Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 67

Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 67
LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 „Við studdum Krabbameinsfélag Íslands í fyrra, þrátt fyrir að taka ekki beint þátt í herferð- inni Karlmenn og krabbamein, og hlutum góðar viðtökur. Apó- tekin og viðskiptavinirnir voru mjög ánægðir með þetta framtak hjá okkur. Við ákváðum því að gera þetta með meiri stæl í ár og þannig undirstrika sameiginleg markmið Krabbameinsfélagsins og Nicotinell í baráttunni gegn reykingum,“ útskýrir Brynjúlf- ur Guðmundsson, sölu og mark- aðsstjóri fyrirtækisins Artasan sem er með umboðssölu á Nicoti- nelli lyfjum, svo sem tyggigúmm- íi, munnsogstöflum og plástrum. Rannsóknir sýna að með því að nota Nicotinelli vörur geta reyk- ingamenn tvöfaldað möguleika sína á að hætta tóbaksreykingum til frambúðar. Í fyrra runnu 20 krónur af hverjum seldum Nicotinelli pakka beint til Krabbameinsfé- lags Íslands. Í ár ætla forsvars- menn fyrirtækisins að bæta um betur, með því að láta 100 krónur af hverjum seldum pakka renna til félagsins, og gildir þá einu um hvernig vöru er að ræða eða hvar hún er keypt. „Það skiptir engu máli hvort þú kaupir Nicotinelli tyggigúmmí, munnsogstöflur eða plástra, í litlum eða stórum um- búðum, í apóteki eða almennum verslunum; Alltaf renna hundrað krónur af hverjum pakka til fé- lagsins,“ bendir Brynjúlfur á og bætir við að 460.000 krónur safn- ast hafi safnast í fyrra, en nú sé stefnt að því að safna einni og hálfri milljón íslenskra króna. Að mati Brynjúlfs er mjög mik- ilvægt að benda á skaðsemi reyk- inga og ekki síst um þessar mund- ir. Því þótt honum sé ekki kunnugt um að tilfellum lungnakrabba- meins hafi fjölgað að undanförnu viti hann hins vegar til þess að tóbakssala hafi aukist í efnahags- kreppunni. „Við erum að reyna að spyrna gegn þeirri þróun með því að fá fólk til að hætta reykingum með eða án hjálpar Nicotinell. Við skulum muna að landlæknir hefur lýst því yfir að reykingar séu helsta heilsuvandamál 21. ald- arinnar, enda ekki að ósekju þar sem einn Íslendingur deyr á dag af völdum reykinga.“ - rve Hjá Frumherja fá bílar árvissa og nákvæma ástandsskoðun, en best færi á að eins væri með líkama og sál. „Það þarf auðvitað að skoða okkur karlana eins og bílana og blessað- ar konurnar, en hingað til hefur vakning verið mest í sambandi við kvennakrabbamein. Því fögn- um við karlar þessu ágæta átaki því ekki virðist vanþörf á að vekja okkur aðeins,“ segir Helgi Harðar- son, skoðunarmaður hjá Frum- herja, sem er einn af styrktar- aðilum átaksins Karlar og krabba- mein. Hann bætir við að ungum mönnum sé heilsubrestur síst í huga, en menn verði meðvitaðri um hverfulleika lífsins eftir því sem þeir verða eldri. Því væri gott að geta farið til læknis í almenna skoðun og fengið staðfest að kropp- urinn væri í pottþéttu standi. „Oftast er það nú óvart sem krabbamein uppgötvast hjá körl- um, en ég hef á tilfinningunni að menn séu að verða samviskusam- ari gagnvart eigin kroppi við þessa vakningu. Auðvitað væri réttast að geta gengið að árvissri læknisskoð- un, rétt eins og okkur er fyrirskip- að að fara með bílinn okkar í ár- lega skoðun þegar hann nær viss- um árafjölda. Líkaminn hlýtur að vega þyngra en bíllinn og eftir því sem við eldumst verður nauðsyn- legra að kíkja á ástandið,“ segir Helgi sem býður viðskiptavinum Frumherja að kaupa strikamerki í þremur verðflokkum til stuðnings Krabbameinsfélaginu. „Hér er alltaf mikið rennerí og meirihlutinn karlar að koma með bílana í skoðun. Flestir fara milli- veginn og kaupa strikamerki á 500 krónur, en margt smátt gerir eitt stórt. Okkur Frumherjafólki finnst góð tilfinning að veita fjölskyldum öryggi með því að yfirfara ástand bifreiða þeirra, og ekki síst að safna fjármunum fyrir Krabba- meinsfélagið og leggja málefninu lið.“ - þlg Ástandsskoðun líkamans mikilvæg, eins og bílsins Brynjúlfur segir rannsóknir sýna að með notkun nikótínvara geti einstaklingur tvö- faldað möguleikana á að hætta reykingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gerum þetta með stæl Helgi Harðarson starfar sem skoðunarmaður hjá Frumherja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ıwww.itr.is sími 411 5000 Góð hreyfing er lykillinn að góðri heilsu Kynntu þér forvarnir gegn krabbam eini á karlmennogkrabbamein.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.