Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2009, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 07.03.2009, Qupperneq 34
34 7. mars 2009 LAUGARDAGUR S íðan í ágúst á síðasta ári hafa þrír ungir menn látið lífið í skotárásum í Kaupmannahöfn. Mun fleiri hafa særst, nokkr- ir lífshættulega og skot- árásirnar í borginni þessa mánuði skipta tugum. Íbúar borgarinnar eru í senn reiðir og hræddir við ástandið. Úrræði stjórnvalda virðast þó takmörkuð. Mikill fjöldi lögreglu- manna var sendur út á göturnar nú í vikunni, eftir að tvö morð bætt- ust við um síðustu helgi. Þá hefur lögreglan gert skipulagða leit að vopnum í farartækjum og á heim- ilum fólks, sem grunað er um aðild að árásunum. Danska þingið ræðir um að setja lög um hertar refsing- ar og Brian Mikkelsen dómsmála- ráðherra boðar aðgerðir sem eiga að vera án fordæmis í Danmörku. Gagnkvæmar hefndarárásir Skotárásirnar virðast flestar vera gagnkvæmar hefndarárásir tveggja hópa. Þar eigast við annars vegar vélhjólasamtökin AK81, sem er stuðningsklúbbur Vítisengla í Danmörku, og hins vegar klíkur ungra innflytjenda sem rétt eins og vélhjólaklíkurnar eru bendlað- ar við fíkniefnasölu og aðra glæpa- starfsemi. Upphafið má rekja til þess að ungur maður var skotinn til bana í ágúst í Tingbjerg, úthverfi norðan til í Kaupmannahöfn, þar sem yfir- gnæfandi meirihluti íbúanna eru innflytjendur. Talið er að morðing- inn sé meðlimur í AK81, og hugs- anlega tengdist þessi fyrsta árás deilum um yfirráð í glæpaheimum Kaupmannahafnar. Eftir þessa fyrstu árás hafa gagnkvæmar skotárásir orðið tíðar í Kaupmannahöfn, og reynd- ar víðar í Danmörku. Heldur dró úr þeim í haust en í desember hófst leikurinn á ný og hefur magnast verulega síðustu vikurnar. Mikil spenna Flestar skotárásirnar eiga sér stað annaðhvort nálægt höfuð- stöðvum Vítisengla eða í hverf- um þar sem innflytjendur eru fjölmennir, einkum á Norðurbrú og í Tingbjerg. Spennan á milli þessara hópa er mikil og virðist reyndar sem hrein taugaveiklun eigi stóran þátt í mörgum árás- anna því oftast eru það saklausir íbúar sem hafa orðið fyrir þeim, bara af því að þeir þóttu grun- samlegir eða voru staddir nálægt árásarfólkinu. Mikil umfjöllun fjölmiðla virð- ist reyndar hafa orðið til þess að töluverð fjölgun hefur orðið bæði í vélhjólaklíkunum og innflytjenda- klíkunum. Töluvert er vitað um AK81 og Vítisengla, en minna er vitað um innflytjendaklíkurnar. Meðlimir þeirra eru ungir múslimar af ann- arri kynslóð innflytjenda. Þeir hafa bæði tengst hefðbundinni glæpastarfsemi en einnig virðast þeir líta á það sem hlutverk sitt að verja hverfin sín gegn aðkomu- mönnum. Frábrugðið rokkarastríðinu Þótt Vítisenglar eigi stóran hlut að átökunum í vetur eru þau frá- brugðin rokkarastríðinu svonefnda um miðjan tíunda áratuginn sem stóð á milli vélhjólasamtakanna Vítisengla og Bandidos, að því leyti að nú verða saklausir borg- arar nánast alfarið fyrir barðinu á átökunum, sem varla kom fyrir þegar vélhjólaklíkurnar voru að ráðast hvor á aðra. Auk þess þykir hætta á að kyn- þáttahatur magnist á báða bóga í þessu nýja stríði sem nú geisar á götum Kaupmannahafnar. LEITAÐ Í BÍLUM Þessa viku hefur lögreglan fylgst vel með allri umferð á hættulegustu stöðunum, stöðvað bifreiðar og leitað að vopnum. Fjórir voru handteknir á fimmtu- dag eftir að vopn fundust í fórum þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Reiði og ótti í Kaupmannahöfn Margir Íslendingar hafa góðar taugar til Kaupmannahafnar. Fréttir af tíðum skotárásum þar vekja bæði ugg og undrun. Undan- farnar vikur hafa fáir dagar liðið á milli slíkra árása, sem kostað hafa þrjá menn lífið. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér ástandið. Á VETTVANGI SKOTÁRÁSAR Lögreglan hefur girt af svæði á Korsgade 17. febrúar síðastliðinn þegar 19 ára maður var skotinn í lærið. Nokkur skotanna fóru inn í íþróttahús þar sem börn voru í leikfimi. Skömmu áður en þessi mynd var tekin hafði hópur innflytjenda veist að ljósmyndaranum, sem sneri þó aftur til að taka myndir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Skotárásir í Kaupmannahöfn Árásir ágúst 2008 - mars 2009 Tingbjerg Norðurbrú Amager Síðan í ágúst á síðasta ári hafa nærri sextíu skotárásir átt sér stað í Kaup- mannahöfn, flestar eru taldar tengjast innbyrðis stríði glæpagengjanna. Þrír hafa látið lífið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.