Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 51

Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 51
LAUGARDAGUR 7. mars 2009 5 „Okkur langar til að brjóta upp þetta þunga skap sem hrjáð hefur Íslendinga síðan kreppan skall á, um leið og við sjáum tækifæri til að láta gott af okkur leiða,“ segir Sigurður Páll Sigurðsson, kenn- ari og myndlistarmaður, sem ásamt Sunnefu Burgess lífskúnst- ner hefur skipulagt æðislegt fjöl- skyldugaman í Bláfjöllum frá klukkan 17 til 22 í kvöld. Allur ágóði af miðasölu skíðasvæðisins mun renna óskiptur til Breiðra brosa, sem eru samtök aðstand- enda barna með skarð í vör. „Við ákváðum strax að styrkja börn í einhverri mynd og þegar starfsmaður Bláfjalla benti okkur á Breið bros, sem aldrei hafa hlot- ið slíkan styrk, vorum við viss um að gera rétt með því að leyfa þeim börnum að njóta góðs af.“ Sú nýlunda skapast í Bláfjöllum þegar kvöldar að opið verður til 22, en alla jafna er skíðasvæðinu lokað klukkan 17 um helgar. „Laug- ardagskvöld eru sparikvöld vik- unnar því þá gefast tækifæri fyrir fjölskyldur og vini að gera eitthvað sérstakt saman. Skíðaferð samein- ar útivist, hollustu, fjölskyldusport og skemmtan og með því að hafa skíðasvæðið lifandi með uppák- omum að kvöldi til skapast eft- irsóknarverð stemning sem marg- ir þekkja úr Ölpun- um, en víst er að margir þurfa að neita sér um árlega skíðaferð til útlanda í ástandinu nú,“ segir Siggi Palli, og víst verður margt til að gleðja gesti Bláfjalla í kvöld. Á svæðinu mun DJ Áki Pain leika tón- list úr ýmsum áttum við lyfturnar og við lyftuhúsin verð- ur selt kakó og piparkökur, ásamt kjötsúpu og samlokum í veitingaskála. Þá verður Brettafé- lagið með sýningu, Þorsteinn Guðmundsson grínisti kynnir tískusýningu frá Brimi, byrjendum býðst skíða- kennsla og Ölgerðin gefur gestum hressandi Mountain Dew. „Rúsínan í pylsuendanum verða útitónleikar Dr. Spock sem loka dagskránni, en það er einsdæmi að hljómsveit stígi á ísi lagt svið í kolsvörtum kvöldfaðmi íslenskra fjalla. Þá mun vafalaust valda geðshræringu og þjóðerniskennd þegar öll ljós verða slökkt klukk- an 21 og 40 manna blysför fer skíðandi niður brekkurnar undir íslenskum þjóðlögum. Ef skyggn- ið verður gott mun bjarminn líka sjást alla leið til Reykjavíkur.“ Boðið verður upp á fríar rútu- ferðir frá BSÍ klukkan 16.30 og 18.30 og til baka úr Bláfjöllum klukkan 22. Landsmenn eru hvatt- ir til að þjappa sér saman og taka þátt í gleðinni. thordis@frettabladid.is Fjölskyldupartí í fjöllum Það verður sannkölluð Alpastemning í Bláfjöllum í kvöld þegar Dr. Spock heldur þar útitónleika og skíðafólki verður skemmt með tískusýningu, brettafjöri, kjötsúpu, kakói, þjóðsöngvum og blysför. Sunnefa Burgess lífskúnstner og Sigurður Páll Sigurðsson, kennari og myndlistar- maður, eru hugmyndasmiðir að skemmtan kvöldsins í Bláfjöllum, en hvatinn að fjörinu var að þjappa þjóðinni saman á glaðri stundu um leið og góðu málefni væri lagt lið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Meðal þess sem hægt er að sjá í Bláfjöllum í kvöld er sýning Brettafélagsins. Þjóðbúningadagur verður hald- inn í Þjóðminjasafni Íslands í dag. Gestir Þjóðminjasafnsins eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi í dag til að sýna sig og sjá aðra. Nýbúar eru sérstaklega boðnir vel- komnir á þjóðbúningi síns heima- lands og skemmtilegt að fjöl- breytnin verði sem mest. Athyglisvert getur verið fyrir alla þá sem eru áhugasamir um þjóðbúninga að koma og sjá margbreytileika bún- inganna. Aðstaða verður til myndatöku fyrir þá sem vilja mynda fólk í mismunandi þjóðbún- ingum. Allir sem mæta í safnið í búningi fá frítt inn. - eö Frítt inn fyrir þá þjóðlegu Gestir eru hvattir til að mæta í þjóð- búningi. Tr y g g v a g ö t u 19 • 101 R e y k j a v í k S í m i 5 62 5 0 3 0 • w w w . k o l a p o r t i d . i s Kolaportið er OPIÐ laugardaga og sunnudaga frá kl. 1100-1700 SÉRFERÐIR Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.