Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2009, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 07.03.2009, Qupperneq 44
 7. MARS 2009 LAUGARDAGUR4 ● fréttablaðið ● karlmenn og krabbamein Páll Gíslason ásamt konu sinni, Arnfríði Gísladóttur, að loknu vel lukkuðu Reykjavík- urmaraþoni. MYND/ÚR EINKASAFNI Rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir þriðjung allra krabba- meina með hollum lífsháttum. „Krabbamein er ógnvekjandi orð í eyrum margra og enn loðir við sjúkdómsgreininguna ótti við dauðadóm, en batahorfur hafa gjörbreyst til hins betra á undan- förnum áratugum varðandi marg- ar tegundir krabbameina. Alltaf skiptir samt mestu að greina mein- ið nógu snemma,“ segir Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabba- meinsfélags Íslands, sem út- skrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands vorið 1968. „Þá var hvítblæði í börnum nær undantekningarlaust dauðadóm- ur, en nú læknast langflest þeirra og verða albata. Miklar framfar- ir hafa orðið bæði í greiningu og meðferð krabbameina; þó er það mismunandi eftir tegundum sjúk- dóma.“ Guðrún segir batahorfur lungna- krabbameins einna verstar, en sú tegund er ein þriggja algengustu krabbameina sem greinast hjá ís- lenskum körlum. Hin eru blöðru- hálskirtiskrabbamein, sem er algengast, og krabbamein í ristli. „Þetta er í annað sinn sem við erum með átak vegna karla og krabbameins, en í fyrra var áhersl- an á að þekkja einkenni sjúkdóms- ins. Það átak mældist með mestu áhrifavirkni svipaðra átaka í Evr- ópu sem sýndi sig í aukinni aðsókn karla til þvagfæralækna og í Ráð- gjafarþjónustu okkar. Nú viljum við vekja karla til umhugsunar um hvernig koma má í veg fyrir eitt af hverjum þremur krabbamein- um með því að bæta eða temja sér góðan lífsstíl, hollt mataræði og reglubundna hreyfingu.“ Að sögn Guðrúnar er körlum enn ekki boðið upp á reglulega hópleit að blöðruhálskirtilskrabba- meini, líkt og lengi hefur verið gert vegna krabbameins í brjóst- um og leghálsi kvenna. „Enn eru ekki til nógu áreiðanlegar aðferðir til að leita að því krabbameini, en hægt væri að bjóða bæði körlum og konum í ákveðnum aldurshóp- um upp á hópleit að ristilkrabba- meini og slík skoðun getur skipt miklu til að lækka bæði sjúkdóms- og dánartíðni. Við vonumst til að heilbrigðisyfirvöld setji slíka hóp- leit á laggirnar sem fyrst og viljum gjarnan taka þátt í henni,“ segir Guðrún. „En karlar þurfa að vera vakandi, þekkja einkenni krabba- meina almennt og leita til lækna ef ástæða er til,“ bætir hún við. Samkvæmt Krabbameinsskrá er einn af hverjum þremur Íslend- inga líklegur til að greinast með krabbamein á lífsleiðinni. „Tíðni krabbameina er að auk- ast hjá báðum kynjum og áfram- haldandi aukningu er spáð. Megin- ástæðan er sú að ævilengd okkar eykst, en krabbamein er fyrst og fremst sjúkdómur efri áranna,“ segir Guðrún. Hún bætir við að krabbamein sé að einhverju leyti lífsstílssjúkdómur. „Um miðja síðustu öld var magakrabbamein mjög algengt á Íslandi, en eftir að þjóðin eignaðist ísskápa og hóf neyslu ferskari fæðu í stað reykts og saltaðs matar, hrapaði tíðni þess. Og bara sú eina aðgerð að allir myndu hætta að reykja og enginn byrja, mundi valda straumhvörf- um í heilsufari þjóðarinnar. Reyk- ingar eru lífsstíll, en sama á við um áfengi, sólböð, mataræði og hreyfingu. Þannig er það ýmis- legt sem við getum gert þótt eng- inn sé óhultur, en líkur á langlífi og hreysti aukast til muna með góðum lífsstíl.“ - þlg Ekki alltaf dauðadómur Páll Gíslason verkfræðingur greindist með illkynja nýrna- krabbamein árið 2002. Hann gekkst undir skurðaðgerð þar sem annað nýrað var fjarlægt og dvaldi í tíu daga á spítala. „Ég gaf mér það strax og ég var kominn heim að sennilega yrði stór hluti af því að ná fyrri þrótti að fara að hreyfa sig,“ segir Páll sem byrjaði að ganga strax og hann gat. „Í fyrstu voru það aðeins nokkur hundruð metr- ar en brátt var ég farinn að ganga í kringum Seltjarnarnesið, þar sem ég á heima, á hverjum degi,“ segir Páll sem fór á rjúpnaveiðar aðeins nokkrum vikum eftir að hann var skorinn. „Svo fór ég á skíði aðeins þremur mánuðum eftir greining- una við litla hrifningu læknisins,“ segir hann glettinn. Páll hafði stundum verið að gutla við að hlaupa áður en hann greind- ist og hljóp fyrsta sumarið eftir uppskurðinn tíu kílómetra. „Það var þó ekki fyrr en fjórum árum síðar sem vinkona mín sló því fram í hálfkæringi hvort við ættum ekki að hlaupa saman í maraþon- inu í New York,“ segir Páll sem þá ákvað að halda upp á að fimm ár væru liðin frá greiningu með því að hlaupa maraþon bæði í New York og Kaupmannahöfn. En oft er miðað við að fólk teljist úr áhættu eftir fimm ár. Páll hefur ekki slegið slöku við; á síðasta ári hljóp hann fimm erfið hlaup og í ár verða þau tvö eða þrjú, en meðal annars er stefnan sett á Laugaveginn í júní. En hefur hann breytt einhverju öðru í lífi sínu? „Ja, ég hugsa að- eins meira um hvað ég læt ofan í mig. Svo tek ég ekki lyf nema til- neyddur eftir þetta.“ Páll fer í reglulegt eftirlit en svo virðist sem læknarnir hafi náð öllu krabbameininu í fyrstu atrennu. „Þegar maður fær krabbamein er best að það greinist snemma og að hægt sé að skera það allt í burtu. Það var mitt lán að hægt var að taka nýrað og krabba- meinið í heilu lagi,“ segir hann og áréttir að fjölskyldan sé ótrúlega mikilvæg þegar farið sé í gegnum slíka reynslu. „Ég hefði ekki kom- ist í gegnum þetta nema með hjálp hennar.“ - sg Hélt upp á fimm ár án krabba með maraþoni „Við höfum ályktað svo að hérlend- is ætti að bjóða upp á hópleit að krabbameini í blöðruhálskirtli, en læknum á Norðurlöndum þykir það ekki ráðlagt þar sem aðferðin er ekki nógu áreiðanleg. Bandarísku læknasamtökin hafa í langan tíma ráðlagt skimun fyrir PSA í blóði, sem blöðruhálskirtill gefur frá sér ef krabbamein er komið í hann, og hefur tíðni nýgengis vestra lækkað mikið á liðnum árum,“ segir Oddur Benediktsson, prófessor í tölvunar- fræði og formaður Krabbameins- félagsins Framfarar, sem stofnað var 2007 (sjá www.framfor.is). Um mitt ár gefur Framför, í fé- lagi við JPV, út bókina Cooking with foods that fight cancer, þar sem farið er vel í nýjustu athugan- ir á fæði sem heftir tilurð og við- gang krabbameins. „Eftir að ég greindist sjálf- ur með sjúkdóminn fór ég að at- huga hvað skrifað hefði verið um orsakir hans. Fljótlega kom í ljós að hæsta tíðni á heimsvísu er á Norðurlöndunum; þar sem Íslend- ingar eru næstefstir í röðinni á eftir Norðmönnum. Við höfum leitað svara við ástæðum þessa, en engin svör fást, utan hvað mjólkurneysla ásamt fituneyslu er há í þessum löndum, samanborið við Miðjarðar- hafsþjóðir sem hafa helmingi lægri tíðni, en þar er mataræði og lífs- máti allt annar. Í Kína er tíðnin afar lítil, enda mjólkurneysla nær engin, og meira framboð fæðuteg- unda sem hefta tilurð og viðgang hormónabundinna kirtlakrabba- meina, eins og blöðruhálskirtils- og brjóstakrabbameina.“ - þlg Næsthæst tíðni meðal Íslendinga Prófessor Oddur Benediktsson stofnaði Krabbameinsfélagið Framför í félagi við aðra sem greinst höfðu með sjúkdóminn veturinn 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Guðrún Agnarsdóttir er forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Hún segir batahorfur krabbameinssjúkra hafa stórbatnað á liðnum áratugum. Hér er hún með bindi átaks- ins, sem sýnir einkennisliti þriggja algengustu krabbameina í körlum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Haukur Bergsteinsson greindist með blöðruhálskirtilskrabbamein árið 2005. Hann var þá nýlega byrjaður að skokka, 69 ára gamall. „Ég tók þátt í sex vikna skokknám- skeiði í vinnunni og hefði líklega gefið skokkið upp á bátinn ef ég hefði ekki greinst,“ segir Hauk- ur sem ákvað að halda áfram að hreyfa sig þrátt fyrir veikindin og geislameðferð. „Maður fór að meta það betur að geta verið úti að hlaupa og naut þess betur,“ segir Haukur. Haukur byrjaði að stunda sjó- sund síðastliðið sumar og hefur í vetur farið tvisvar í viku í sjóinn. „Nú er opið þrisvar í viku og þá fer ég líka þrisvar,“ segir hann glað- lega og stefnir á að þreyja Viðeyj- arsund í sumar. Haukur breytti einnig matar- æði sínu eftir að hann greindist. „Ég finn að ég er léttari á mér ef ég borða meira grænmeti. Ég er ekki hættur að borða kjöt en hef minnkað það mikið,” segir Haukur sem fór á Hvannadalshnúk þegar hann var sjötugur og árið eftir á Heklu. „Síðasta sumar ætlaði ég á Fimmvörðuháls en það datt upp fyrir, en ég stefni ótrauður á það í sumar,“ segir Haukur sem tók blóð- þrýstingslyf í mörg ár áður en hann greindist en gat hætt á þeim eftir að hann byrjaði að skokka. - sg Metur betur útiveru FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA Haukur Bergsteinsson sprettur úr spori.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.