verja hverfin sín gegn aðkomu-
mönnum.
Frábrugðið rokkarastríðinu
Þótt Vítisenglar eigi stóran hlut
að átökunum í vetur eru þau frá-
brugðin rokkarastríðinu svonefnda
um miðjan tíunda áratuginn sem
stóð á milli vélhjólasamtakanna
Vítisengla og Bandidos, að því
leyti að nú verða saklausir borg-
arar nánast alfarið fyrir barðinu
á átökunum, sem varla kom fyrir
þegar vélhjólaklíkurnar voru að
ráðast hvor á aðra.
Auk þess þykir hætta á að kyn-
þáttahatur magnist á báða bóga í
þessu nýja stríði sem nú geisar á
götum Kaupmannahafnar.
LEITAÐ Í BÍLUM Þessa viku hefur lögreglan fylgst vel með allri umferð á hættulegustu
stöðunum, stöðvað bifreiðar og leitað að vopnum. Fjórir voru handteknir á fimmtu-
dag eftir að vopn fundust í fórum þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Reiði og ótti í Kaupmannahöfn
Margir Íslendingar hafa góðar taugar til Kaupmannahafnar. Fréttir af tíðum skotárásum þar vekja bæði ugg og undrun. Undan-
farnar vikur hafa fáir dagar liðið á milli slíkra árása, sem kostað hafa þrjá menn lífið. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér ástandið.
Á VETTVANGI SKOTÁRÁSAR Lögreglan hefur girt af svæði á Korsgade 17. febrúar síðastliðinn þegar 19 ára maður var skotinn í lærið. Nokkur skotanna fóru inn í íþróttahús þar sem börn voru í leikfimi. Skömmu áður en
þessi mynd var tekin hafði hópur innflytjenda veist að ljósmyndaranum, sem sneri þó aftur til að taka myndir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Skotárásir í Kaupmannahöfn
Árásir ágúst 2008 - mars 2009
Tingbjerg Norðurbrú
Amager
Síðan í ágúst á síðasta ári hafa nærri sextíu skotárásir átt sér stað í Kaup-
mannahöfn, flestar eru taldar tengjast innbyrðis stríði glæpagengjanna. Þrír
hafa látið lífið.