Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 36

Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 36
I BLS. 2 + Bókaðu á www.icelandair.is Flug til Helsinki gefur 2.500–8.000 Vildarpunkta. Vildarklúbbur Amsterdam . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Bergen . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Barcelona . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Berlín . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Boston. . . . . . . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. Düsseldorf . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Frankfurt . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Glasgow . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Halifax . . . . . . . . . . . . . . . . frá 25.400 kr. Helsinki . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Kaupmannahöfn . . . . . . . frá 14.900 kr. London . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Madrid . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Manchester . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Milano . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Minneapolis . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. München . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. New York . . . . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. Orlando . . . . . . . . . . . . . . . frá 31.220 kr. Osló . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. París . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Stavanger . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Stokkhólmur . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Toronto . . . . . . . . . . . . . . . . frá 25.400 kr. *Verð aðra leiðina með sköttum og gjöldum. Besta verðið okkar* + Bókaðu á www.icelandair.is HELSINKI Flug og gisting í 3 nætur frá 58.900 kr. á mann í tvíbýli á Radisson SAS Seaside **** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar, gisting og morgunverður. Reykjavík – Helsinki frá 17.300 kr. Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum. Flogið er allt að 4 sinnum í viku. Helsinki er sérstök að mörgu leyti, en það sem einkennir borgina framar öðru er kannski nálægðin við sjóinn og skerjagarðinn, almenn- ingsgarðarnir, strendur nálægt miðbænum og hve stutt er í allt í miðbænum. Í Helsinki er meginlandsloftslag og þess vegna oftast mjög gott sumarveður og ekki verra að hafa strendur innan borgarmarkanna. Suomenlinna og siglingar Almenningssamgöngur eru sérlega góðar og auðvelt að komast á alla þá staði sem vert er að heimsækja. T.d. ganga ferjur á 15 mín. fresti út í Suomenlinna-virkið á eyju fyrir utan borgina þar sem hægt er að skoða virkið eða slappa af á klettaströnd eyjunnar. Frá miðbæjarhöfninni er líka boðið upp á ferðir til annarra áfangastaða og skerjagarðssiglingar. Þá má nefna siglingar til bæði Rússlands og Eistlands, en Tallinn er í innan við 2 tíma siglingu frá Helsinki. Linnanmäki og Korkeasaari Börn á öllum aldri taka oftast stefnuna á Linnanmäki-skemmtigarðinn, eða dýragarðinn Korkeasaari. Þar sem dýragarðurinn er á eyju eru reglulegar bátsferðir frá miðbænum þangað. Í nágrannabænum Vantaa er líka vísindagarðurinn Heureka, í 15 mínútna lestarferð frá miðbænum. Öll verð miðast við lægstu verð í verðskrá og geta á einhverjum tímapunkti verið uppseld. Töölö-vatn og Finlandia Talo Í góðu veðri er tilvalið að rölta meðfram Töölö-vatninu og upplifa finnska rómantík. Finlandiahúsið og Óperuhúsið eru við Mannerheimitie-götu, í garðinum við Töölö-vatn. Austan við vatnið er Borgarleikhús Helsinki. Finlandiahúsið er tónlistar- og ráðstefnuhöll, teiknuð af Alvar Aalto árið 1962. Aalto teiknaði allt sem í húsinu er, innréttingar, ljós og öll húsgögn svo að ekki sé minnst á hurðarhúna. Hér má kynnast finnskri húsagerðarlist á 20. öld eins og hún varð best. Verslanir í Helsinki Fólk í verslunarstuði finnur alltaf eitthvað í vöruhúsinu sem er miðpunktur borgarinnar, Stockmann. En ekki má gleyma listasetrinu Arabia þar sem hægt er að finna Iittala-, Hackman- og Arabiavörur á útsöluverði. Það má líka finna ýmislegt á flóamörkuðunum á Hietalahti-torginu og Valtteri. Ein stærsta verslunarmiðstöð Norðurlanda er líka í Austur-Helsinki, en þangað er auðvelt að komast með hreinustu neðanjarðarlest í heimi. Sitt hvað er við að vera Tónleikahald er mjög algengt í Helsinki og venjulega fyllist miðborgin af fólki við þess háttar viðburði, enda leikvangar sem notaðir eru nánast í miðbænum. Besti viðburðurinn í ár ætti þó að vera Evrópumót kvenna í fótbolta sem Ísland tekur þátt í. Sænska leikhúsið býður líka venjulega upp á skemmtilegar sýningar og þær ættu að vera vel skiljanlegar fyrir flesta Íslendinga, enda finnlands-sænskan skýrasta Norðurlandatungumálið. SASLIK, NEITSYTPOLKU 12 Einn af þekktustu rússnesku veitingastöðunum í Helsinki. Litríkur og sérstakur heimur út af fyrir sig, eins og Naustið í gamla daga. Aðalréttirnir eru matarmiklir og henta kannski ekki þeim sem vilja eingöngu léttan mat. Katrína mikla er afar eftirminnilegur eftirréttur. Fyrir þá sem vilja aðeins hóflegri útgáfu af rússneskum stað má nefna elsta rússneska veitingastaðinn í Helsinki, stofnaðan árið 1917, Bellevue við Rahapajankatu 3. GASTONE, KORKEAVUORENKATU 45 Einn vinsælasti ítalski veitingastaðurinn í Helsinki. Hann er nærri Esplanadi-garðinum og var opnaður árið 2003. Hér er oft fullt út úr dyrum. Maturinn er blátt áfram, stórfínn, engin töfrabrögð í gangi og ekkert sem hægt er að kvarta yfir. G. W. SUNDMANS, ETELÄRANTA 16 Fyrsta flokks einnar Michelin-stjörnu veitinga- staður í gulleitu húsi við höfnina. Finnsk matargerð eins og hún gerist best og mikið lagt upp úr góðu hráefni. Á neðri hæðinni er G. W. Sundmans Krog, staður sem sérhæfir sig í sjávarréttum og er með aðeins léttara yfirbragði. KOSMOS, KALEVANKATU 3 Kosmos, í miðborg Helsinki, beint á móti Stockmann's, hefur í meira en 80 ár verið höfuðvígi menningarvita, stúdenta, leikara, rithöfunda og listamanna. Segja má að núna hafi þessi veitingastaður fengið eins konar sígildan „költstatus“. Flottur staður, eins og hann hefur alltaf verið. Viðskiptaveldi, stjórn- málakenningar og veitingastaðir verða til og hverfa en Kosmos er alltaf á sínum stað. HÖNNUNARHVERFIÐ Í HELSINKI Nýja Hönnunarhverfið er miðsvæðis í Helsinki. Þar er fjöldinn allur af hönnunar- og antíkbúðum, tískuverslunum, söfnum, galleríum, veitinga- stöðum og sýningarsölum. Hérna má sjá verk eftir hönnuðina, sem vakið hafa mesta athygli á síðustu árum, verk eftir sígildu meistarana og eftir hönnuðina sem gefa tóninn og hafa mest áhrif þessa stundina. Hönnunarhverfið í Helsinki er bæði borgarhverfi og huglæg upplifun. Þarna eru 25 stræti og 150 staðir, merktir inn á kort af svæðinu, allt frá verslunum til gallería og frá hönnunarsmiðjum til hönnunarhótela. Gestir í hverfinu kynnast sköpunarkrafti, einstakri upplifun, hönnun og finnskri borgarmenningu. Veitingastaðir MÍN Jón Þorsteinsson, viðskiptafræðngur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.