Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 102

Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 102
62 7. mars 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HESTAR Þriðja mótið í Meistara- deild VÍS fór fram á fimmtudags- kvöldið en þá var keppt í slak- taumatölti. Eyjólfur Þorsteinsson hefur farið mikinn í Meistaradeildinni í vetur og var enn í toppformi á fimmtudag. Hann hreppti efsta sætið á Ósk frá Þingnesi. Hinrik Bragason varð annar á Hnokka frá Fellskoti. Bylgja Gauksdóttir og Ösp frá Enni hrepptu bronsið. Eyjólfur er langefstur í stiga- keppninni með 29 stig en Sigurð- ur Sigurðarson kemur næstur með 19 stig. - hbg Meistaradeild VÍS: Eyjólfur er óstöðvandi HEITUR Eyjólfur fer á kostum í Meistara- deild VÍS. MYND/ÖRN KARLSSON Búlgarska úrvalsdeildin hófst aftur í gær- kvöldi eftir þriggja mánaða vetrarfrí en CSKA Sofia, lið Garðars Gunnlaugssonar, leikur sinn fyrsta leik eftir frí í dag. Garðar hefur þó átt fremur erfitt upp- dráttar þrátt fyrir að vera í byrjunarliðinu og skoraði í síðasta leik CSKA fyrir frí. „Ég reyndi að nota fríið til að jafna mig á meiðslum en það tókst ekki þó svo að ég hafi farið í sprautumeðferð. Ég kom meidd- ur til baka úr fríinu og var ekki tekið vel í það,” sagði Garðar við Fréttablaðið. „Fyrstu sex vikurnar af undirbúningnum fóru því í að ná mér góðum af þeim og hef ég nú ekki fundið fyrir meiðslum í náranum í tvær vikur. En ég er ekki í jafn góðu formi og hinir strákarnir sem hafa verið að púla síðan í janúar.” Garðar verður ekki í leikmannahópnum í dag eins og hann bjóst reyndar við sjálf- ur. „Ég er ekki búinn að vera í myndinni síðan ég kom til baka. Þetta verður bar- átta og ekkert að gera nema bíta á jaxlinn og halda áfram.” Nýlega voru eigendaskipti hjá félaginu og því ákveðið að skipta um þjálfara sem var gert í fyrradag. Gamli búlgarski landsliðsmaðurinn Luposlav Penev tók við liðinu. „Hann spilaði lengi á Spáni með Valencia, Atletico Madrid og Celta Vigo. Ég held að hann eigi meira en 100 mörk í spænsku úrvals- deildinni en þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Mér líst vel á hann en það er slæmt að vera ekki upp á sitt besta til að ég geti sýnt honum hvað í mér býr,” sagði Garðar. Honum líkar þó lífið vel í Búlgaríu en ætlar að endurskoða sín mál ef ekki birtir til. „Það er sama hvar í heiminum maður er – ef maður er ekki að spila þá er maður óánægður. Maturinn og vínið bragðast bara ekki eins vel,” sagði hann í léttum dúr. „Ég og umboðsmaðurinn ætlum að fara yfir stöðuna í apríl. Ef ég verð enn fyrir utan hópinn þá fer ég væntanlega að hugsa mér til hreyfings. Ég hef engan áhuga á því að sitja bara á afturendanum og hirða launin.” GARÐAR GUNNLAUGSSON: BÚLGARSKA ÚRVALSDEILDIN BYRJAR AFTUR EFTIR VETRARFRÍ Vetrarfríið búið en Garðar er enn í kuldanum > Hugur Baldurs stefnir í KR Miðjumaðurinn Baldur Sigurðsson hefur ákveðið að reyna að ná samningum við KR en honum leist best á KR af þeim þremur liðum sem reyndu hvað harðast að fá hann. Hin tvö voru Valur og FH. „Ég hitti KR-ingana í fyrramálið [í dag] og vonandi náum við samningum,“ segir Baldur sem hefur ekkert rætt peninga- mál við félögin enda vildi hann taka ákvörðun sína á faglegum forsend- um. „Mér leist rosalega vel á allt hjá KR. Ég tel mig geta bætt mig sem knattspyrnumann þar og vonandi komist aftur út í kjölfarið.“ FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í fótbolta heldur áfram að stríða bestu knattspyrnulandslið- um heims á Algarve-bikarnum. Í gær munaði afar litlu að liðið næði jafntefli gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna sem eru í 1. sæti á styrkleikalista FIFA. Natasha Kai tryggði bandaríska liðinu sigurinn á 90. mínútu leiks- ins og íslensku stelpurnar sátu eftir, sáttar með frammistöðuna en svekktar að hafa ekki náð að halda út allan leikinn. Stoltur en líka svekktur „Það var alveg grátlegt hvað við vorum nálægt þessu því þá hefðum við verið að fara að spila úrslita- leik við Danmörku um að komast í úrslitaleikinn á mótinu. Svona er boltinn,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari sem hrósaði stelpunum fyrir frammi- stöðuna og sagði þær hafa spilað betur en þegar þær unnu 3-1 sigur á Noregi á miðvikudaginn. „Þetta var frábær leikur hjá lið- inu. Ég sagði við stelpurnar eftir leikinn að þetta væri besti leik- urinn sem þær hefðu spilað undir minni stjórn. Ég er mjög stoltur af liðinu en auðvitað er svekkjandi að fá á sig mark í restina. Þær fundu engar lausnir til að brjóta okkur niður því liðið var svo vel skipulagt og allar að vinna fyrir hver aðra og loka svæðum. Þær fóru allar í tæklingarnar og návígin,“ segir Sigurður Ragnar. Komu sjálfum sér á óvart „Það var ekki eins og við höfum pakkað í vörn,“ segir Sigurður. „Ég held að við höfum komið sjálfum okkur svolítið á óvart hversu góðar við vorum á móti svona sterku liði. Þessi leikur veitir okkur sjálfs- traust því þetta á að heita besta lið í heimi og við vorum hársbreidd frá því að gera jafntefli við þær.“ Sara Björk Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir fóru báðar meiddar af velli í fyrri hálfleik og það er óvíst með þátttöku þeirra í næsta leik. Sigurður Ragnar sagði brotið á Söru hafa verið fólskulegt og hefði auðveldlega getað slasað hana illa. „Hún fór í ökklann á henni á meðan Sara steig í fótinn og það var bara mjög gróft brot,” sagði Sigurður Ragnar. Guðbjörg Gunnarsdóttir lék mjög vel í markinu og er langt komin með að eigna sér markvarðarstöð- una í landsliðinu. „Hún þurfti að verja langskot en þetta voru góð skot því þær eru með öfluga skot- menn. Hún lék óaðfinnanlega í markinu og átti frábæran leik. Hún greip vel inn í og tók fyrirgjafir á hæsta punkti og var örugg í spörk- unum fram,“ sagði Sigurður Ragn- ar. Mæta Dönum í næsta leik Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Danmörku á mánudaginn. Bandaríska liðið er búið að tryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í úrslitaleiknum en sigurveg- ari leiksins á mánudaginn kemst í bronsleikinn. Íslenska liðinu nægir reyndar jafntefli þar sem stelpurn- ar okkar eru með betri markatölu. „Það er stefnan hjá okkur að komast í bronsleikinn. Danmörk er með hörkulið. Þeir sem horfðu á leik Bandaríkjanna og Danmerkur töluðu um að Danmörk hefði verið betri aðilinn þótt liðið hafi tapað 2- 0,“ segir Sigurður. „Þær sköpuðu sér mörg færi, eru með mjög spil- andi lið og er líka lið í fremstu röð í heiminum. „Þetta mót er frábær reynsla fyrir okkur og ég held að við getum tekið margt mjög jákvætt út úr þessu inn í næstu leiki og svo loka- keppnina,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. ooj@frettabladid.is Besti leikurinn undir minni stjórn Stelpurnar okkar voru ótrúlega nálægt því að ná jafntefli gegn besta landsliði heims í öðrum leik liðsins á Algarve-bikarnum í gær. Ísland spilar úrslitaleik við Danmörku um að komast í bronsleikinn. ÖRUGG Í MARKINU Guðbjörg Gunnarsdóttir sést hér búin að grípa boltann eftir fyrirgjöf bandaríska liðsins í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Algarve-bikarinn í fótbolta Ísland-Bandaríkin 0-1 Danmörk-Noregur 2-0 STAÐAN Í B-RIÐLI Bandaríkin 2 2 0 0 3-0 6 Ísland 2 1 0 1 3-2 3 Danmörk 2 1 0 1 2-2 3 Noregur 2 0 0 2 1-5 0 A-RIÐILL Svíþjóð-Finnland 1-0 Þýskaland-Kína 3-0 Stig: Þýskaland 6, Svíþjóð 4, Kína 1, Finnland 0. Iceland Express deild karla Grindavík-FSu 107-85 (53-40) Stig Grindavíkur: Nick Bradford 20, Arnar Freyr Jónsson 18 (9 stoðs.), Brenton Birmingham 17, Þorleifur Ólafsson 12, Páll Axel Vilbergsson 12, Helgi Jónas Guðfinnsson 7, Páll Kristinsson 7, Guðlaugur Eyjólfsson 6, Þorsteinn Finnbogason 4, Björn Brynjólfsson 4 Stig FSu: Sævar Sigurmundsson 25, Árni Ragn arsson 22 (14 frák.), Björgvin Valentínusson 10, Tyler Dunaway 8, Vésteinn Sveinsson 6, Hilmar Guðjónsson 5, Chris Caird 5, Kjartan Kárason 3, Orri Jónsson 1. Skallagrímur-KR 62-97 (34-50) Stigahæstir: Landon Quick 23 (9 stoðs.), Igor Beljanski 21, Arnar Snorrason 10 - Jakob Örn Sig urðarson 27 (6 stoðs., hitti úr 11 af 11 skotum), Jason Dourisseau 12, Skarphéðinn Ingason 10, Helgi Már Magnússon 10, Brynjar Björnsson 9, Fannar Ólafsson 8, Darri Hilmarsson 7. KR er deildarmeistari í fyrsta sinn síðan 1990. Tindastóll-Keflavík 63-91 (25-44) Stigahæstir: Friðrik Hreinsson 17, Alphonso Pugh 10 - Hörður Axel Vilhjálmsson 30 (hitti úr 9 af 11 skotum), Gunnar Einarsson 13, Jón Norðdal Hafsteinsson 13, Sigurður Þorsteinsson 10. 1. deild karla í körfubolta Valur-Hamar 82-80 (framlenging) KFÍ-Haukar 67-81 Þór Þorl. Fjölnir 64-94 Hamar tókst ekki að tryggja sér sæti í Iceland Express deild karla en liðið vantar aðeins einn sigur til að tryggja sér sigur í 1. deild. ÚRSLITN Í GÆR KÖRFUBOLTI Grindvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með FSu í leik liðanna í Grindavík í gærkvöldi. Heimamenn höfðu for- ystu frá fyrstu mínútu og stungu af í síðari hálfleiknum. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og létu liðin það ekki á sig fá þótt örfáir áhorfendur hefðu séð sér fært að mæta í Röstina. Grinda- vík beitti stífri pressuvörn og keyrði upp hraðann og forskotið jókst jafnt og þétt. Heimamenn höfðu yfir 29-15 eftir fyrsta leikhluta og undir lok annars leikhluta vaknaði Brenton Birmingham til lífsins og skoraði ellefu stig á stuttum tíma. Stað- an í hálfleik 53-40 og hefði staða gestanna eflaust verið verri ef barátta þeirra hefði ekki skilað þeim ellefu sóknarfráköstum í hálfleiknum. Um miðbik þriðja leikhlutans má segja að úrslit leiksins hafi ráðist, en þá tóku Grindvíking- ar litla rispu undir forystu Nick Bradford og juku forskot sitt upp fyrir tuttugu stigin í stöð- unni 67-46. Grind- víkingar höfðu yfir 84-59 eftir þriðja leik- hluta og því var fjórði leikhlutinn aðeins formsatriði fyrir þá gulklæddu. „Þetta var bara fínt hjá okkur og öruggt allan tím- ann. Við vorum fyrst og fremst að slípa okkur fyrir úrslita- keppnina og leyfð - um öllum að spila,“ sagði Frið- rik Ragn- arsson þjálf- ari Grindavíkur. Það væri ósanngjarnt að taka einstaka leikmenn út í sterkri liðs- heild Grindavíkurliðsins í þessum leik en Árni Ragnarsson og Sævar Sigurmundsson voru atkvæða- mestir hjá FSu. Það var gaman að sjá að gestirnir börðust eins og ljón allt til loka þrátt fyrir mót- lætið. 107-85. „Þetta var bara lélegt. Við komum hérna inn og höfðum engu að tapa, en mér finnst ekki gott að ungt og sprækt lið sé að koma hérna inn svona flatt þegar það hefur engu að tapa. Aðall FSu liðs- ins hefur alltaf verið froðufellandi barátta. Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari FSu. -bb Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir sannfærandi sigur liðsins á FSu í Iceland Express deildinni í gær. Vorum að slípa okkur fyrir úrslitakeppnina 18 STIG OG 9 STOÐSEND- INGAR Arnar Freyr Jónsson lék vel með Grindavík í gær. FRÉTTA- BLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.