Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 42

Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 42
 7. MARS 2009 LAUGARDAGUR2 ● fréttablaðið ● karlmenn og krabbamein Mikið hefur áunnist í krabbameinsvörnum á þeim tæpu 60 árum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur verið starfrækt. Ljóst er að félagið hefur lagt lóð sitt á vogarskálarnar með ötulli vinnu að for- vörnum, rannsóknum og greiningu krabbameina til að ná þeim árangri sem við búum við í dag. Krabbameinsfélagið hefur beitt sér fyrir fjölda átaksverkefna og af umfjöllun mætti draga þá ályktun að krabbamein væri algengara hjá íslensk- um konum en körlum. Þessu er öfugt farið. Karl- menn greinast oftar með krabbamein en konur en það hafa ekki verið til hentugar skimunaraðferðir og því ekki verið hægt að bjóða upp á hópleit hjá körlum. Forvarnarstarfið hefur því í meira mæli beinst að konum þar til nýlega að breyting hefur orðið þar á. FORVARNIR Sem heilbrigðisráðherra fagna ég átaki Krabbameinsfélagsins, enda brýnt að vekja karla til umhugsunar um hvernig þeir geta sjálfir minnkað hættuna á að fá krabbamein. Horfur þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi eru almennt góðar og er heilbrigðisþjónusta okkar vel í stakk búin til að takast á við þennan sjúkdóm. Þrátt fyrir þetta skiptir miklu að reyna að koma í veg fyrir krabbamein með ýmiss konar forvörnum. Sýnt hefur verið fram á að heilsusamlegur lífsstíll, góð heilsa og hollt mataræði hafa mikið forvarnargildi en aðrir þættir spila einnig inn í, s.s. erfðir og umhverfisáhrif. Að auki er oft talað um krabbamein sem sjúkdóm efri áranna. Íslend- ingar verða allra þjóða elstir og því eðlilegt að krabbamein sé algengt dánarmein hér en krabbameinsvarnir geta komið í veg fyrir ótímabæran dauða af völdum krabbameina. Rannsóknir sýna að auk reykinga, sem við vitum að auka hve mest líkur á krabbameinum, þá á óhollusta í mat, ofþyngd og hreyfingarleysi að ein- hverju leyti þátt í um 30 prósent allra tilfella krabbameina í vestrænum ríkjum heims. Mikilvægi þess að reykja ekki, borða hollan mat, halda réttri líkamsþyngd og hreyfa sig verður seint brýnt um of fyrir fólki. HEILBRIGÐIR LÍFSHÆTTIR Heilbrigður lífsstíll, næg hreyfing og jafnvægi og hóf í matarvenjum er lykillinn að bættri heilsu og vellíðan og fyrirbyggjandi gagnvart sjúkdóm- um hvort sem um ræðir krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma eða áunna sykursýki svo fátt eitt sé nefnt. Kæru landsmenn. Ég hvet ykkur til að styðja við átakið sem nú er í gangi og hugleiða hvernig þið getið sjálf nýtt ykkur það, eða stutt þá sem í kringum ykkur eru til að nýta sér þá vitneskju og úrræði sem við í dag búum yfir. Ögmundur Jónasson ÁVARP HEILBRIGÐISRÁÐHERRA: Heilbrigðir lífshættir hafa jákvæð áhrif Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Krabbameinsfélag Íslands stend- ur nú í annað sinn fyrir átakinu Karlmenn og krabbamein og er athyglinni að þessu sinni beint að fyrirbyggjandi þáttum tengd- um lífsstíl, heilsu og mataræði en rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir þriðja hvert krabbameinstilfelli með heil- brigðu líferni. Hættan á krabbameini eykst eftir fertugt hjá körlum og því fór vel á því að gamlar landslið- skempur í knattspyrnu skyldu hefja átakið formlega 1. mars síð- astliðinn með því að skora á ungu mennina í A- og B-liði karlalands- liðsins í innanhússfótbolta. „Við vildum leggja okkar af mörkum við að vekja athygli á þessum góða málstað,“ segir Pétur Ormslev, fyrrverandi lands- liðsmaður, sem dæmdi leikinn en hann hefur sjálfur háð baráttu við krabbamein. „Hreyfing og hollt mataræði getur skipt sköp- um, ekki bara hvað krabbamein varðar heldur einnig almenna heilsu og vellíðan, og því vildum við nota þetta tækifæri til að sýna ungu mönnunum hvað við gömlu karlarnir gætum!“ Það vantaði ekki tilþrifin í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda en leikar fóru þannig að ungu mennirnir höfðu sigur með þrem mörkum gegn einu, þó svo að gömlu kempurnar legðu allt í leik- inn og spiluðu berir að ofan með þrílitt herrabindi átaksins! Krabbameinsfélagið færir Pétri Ormslev og leikmönnum beggja liða bestu þakkir fyrir aðstoðina en liðin skipuðu: Flautað til leiks! Hér eru samankomin liðin sem spiluðu í Vodafone-höllinni. MYND/ÞÖK Engin skipulögð allsherjar- hópleit hefur verið á Íslandi að krabbameini hjá körlum en lengi hefur verið leitað að krabbameini í leghálsi og brjóstum kvenna. Undirbúningur að leit að ristil- krabbameini, bæði hjá körlum og konum, hefur staðið yfir í nokk- ur ár hérlendis, þar sem meðal annars hefur verið lagt mat á gildi slíkrar hópleitar, en engar ákvarðanir liggja þó fyrir um hvort eða hvenær af þeim geti orðið. JÁKVÆTT GILDI HÓPLEITAR VEGNA RISTILKRABBAMEINS Tíðni ristilkrabbameins fer vax- andi og margar rannsóknir sýna fram á jákvætt gildi skipulegrar hópleitar og hafa ýmsir sérfræð- ingar og áhugamenn sem starfa á þessu sviði leitað til Krabba- meinsfélags Íslands með sam- starf í huga. Hópleit kostar hins vegar tals- verða fjármuni og er óljóst í augnablikinu hvort vilji er fyrir því af hálfu stjórnvalda að fara af stað með slíka starfsemi við þær erfiðu fjárhagslegu aðstæður sem við búum nú við. Við hópleit að krabbameini í ristli væri leitað að blóði í hægð- um og þeir sem greindust með blóð í hægðum færu síðan í rist- ilspeglun, til frekari greiningar og meðferðar. ALLSHERJARHÓPLEIT EKKI RAUNHÆF ENN SEM KOMIÐ ER Tvær aðrar tegundir krabba- meina eru gjarnan einnig nefndar þegar hópleitir berast í tal. Ann- ars vegar krabbamein í blöðru- hálskirtli og hins vegar í lungum. Rannsóknir eru þó enn of misvís- andi um gildi slíkra hópleita og því er erfitt að mæla með skipu- legri hópleit á þessu stigi. Hvað framtíðin ber í skauti sér skal ósagt látið. Sífellt verður til ný þekking sem getur breytt áherslum í meðferð og greiningu krabbameina, eins og annarra sjúkdóma. Sigríður Snæbjörnsdóttir formaður Krabbameinsfélags Íslands Staða hópleitar að krabbameini „Margar rannsóknir sýna fram á jákvætt gildi hópleita og hafa ýmsir sérfræðingar og áhugamenn sem starfa á þessu sviði leitað til Krabbameinsfélags Íslands með sam- starf í huga,“ segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Íslands. MYND/ELLERT Árlega greinast 655 karlmenn með krabbamein á Íslandi. Flest- ir með krabbamein í blöðruháls- kirtli, eða 197, þvínæst 66 með lungnakrabbamein, 54 með ristil- krabbamein, 49 með krabbamein í þvagvegum og blöðru, og 22 með magakrabbamein. Að sögn Höllu Skúladóttur, yfirlæknis í lyf- lækningum krabbameina á Land- spítalanum, eiga þessar tegund- ir krabbameins flestar sameigin- legt að þær má greina tímanlega og fyrirbyggja að miklu leyti með réttum aðferðum. „Íslendingar hafa tileinkað sér vestræna lífshætti sem hvetja til kyrrsetu og neyslu á óhollustu, sem stuðlar að þyngd- araukningu og offitu. Ekki nóg með að það auki líkur á krabba- meini og dragi úr batahorfum þeirra sem greinast, held- ur aukast líkur á æða- og hjartasjúk- dómum.“ Halla segir að því verði karlar að halda sér í kjörþyngd með því að hreyfa sig og huga að mataræðinu. „Rannsóknir sýna að með daglegri neyslu um 500 gramma af ávöxt- um og grænmetis má jafnvel helm- inga líkur á að krabbamein mynd- ist.“ Hún minnist á reykingar í því samhengi. „Íslenskir karlmenn hafa verið duglegir að hætta, nú reykja um 18 prósent fullorðinna karla, en þegar mest lét reyktu yfir 50 prósent að staðaldri. Ég er oft spurð að því hvort sé ekki of seint að hætta ef maður hefur reykt fram að sextugu. Það er öðru nær, líkur á lungnakrabbameini nærri helmingast þó að hætt sé svo seint, ef hætt er fyrir þrítugt eru líkur á að fá lungnakrabbamein hverfandi. Því miður láta karla heilsu- tengd málefni sitja á hakan- um. En karlar þurfa að læra að bregðast við einkenn- um sínum, það getur skipt sköpum.“ - rve Algeng krabbamein Halla segir reglulega læknisskoðun mikil- væga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útgefandi: Krabbameinsfélag Íslands Heimilisfang: Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík Vefsíður: www.krabb.is og www.karlmennogkrabbamein.is Netfang: krabb@krabb.is Ritstjóri: Gústaf Gústafsson Ábyrgðarmaður: Guðrún Agnarsdóttir Forsíða: ÞÖK Auglýsingar: Fréttablaðið/Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5339 40+ Bjarni Sigurðsson Ólafur Jóhannesson Arnór Guðjohnsen Ólafur Þórðarson Þorgrímur Þráinsson Arnar Gunnlaugsson Rúnar Kristinsson Pétur Pétursson Dómari: Pétur Ormslev A+B landslið Daði Lárusson Davíð Þór Viðarsson Bjarni Ólafur Eiríksson Gunnar Már Guðmundsson Heiðar Geir Júlíusson Arnór Sveinn Aðalsteinsson Haukur Ingi Guðnason Tryggvi Guðmundsson Hjálmar Þórarinsson Guðmundur Kristjánsson Helgi Sigurðsson Þórður Ingason
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.