Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 48

Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 48
Hugmyndina að samtökunum átti barnasálfræðingurinn Dr. Doris Allen árið 1946 þegar heimurinn var í sárum eftir seinni heimstyrj- öldina. Dr. Allen fannst ekki rétt að miða hugmyndir um friðarupp- byggingu eingöngu við fullorðna heldur ætti að innræta umburðar- lyndi gagnvart ólíkri menningu þjóða strax á barnsaldri. Árið 1951 voru fyrstu sumarbúðir barna frá mismunandi löndum haldnar. „Við höfum starfað hátt í 30 ár á Íslandi og sent yfir eittþús- und einstaklinga í sumarbúðir til útlanda,“ segir Ástbjörg Ýr Gunn- arsdóttir en hún heldur utan um sumarbúðirnar ásamt Eddu Hall- dórsdóttur, formanni samtakanna á Íslandi. „Við sendum hópa af ellefu ára krökkum um allan heim. Einn hópur samanstendur af tveimur stelpum og tveimur strákum og svo fararstjóra. Í ár erum við að senda til meðal annars til Noregs, Bandaríkjanna og Portúgal.“ Búðirnar standa í fjórar vikur og í viðkomandi landi gistir hóp- urinn í skóla ásamt tólf öðrum hópum frá mismunandi löndum. Ásta útskýrir að á þessum aldri séu krakkar móttækilegastir fyrir utanaðkomandi áhrifum og því sé þetta besti aldurinn til að koma í veg fyrir fordóma. „Þarna kynnast þau menningu ólíkra þjóða sem er markmið sam- takanna. Krakkarnir fara í leiki og er meðal annars rætt við þau um stríð í heiminum. Hver þjóð hefur svo kynningarkvöld á sinni menningu. Krakkarnir héðan fara til dæmis með nammi frá Íslandi, setja upp skemmtiatriði og dreifa bæklingum. Einnig fara hóparnir í kynnisferðir um landið sem búð- irnar eru í og gista inni á heimili eina helgi, tvö og tvö saman frá sitthvoru landinu,“ útskýrir Ásta. Samtökin standa einnig fyrir tveggja vikna skiptiprógrammi fyrir unglinga á aldrinum 12 til 13 ára til Ítalíu. Krakkarnir fara út í 10 manna hóp og er skipt niður á heimili. Dagskrá er fyrir allan hópinn fyrri vikuna en þá koma ítölsku unglingarnir til Íslands og gista hjá vinum sínum í viku. Ásta segir reynsluna sem krakk- arnir öðlist í sumarbúðunum ein- staka og vinatengslin sem mynd- ast milli krakkanna eitthvað sem þau búi að alla æfi. „Foreldrarn- ir fá allt annað barn heim en það sem þau sendu út.“ Nánari upplýsingar er að finna á www.cisv.org en einnig er hægt að sækja um á tölvupósti til cisv@ cisv.is. heida@frettabladid.is Ómetanleg upplifun Samtökin CISV eru alþjóðleg samtök sem senda ungmenni í sumarbúðir um allan heim. Markmið sam- takanna er að vinna gegn fordómum gagnvart menningu annarra þjóða og stuðla þannig að friði. Krakkarnir í hnútaleik þar sem reynir á samvinnu. MYND/ÚR EINKASAFNI Hópmynd af krökkum í sumarbúðum á vegum CISV samtakanna. MYND/ÚR EINKASAFNIN ASK.HI.IS er vefsvæði Alþjóðaskrifstofu háskólastigs- ins. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um nám erlendis, stúdentaskipti, styrki og tungumálanámskeið. www.tskoli.is Næstu námskeið Íslenskt hönnunarferli Vinnustofa með handverkshefðina sem leiðarvísir að vistvænni hönnun. Karl Aspelund fatahönnuður. Tími: 18. mars. Námskeiðsgjald: 3.500 kr. Grjóthleðslur 1 – náttúrugrjót Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem vinna við eða hafa áhuga á grjóthleðslum úr náttúru- grjóti. Tími: 25. - 27. mars. Námskeiðsgjald: 42.000 kr. Smáskipanámskeið (12 m) Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf). Tími: 15. apríl og í fjarnámi frá 4. apríl. Námskeiðsgjald: 105.000 kr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.