Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 70

Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 70
 7. MARS 2009 LAUGARDAGUR10 ● fréttablaðið ● karlar og krabbamein Nanna Rögnvaldardóttir, matgæð- ingur og höfundur matreiðslubóka á borð við Matarást, vann upp- skriftir í þriðja bindið af Af bestu lyst í samstarfi við Krabbameins- félag Íslands, Hjartavernd og Lýð- heilsustöð. Hún segir hollt matar- æði eitt af grundvallaratriðum góðrar heilsu. „Mataræði og hreyfing eru þeir ytri þættir sem fólk getur haft áhrif á sjálft. Öðrum þáttum eins og loftslagi og mengun getur fólk ekki stýrt. Mér finnst mikilvægt að börn læri snemma að borða hollt og að ekki sé haldið að þeim feitum eða sætum mat. Auðvitað er alltaf hægt að breyta mataræðinu en það er auðveldara ef fólk hefur vanist hollu.“ Nanna leggur áherslu á að þriðjungur matardisksins fari undir kjöt eða fisk, þriðjung- ur undir kolvetni eins og grjón eða kartöflur og svo þriðjungur undir grænmeti og ávexti. Fjöl- breytt fæða skili bestum árangri þegar kemur að forvörnum gegn sjúkdómum. „Bara að fæðan sé fjölbreytt og holl og innihaldi mikið af grænmeti og hollari fituteg- undum. Því auðvitað þarf að vera fita en ekki mettuð fita heldur mjúk eins og olíur og jurtafeiti.“ Nanna bendir einnig á að nú sé grænmeti dýrara en undanfarið og mælir með því að fólk láti hugmynda- flugið ráða í kreppunni við matargerðina. Hún bendir á að leita upp- skrifta á netinu. „Það er um að gera að skoða eitthvert annað græn- meti en maður er vanur og leita að nýjum leiðum til að nýta ódýrt íslenskt grænmeti. Til dæmis þekkir fólk gulróf- ur bara soðnar eða sem rófu- stöppu og finnst þær kannski ekki spennandi en það er hægt að gera svo margt annað við þær. Baka þær í ofni eða steikja á pönnu eða rífa í salöt. Laukur er líka ódýrasta grænmeti sem völ er á og það er hægt að gera marga góða rétti úr honum fyrir lítinn pening.“ - rat Nanna Rögnvaldardóttir matgæðingur mælir með því að prófa nýjar uppskriftir með ódýru grænmeti. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Nota hugmyndaflugið Guðmundur Júlíusson, verslunarstjóri í Nóatúni, segir karlmenn kaupa minna af hollustuvörum en konur. Þeir kaupi frekar það sem þá langar í hverju sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðmundur Júlíusson hefur verið verslunarstjóri í Nóatúni í tólf ár. Hann segir kaup á lífrænni vöru hafa verið nánast óþekkta þegar hann hóf störf í verslun. „Það var varla til lífræn vara þegar ég byrjaði og maður þekkti hana ekkert, en aukningin hefur verið mikil síðustu fjögur, fimm árin. Þeir sem á annað borð hafa vanið sig á þessar vörur halda sig við þær,“ segir Guðmundur. „Líf- rænar vörur eru yfirleitt dýrari og fólk heldur kannski aðeins um aurinn núna.“ Guðmundur segir konur í mikl- um meirihluta kaupa hollustuvör- ur og lífrænar. Þær leggi meiri hugsun í innkaupin en karlarn- ir sem grípi yfirleitt það sem þá langar í þá stundina. „Konurnar kaupa meira af hollustuvörum, það er ekki spurn- ing. Við karlar hugsum ekki eins mikið þegar við erum að kaupa inn og drífum innkaupin bara af. Þá kippum við hverju sem er úr hillunum. Annars er nú örugg- lega einhver hópur karlmanna sem hugsar út í hollustuna, en meðal karlmaðurinn er samur við sig miðað við það sem ég tek eftir hér í búðinni,“ segir Guð- mundur og viðurkennir að sjálf- ur kaupi hann frekar það sem hann langar í en lífrænt hollust- unnar vegna. „Ef ég finn vöru sem ég er ánægður með þá kaupi ég hana, en ég eltist nú ekki sérstaklega við lífrænt.“ - rat Karlar kaupa sjaldnar lífrænt Sveinbjörn Kristjánsson, doktor og verkefnisstjóri hjá Lýðheilsu- stöð, skrifaði doktorsverkefni sitt um húðkrabbamein. Hann segir heilbrigðan lífsstíl snúast um að reykja ekki, hreyfa sig reglulega, borða holla fæðu, neyta áfengis í hófi og haga sér skynsamlega í sólinni. „Húðkrabbamein er hættuleg- asta krabbameinið og það mein sem hefur aukist mest á Norður- löndunum,“ segir Sveinbjörn. „Auk þess er aldurinn að færast neðar. Þetta er þó það krabbamein sem við vitum hvað veldur: útfjólubláir geislar sólar og ljósabekkir.“ Sveinbjörn segir mikilvægt að verja sig gegn sólinni. Hann segir skaðann meiri eftir því sem ein- staklingur er yngri þegar hann brennur í sól. Hann segir ekki liggja fyrir hversu mikið notkun ljósabekkja spili inn í þá aukningu húðkrabbameins sem orðið hefur en aukningin sé meiri hjá ungum konum. Hann bendir þó á að karl- menn beri síður á sig sólarvörn. „Karlmenn bera sjaldan á sig krem en á móti sækja þeir ekki eins í sólina og konur. Þó er munur- inn ekki eins mikill milli drengja og stúlkna á notkun ljósabekkja í dag.“ Spurður hvort hraði í sam- félaginu geti haft áhrif á heilsufar- ið segir hann rétt álag í eðli sínu ekki þurfa að vera til ills. Mikil- vægt sé þó að láta álagið ekki ná yfirhöndinni og gefa sér tíma fyrir hvíld, hreyfingu og hollt mataræði. Hreyfing og útivist sé mest heilsu- eflandi af öllu sem fólk gerir. „Þetta hangir allt saman. Við höfum einbeitt okkur að ljósa- bekkjunum og Lýðheilsustöð, Geislavarnir ríkisins, Landlækn- isembættið og Krabbameinsfé- lag Íslands standa fyrir átakinu Hættan er ljós. Þar beinum við okkar áróðri til foreldra ferming- arbarna. Mér persónulega finnst að setja eigi 16 eða 18 ára aldurs- takmark í ljósabekki.“ - rat Slæmt að brenna í sólinni Sveinbjörn Kristjánsson, doktor og verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð, segir mikilvægt að verja sig gegn útfjólubláum geislum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þriðjungur þess sem við setj- um á matardiskinn okkar skal vera grænmeti eða ávextir. Íslenskt grænmeti er hlaðið næringarefnum og einstak- lega ferskt. Gildi grænmetis fyrir heilsuna er löngu sannað. Tómatur inniheld- ur til dæmis B1-vítamín, C- og A- vítamín, auk járns og kalíum, að ógleymdum trefjunum, en næg trefjaneysla er talin vera vörn gegn krabbameini í ristli. Einnig innihalda tómatar andoxunarefn- ið lýkópen sem er talið vörn gegn krabbameini. Sérstök tegund tóm- ata er ræktuð hér á landi sem hefur verið nefnd heilsutómatar. „Íslenskir garðyrkjubænd- ur framleiða margar tegundir af tómötum,“ útskýrir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölu- félags garðyrkjumanna. „Venju- lega tómata, plómutómata, kirsu- berjatómata og konfekttómata svo eitthvað sé nefnt og svo heilsutóm- atana. Allir tómatar eru hollir en heilsutómatarnir innihalda þrefalt meira magn af efninu lýkópen en aðrir tómatar. Heilsutómatarnir eru ræktaðir af bóndanum á Melum á Flúðum.“ Kristín segir að það sem geri ís- lenska tómata og íslenskt grænmeti yfir höfuð einstakt að bragðgæð- um og hollustu sé ræktunartækni íslenskra garðyrkjubænda. „Íslenska grænmetið er bragð- meira en erlent grænmeti. Ástæðan er sú að við notum íslenskt hreint vatn og grænmetið fær að þroskast á plöntunni í friði þann tíma sem það þarf því ekki þarf að tína græn- metið snemma til dæmis vegna langra flutninga. Hér er grænmetið komið til neytenda daginn eftir að það er tínt, eins ferskt og það getur verið. Það er alls ekki sjálfsagð- ur hlutur og í raun forréttindi að hafa aðgang að þessum ferskleika vegna nálægðarinnar við sveitina og ræktendur.“ Kristín bendir einnig á að við ræktun grænmetis á Íslandi séu ekki notuð vaxtarörvandi efni eða eitur á plönturnar. Garðyrkjubændur notist við náttúrulegar varnir eins og býflugur. Einnig sé lágt hitastig hér á landi kostur þegar kemur að úti- ræktun því grænmetið fær að þroskast hægt og á sínum hraða sem skerpi bragðgæðin. „Íslendingar eru meðal færustu þjóða í heimi í ræktun grænmet- is í gróðurhúsum. Slagorðið Einn tómatur á dag kemur heilsunni í lag á sannarlega við um íslenska tómata,“ segir Kristín. Á heimasíðunni www.islenskt.is er að finna greinargóð- ar upplýsingar um ræktun græn- metis á Íslandi og nánari fróð- leik um heilsu- tómata. - rat Ferskleikinn forréttindi Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir íslenskt grænmeti einstakt að ferskleika. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Allir tómatar eru hollir en heilsutómatar innihalda þrefalt meira magn af efninu lýkópen en aðrir tómatar,“ segir Kristín Linda. NORDICPHOTOS/GETTY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.