Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 74
R
ústað, leikverk eftir
Söru Kane. Leiksviðinu
var rústað. Persónun-
um var rústað. Allt varð
ein rjúkandi rúst. Efni-
viðurinn er svívirðilegur. Efnis-
tökin eru líka svívirðileg. Ég leyfi
mér að halda því fram að sýning
verksins á sviði Borgarleikhússins
sé svívirðileg móðgun við leikhús-
gesti. Ef listin felst í því að hrúga
saman hránöktum ofbeldisatriðum
pökkuðum inn í samtvinnuð klúr-
og blótsyrði þá viðurkenni ég van-
mátt minn til slíkrar listskynjunar.
Loksins, loksins! Magnað verk,
heit kartafla sem kastað er í fang
prúðbúinna leikhúsgesta, verk
skrifað inn í íslenskan veruleika,
ögrandi, gargandi snilld. Íslenska
listaelítan hefur ekki látið sitt eftir
liggja í hástemmdum umsögnum
um verkið. Ef fólk spyr sig þess
virkilega hvernig hægt sé að skrifa
leikrit um slíkan hrylling hlýtur
það að vera vísvitandi barnalegt.
Við vitum jú öll að heimurinn er
uppfullur af hryllingi. Ofbeldi og
hryllingur hafa fylgt manninum
frá upphafi. Engin skepna á jarðar-
kringlunni gervallri er grimmari
en maðurinn. Það þarf hvorki Söru
Kane né nokkurn annan til að upp-
ljúka augum okkar fyrir tilvist
hins illa, helvítis á jörð. Séum við
ómeðvituð um það hljótum við að
vera bæði blind, heyrnarlaus og til-
finningalega steindauð. Við höfum
hryllinginn, ofbeldið og grimmd-
ina fyrir augum og eyrum daglega
heima í stofu í fréttatímum fjöl-
miðlanna. Þar birtist hryllingurinn
í sinni nöktustu og hráustu mynd,
hann er raunverulegur, sannur.
Þar er raunverulegt fólk sem þjáist
raunverulega og það snertir okkur,
vekur upp litróf kenndanna, til-
finninganna.
Leikverk Söru Kane er byggt
upp af samþjöppuðu, harðsoðnu,
hráu ofbeldi og hryllingi eins sví-
virðilegu og verst getur orðið.
Textinn er uppvafinn orðahnykill
verstu og svívirðilegustu klúr- og
blótsyrða sem finnast í tungu-
málinu. Það er ekkert leikrænt,
hvorki við efniviðinn, efnistökin
né textann. Varla að votti fyrir
leikrænni spennu nema ef vera
kynni í upphafi verksins. Tvær
persónur í lokuðu rými. Eitthvað
hlýtur að gerast, eitthvert uppgjör
að fara fram milli þeirra. En nei,
bara runa gegndarlauss ofbeldis,
grimmdar, hryllings og klúryrða í
örlítið mismunandi útgáfum. Svið-
setningin er flott og frammistaða
leikaranna fín. Enda varla við öðru
að búast. Við erum jú í atvinnuleik-
húsi þar sem fólk kann til verka.
En atvinnu- og fagmennska dugði
ekki til að gæða verkið lífi. A.m.k.
náði það ekki að hræra við mér. En
það vakti mér hins vegar kenndir.
Ég varð foxill út í sjálfa mig fyrir
að láta leikhúsið hafa mig að fífli.
Athafnir leikaranna á sviðinu
sem áttu að vera ofbeldisfullar og
hryllilegar fannst mér svo hallær-
islegar og hreinlega gróteskar að
ég fór hjá mér fyrir þeirra hönd.
Persónurnar í verki Söru Kane
snertu mig ekki frekar en verkið
í heild sinni. Þær vöktu mér enga
samúð, enga reiði, enga fyrirlitn-
ingu, engan hrylling, ekkert hatur,
ekkert. Þær voru holar, innantóm-
ar fígúrur, jafnmiklar klisjur og
ofbeldið og hryllingurinn. Hlaup-
andi fólk með angistina rista í
hvern andlitsdrátt sem við höfum
séð á fréttamyndum úr öllum stríð-
um og hörmungum heimsins vekja
hins vegar sterkar tilfinningar,
sterk viðbrögð; reiði, hatur, dep-
urð, vonleysi, umkomuleysi gagn-
vart heimsósómanum.
Auðvitað er hægt að skrifa leik-
rit um hryllinginn á sama hátt og
ástina, hatrið og hvaðeina sem í
heiminum býr. Fjölmargir lista-
menn hafa frá örófi fjallað um
grimmdina, oft á mjög áhrifamik-
inn hátt. Hins vegar mætti spyrja
í hvers konar heimi við búum sem
hampar leikverki sem þessu. Leik-
verki þar sem ofbeldinu og hryll-
ingnum er samþjappað að því er
virðist án nokkurs tilgangs annars
en að sýna það sem hránaktast.
Leikverki þar sem hvergi er að
finna leikræna spennu né leikræna
framvindu. Leikverki þar sem
textinn er svo flatur og tilgangs-
laus í eigin sora að maður hættir
að hlusta mjög fljótlega.
Leikverkið Rústað vakti engin
viðbrögð einfaldlega vegna þess
að það er fullkomlega náttúrulaust
í öllu sínu samþjappaða ofbeldi,
hryllingi, grimmd og fúkyrðum.
Þegar best lætur snýst verkið upp
í lágkúrulegt hallæri, gróteskan
hrylling, gróteska grimmd.
Grótesk grimmd
LEIKLIST JÓRUNN TÓMASDÓTTIR
Greinarhöfundur er ekki hrifinn af umtalaðri sviðsetningu Leikfélags Reykjavíkur í
Borgarleikhúsi á frægu verki Söruh Kane, Rústað. MYND LR/GRÍMUR
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
„Maður getur alltaf valið
hvernig maður vinnur vinnuna,
jafnvel þótt maður geti ekki
valið vinnuna sjálfa.“
Lykillinn er ... jákvæðni
Salka –forlag með sál
„Á þessari stundu eru
hugsanir þínar að móta framtíð þína.
Það sem þú hugsar mest um eða einbeitir þér
að mun birtast þér á lífsleiðinni.“
Í tilefni sjötugsafmælis Atla Heimis Sveinssonar í september 2008 efnir
Sinfóníuhljómsveit Íslands til hátíðartónleika þar sem tvö af hans merkustu
hljómsveitarverkum frá fyrri tíð hljóma, Flautukonsert og Hreinn: Gallerí SÚM . Auk
þess verður frumflutt glæný og spennandi sinfónía eftir þennan fjölhæfa og afkastamikla
listamann, sú sjötta í röðinni.
SÍUNGUR
OG SÍGILDUR
ATLI HEIMIR SJÖTUGUR
Nánari upplýsingar um tónleika og nýjustu
fréttir er ávallt að finna á www.sinfonia.is
Hljómsveitarstjóri | Baldur Brönniman
Einleikari | Melkorka Ólafsdóttir
FIMMTUDAGUR 19. MARS | kl. 19.30
Atli Heimir Sveinsson | Hreinn Gallerí SÚM
Atli Heimir Sveinsson | Flautukonsert
Atli Heimir Sveinsson | Sinfónía nr. 6 (frumflutningur)