Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 79

Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 79
LAUGARDAGUR 7. mars 2009 Skrá þarf þátttöku fyrir 10. mars á www.lydheilsustod.is/skraning - merkja Árnamessa. (Málþingið er í boði Lýðheilsustöðvar og því þarf ekki að fylla út í reiti fyrir greiðanda.) Rútur leggja af stað frá BSÍ kl. 9. Einnig er hægt að taka fundargesti upp í við bensínstöð N1 Ártúns- höfða. Vinsamlegast skráið í athugasemdagluggann í skráningarforminu ef þið verðið ekki með í rútunni frá BSÍ, og þá annaðhvort að þið komið ekki í rútuna, eða komið um borð á Ártúnshöfða. Fundarstjóri: Helgi Seljan 12:00 HÁDEGISMATUR 13:00 Setning málþings Helgi Seljan, fv. alþingismaður og fundarstjóri Árnamessu 13:10 Árni Helgason og bindindismálin: um frelsi, kærleik og betra samfélag Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar 13:30 Frjáls félagasamtök í forvörnum: staða og tækifæri Árni Einarsson, uppeldisfræðingur 13:50 Staða áfengis í samfélaginu Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur 14:10 Flott án fíknar: nútíma forvarnir Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi UMFÍ 14:30 Straumar og stefnur í áfengispólitík Rafn M Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, Lýðheilsustöð 14:50 KAFFIHLÉ OG SKÁKMÓT ÁRNAMESSU* 15:30 Panelumræður Stjórnandi: Halldór Árnason, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneyti 16:15 Málþingi slitið 16:30 Rútuferð til baka * Í tengslum við Árnamessu er haldið veglegt skákmót fyrir grunnskólanema (sjá kynningu á skákmótinu: www.lydheilsustod.is ) ÁRNAMESSA, STYKKISHÓLMI laugardaginn 14. mars 2009 Lýðheilsustöð boðar til málþings helgað Árna Helgasyni um stöðu áfengismála á Íslandi, haldið í grunnskóla Stykkishólms, Borgarbraut 6, kl. 12-16:30 Þriðjudaginn 17. mars 2009 – kl. 09.00-17.00 í Háskólanum í Reykjavík. Eþikos og Útflutningsráð Íslands bjóða upp á námskeið um innleiðingu samfélags- ábyrgðar sem lið í því að byggja upp traust, orðstír og ábyrga samkeppnishæfni. Þessar áherslur hafa aldrei verið mikilvægari en nú. Leiðbeinandinn Steven A. Rochlin er eftirsóttur fyrirlesari og einn af fremstu alþjóðlegu sérfræðingum á sviði samfélagsábyrgðar. Hann hefur skrifað bækur um efnið, ráðlagt ríkisstjórnum víða um heim og fjölda fyrirtækja þ.á m. BP, BT, Cemex, Chevron, JP Morgan Chase, Nestlé, Pfizer, SAP og Timberland. SAMFÉLAGSÁBYRGÐ Frá sýn til framkvæmdar P IP A R • S ÍA • 9 0 3 5 1 Námskeiðið er ætlað fulltrúum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka sem vilja innleiða stjórnarhætti sem sýna ábyrgð gagnvart efnahag, samfélagi og umhverfi. Þátttökugjald er 26.500 kr. Skráning fer fram með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is, eða í s. 511 4000. Nánari upplýsingar veita Stefán E. Stefánsson hjá Eþikos, s. 599 6526, stefaneinar@ru.is og Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði, s. 511 4000, inga@utflutningsrad.is. Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur: Öðlast aukinn skilning á inntaki og vægi samfélags- ábyrgðar á mörkuðum og á tímum fjárhagserfiðleika. Þekkja hagnýtar leiðir til þess að byggja upp traust, orðstír og samkeppnishæfni á grundvelli samfélagsábyrgðar. Geta með markvissum hætti kynnt samfélagslegt hlutverk fyrirtækisins gagnvart viðskiptavinum, hluthöfum og hagsmunaaðilum. Fá tækifæri til að byggja upp tengslanet sem styður við eflingu samfélagsábyrgðar hérlendis. „Manni fannst þetta nú allt í lagi þegar fyrstu skot árásirnar byrjuðu en núna er maður farinn að líta í kringum sig. Þetta er orðið svo nálægt manni,“ segir Steinunn Ósk Brynjarsdóttir hárgreiðslukona, sem býr og starfar á Norður- brú í Kaupmannahöfn. „Maður hjólar hratt og bara þar sem nóg er af ljósastaurum. Svo heyrir maður á kúnnunum sem búa flestir í nágrenninu að þeir eru allir hræddir við þetta.“ Fjölmargir Íslendingar ýmist búa eða starfa á Norðurbrú, rótgrónu hverfi nálægt miðbæ Kaupmanna- hafnar þar sem skotárásirnar hafa verið hvað tíðastar. Steinunn starfar á hárgreiðslu- stofunni Street Cut á Nørrebrogade. Stofan er í eigu Dana, en þar starfa sex Íslendingar og einn Dani. Eigandinn rekur þrjár aðrar hárgreiðslustofur í Kaupmannahöfn, og starfa Íslendingar á þeim öllum, en þó flestir á þeirri sem Steinunn vinnur á. Ástandið er ofarlega í hugum viðskiptavinanna, enda óþægilegt til þess að hugsa að hverfið sem maður býr í sé orðið að einum helsta vettvangi ofbeldisverka í landinu. „Eldri konurnar sem búa einar segja okkur að þær fari ekki lengur út úr húsi þegar dimmt er orðið,“ segir Steinunn. Sjálf þurfti hún að flytja nýlega, og þá hittist svo á að daginn áður hafði orðið skotárás í götunni sem hún flutti í, rétt hjá húsinu. „Þá varð ég svolítið smeyk.“ Sumar götur í hverfinu eru þannig að fólk hættir sér ekkert þangað inn. Ungir menn úr innflytjendaklíkunum standa þar á götuhornum með tal- stöðvar og fylgjast með öllum mannaferðum. „Ég fór þarna inn um daginn án þess að átta mig á því hvar ég væri fyrr en ég sá þrjá unga menn með talstöðvar. Þá leist mér nú ekki á blikuna,“ sagði hún. Viðskiptavinum hefur þó ekkert fækkað á hárgreiðslustofunni við Nørrebrogade, enda gengur lífið að mestu sinn vanagang í hverfinu þrátt fyrir þetta óvenjulega ástand. „Kúnnarnir ræða kannski meira um kreppuna núna, og svo er vorið að koma eftir mánuð hér í Kaupmannahöfn. Við hlökkum öll til.“ Aðalumræðuefnið á hárgreiðslustofunni UMMERKI ÁRÁSANNA Skotgat á rúðu í Frederiksberg. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR „Það ríkir algjört skelfingarástand á Norðurbrú. Það hefur í raun verið hræðilega erfitt ástand þarna meira og minna í tvö ár,“ segir Teitur Jónasson ljósmyndari í Kaupmanna- höfn. „Þetta er sama svæðið og varð fyrir barðinu á látunum út af Ung- dómshúsinu á sínum tíma. Þessar innflytjendaklíkur nýttu sér það ástand líka.“ Teitur þekkir borgina vel. Hann var ljósmyndari á hálfíslenska dagblaðinu Nyhedsavisen meðan það kom út, en rekur nú eigið ljósmyndafyrirtæki í Kaupmanna- höfn undir nafninu Esja. Hann tekur einnig að sér verkefni fyrir fjölmiðla- fyrirtækið Berlingske, sem gefur út fjölmörg dagblöð, tímarit, héraðs- fréttablöð og vefmiðla í Danmörku. „Ég tek kvöldvaktir fyrir þá svona tvisvar til þrisvar í viku og er svo kallaður út líka.“ Stundum er hann sendur á vettvang þegar skotárás hefur orðið einhvers staðar í borginni og þá er ekki um annað að ræða en að nota skothelt vesti í vinnunni. Hann segir starfið hafa breyst ótrúlega mikið á síðustu vikum. Meira að segja helstu forgangsatriði fréttaljósmyndarans þurfa að víkja. „Áður fyrr keyrði ég bara inn í þessi hverfi, reyndi að komast sem fyrst á vettvang og ná myndum, en eftir að þetta fór að magnast hafa margir fjölmiðlamenn orðið fyrir miklu aðkasti.“ Núna bíður Teitur því átekta þang- að til lögreglan hefur náð tökum á ástandinu. Þá fyrst hættir hann sér á vettvang, og hann er ekki einn um þetta. „Ég veit til dæmis að á föstudag- inn þegar Írakinn var myrtur, þá var sjúkrabíll sendur á staðinn, en hann beið í fimmtán mínútur fyrir utan svæðið á með lögreglan fór inn og tryggði svæðið.“ Síðasta helgi varð sú blóðugasta í sögu þessara hörmulegu átaka milli vélhjólamanna og innflytjendapilta, síðan þau hófust fyrir rúmlega hálfu ári. Írakinn, sem Teitur minntist á, var myrtur á föstudagskvöld á Norðurbrú. Á laugardag særðist 32 ára gamall Færeyingur lífs- hættulega, einnig á Norðurbrú. Á sunnudagskvöld var síðan annar maður myrtur og þrjár manneskjur særðust þegar gerð var skotárás á kaffihús á Amagereyju, rétt hjá höfuðstöðvum Vítisengla þar. Um miðjan febrúar varð Teitur fyrir því að veist var að honum í starfi svo hann varð að forða sér á hlaupum. Hann kom á vettvang um svipað leyti og lögreglan eftir skotárás á Korsgade. „Ég ætlaði að fara að taka myndir þegar tíu eða tuttugu manna hópur kemur að og spyr hvað ég sé að gera. Ég ætla að fara frá þeim en þá koma þeir hlaupandi á eftir mér. Ég komst svo naumlega inn í bílinn og gaf í botn.“ Hann slapp í þetta skiptið, en hefur síðan haft varann á. Lögreglan hefur hvatt fólk til að halda ró sinni ef það lendir í slíku, en væntanlega er það enginn hægðarleikur þegar lífið er í húfi. „Í raun og veru brást ég við alveg eins og þessi Færeyingur. Hann var bara að fara á tónleika ásamt vini sínum. Þeir voru að skima í kringum sig í hverfinu og virtust eitthvað grunsamlegir, þannig að þeir voru stöðvaðir. Svo gefur bílstjórinn í og þá er skotið á bílinn.“ Færeyingurinn sat í farþegasætinu og varð fyrir skoti. Hann var fluttur lífshættulega slasaður á sjúkrahús. Þarf að nota skothelt vesti í vinnunni ÍSLENSKUR FRÉTTALJÓSMYNDARI Í KAUPMANNAHÖFN Teitur Jónasson þekkir borgina vel. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.