Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 110

Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 110
70 7. mars 2009 LAUGARDAGUR „Frá því ég flutti aftur til Banda- ríkjanna hef ég unnið að þessu verkefni linnulítið,“ segir heilsu- ræktarfrömuðurinn Raul Rodriqu- ez en nú stefnir í að hann fari með líkamsræktarprógramm sitt og heimspeki í amerískt sjónvarp. Þættir hans, From Zero to Hero, eru í burðarliðnum. Rodriquez er mörgum Íslending- um að góðu kunnur, var búsettur á Íslandi um árabil og var einka- þjálfari hjá Magnúsi Scheving og Bjössa í World Class. Nokkra athygli vakti að hann og skáksnill- ingurinn Bobby Fischer bundust miklum vináttuböndum meðan Fis- cher entist aldur. Rodriquez fluttist svo búferlum til Hollywood þar sem hann hefur starfað sem einkaþjálf- ari á hinni þekktu Gold Gym-lík- amsræktarstöð. Hefur Fréttablaðið greint frá afrekum hans en meðal skjólstæðinga hans er frægðarfólk á borð við Bevin Prince, David Thewlis, Clay Adkins, Shawn Hat- osy, Jeraldine Saunders og Fabio að ógleymdum sjálfum Mike Tyson. Listinn er langur. „Ég hef þjálfað fjölda frægra einstaklinga og hitti svo Jamie Morse Heidegger sem meðal annarra stofnaði Kiehls Cosmet- ics í New York. Hún varð dolfall- in, ekki bara á þekkingu minni á heilsurækt og næringarfræði, heldur ekki síður yfir samskipta- hæfileikum mínum. Ég sagði henni að ég hlyti að hafa lært talsvert í 10 þúsund einkatímum þar sem ég þjálfaði heilbrigðasta fólk í heimi – Íslendinga! Og þá tók boltinn að rúlla,“ segir Rodriquez. Heidegger spurði Raul hvort hann væri til í að vinna að eigin sjónvarpsþætti og skrifa bók og hún myndi nota sín sambönd til að koma því á kopp- inn. „Ég hef nú framleitt sýnis- horn úr þættinum sem verður sýnt fljótlega.“ Verkefnið er, eins og áður sagði, undir nafninu Zero to Hero, og hugmyndin er að gera átta þætti sem verða jafnframt aðgengilegir á net- inu og þá 32 þar. „Hugmyndin er að gera heilsurækt aðgengilega öllum. Öllum sem ekki hafa efni á að kaupa sér dýrum dómum einka- þjálfara. Ef einhver hefur viljann, þá þekki ég leiðina. Með Zero to Hero í sjónvarpi ætla ég að veita öllum aðgengi að reynslu minni og menntun. Ég lít á mig sem eins konar nútíma Hróa hött, sem tók frá þeim ríku og færði hinum fátæku. Til stendur að eiga við- töl við marga af þeim mikla fjölda frægra sem ég hef þjálfað. Og von- andi verður það til að hvetja fólk til dáða – að það geri eitthvað í sínum málum. Því þetta er ekki spurning um líkamlegan styrk heldur andlegan, fyrst og fremst,“ segir Rodriquez sem nú stefnir að því að verða sjónvarpssstjarna í henni Hollywood. Það verkefni tekur allan tíma hans og því veit hann ekki hvenær hann kemur því við að koma aftur til Íslands. En segir að þar sé hjarta sitt. jakob@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. spjall, 6. hljóm, 8. drulla, 9. dauði, 11. óreiða, 12. algjörlega, 14. langan, 16. tveir eins, 17. örn, 18. stilla, 20. til, 21. tala. LÓÐRÉTT 1. nabbi, 3. frá, 4. þegn, 5. steinbogi, 7. afsökun, 10. tvöfalt, 13. jafnvel, 15. nudda, 16. hrökk við, 19. ólæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. rabb, 6. óm, 8. for, 9. lát, 11. rú, 12. alveg, 14. síðan, 16. bb, 17. ari, 18. róa, 20. að, 21. átta. LÓÐRÉTT: 1. bóla, 3. af, 4. borgara, 5. brú, 7. málsbót, 10. tví, 13. eða, 15. niða, 16. brá, 19. at. „Ég er ofboðslega glöð í dag,“ segir Helga Margrét Reykdal hjá við- burðafyrirtækinu True North. Í gær var kynntur aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar. Þar er að finna stjórnarfrumvarp þar sem lagt verður til að hækka endurgreiðslu framleiðslukostnaðar til handa þeim erlendu kvikmyndagerðar- mönnum sem kjósa að skjóta kvik- myndir sínar á Íslandi. Ráð er fyrir gert að þeir fái tuttugu prósenta endurgreiðslu í stað fjórtán áður – rétt eins og bæði Helga Margrét og Baltasar Kormákur hafa lagt til við ráðuneytið. Fram hefur komið að risavaxið verkefni Baltasars, Víkingr, sem gróft áætlað er mynd upp á fimm milljarða, verður tekið hér á landi og á Írlandi. Írar hafa verið klókir í að laða til sín alls kyns starfsemi með því að bjóða 28 prósenta endurgreiðslu. Ef frumvarpið verður afgreitt eykur þetta líkurnar verulega á því að kvik- myndatökumenn Baltasars og hinir banda- rísku fram- leiðendur myndar- innar muni dvelja hér miklu lengur en annars. Það hefur jákvæð áhrif á True North sem tekið hefur að sér að annast alla þjón- ustu og undirbúning myndarinn- ar. „Já, og ekki bara okkur. Held- ur hefur þetta víðtæk áhrif og er virðisaukandi fyrir til dæmis ferðaþjónustu og byggingariðn- aðinn,“ segir Helga Margrét. Hún segir jafnframt að þetta muni hafa í för með sér að fleiri kvikmynda- verkefni komi til landsins og eru á borðinu hjá True North fjöldi fyrirspurna, sem komnar eru mis- langt, þess efnis. Um leið og frum- varpið hefur verið afgreitt munu skilaboð frá True North fara um heim allan í gegnum þar til gerða kanala. „Kvikmyndagerðarmenn fagna í dag,“ segir Helga Margrét. - jbg Kvikmyndagerðarmenn fagna ákaft BALTASAR KOR- MÁKUR Hækkun endurgreiðslunnar þýðir að miklu stærri hluti myndarinnar Víkingr verður tekinn á Íslandi. HELGA MARGRÉT Stjórnarfrumvarp gerir ráð fyrir hækkun endurgreiðslu fram- leiðslukostnaðar til erlendra kvikmynda- framleiðenda sem mun þýða aukin verkefni fyrir greinina hér á landi. RAUL RODRIQUEZ: SJÓNVARSPÞÆTTIR Í HOLLYWOOD Í BURÐARLIÐNUM HRÓI HÖTTUR HEILSUNNAR „Þetta eru bara hrein og bein skemmdarverk. Við áttum von á vörunum okkar eftir tvær vikur þegar okkur er tilkynnt að samstarf- inu sé samstundis rift,“ segir Ásta Kristjáns- dóttir, einn af eigendum tískuvörumerkisins E-label. Frönsk verksmiðja, sem framleiða átti nýja fatalínu E-label, tilkynnti Ástu að fyrirtækið væri hætt við að framleiða fatn- að þeirra. Ásta segir að hún hafi komist að því að ástæða riftunarinnar væri sú að Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC, sem hefur haft fatnað sinn í framleiðslu hjá fyrir- tækinu í nokkur ár, hafi hringt út og hótað að draga viðskipti sín til baka nema verksmiðjan hætti við framleiðslu fyrir E-Label. Svava Johansen sagði í samtali við Frétta- blaðið að NTC hefði haft samstarfssamning við umrædda verksmiðju í mörg ár. „Verk- smiðjan er lítið fjölskyldufyrirtæki sem við gerðum samning við um að vera í einka- kúnnasambandi við hvað Ísland snertir. Við vildum ekki lenda í því að í kringum okkur væru vörur úr eins efnum og lit. Mér skilst síðan að einn fyrrverandi starfsmanna minna, sem nýverið keypti sig inn í E-Label, hafi haft samband við verksmiðjuna sem áleit að E-Label væri einungis að selja fatnað „on-line“. Þessi starfsmaður var þarna að nota trúnaðarupplýsingar frá fyrirtækinu um hverja við erum í samstarfi við,“ segir Svava og bætir við að þegar eigendur verk- smiðjunnar hafi áttað sig á að þetta væri íslensk búð hafi þeir dregið sig til baka. Ásta segir það af og frá að trúnað- arupplýsingar hafi verið notaðar. Verksmiðjan úti hafi vitað að um íslenskan markað væri að ræða. Heba Björk Hallgrímsdóttir, með- eigandi E-Label, segist eiga tölvu- pósta því til staðfestingar. „Þetta eru erfiðir tímar þar sem manni finnst að fólk ætti að standa saman en ekki skemma fyrir. Íslenskir hönnuðir deila oft verksmiðjum og Gunni hjá And- ersen & Lauth bauð fram verk- smiðjuna sína í Kína núna.“ Svava tekur undir að nauðsynlegt sé að standa saman. „Fólk má hins vegar ekki fara bak við borðið og róta til hjá hvert öðru.“ - jma Tískudrottningar í harðvítugum deilum Elva Rósa Skúladóttir Aldur: Tuttugu og ellefu ára. Starf: Hönnuður hjá útivistarmerk- inu Cintamani. Fjölskylda: Maki og barn. Foreldrar: Skúli J. Björnsson og Anna S. Garðarsdóttir, eigendur Sportís ehf. Búseta: 104 Reykjavík. Stjörnumerki: Fiskur. Elva Rósa er yfirhönnuður hjá Cintamani- merkinu sem danska krónprinsessan Mary Donaldson klæðist. Aðeins eru eftir fjórir þættir af Spaugstofunni en ætlunin var að þetta yrði þeirra allra síðasti vetur. Hins vegar gefa áhorfstölur það til kynna að þjóðin sé hvergi nærri orðin leið á spaugurun- um sem tróna á toppnum. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkru að hugsanlega væru þeir hættir við að hætta. Þór- hallur Gunnarsson hefur þó ekki gengið til samninga við hópinn enn sem komið er og eftir því sem næst verður komist eru Pálmi Guð- mundsson og Stöð 2 þess albúin að grípa gæsina ef hún gefst. Eftir að Málefnin lognuðust út af er einhver mesta ljónagryfja netsins Barnaland. Nú gengur í gegnum hreinsunareld mikinn þar Hilmir Snær Guðnason leikari eftir að Séð og heyrt greindi frá því að hann eigi von á barni með ungum viðskiptafræðingi. Annar sem þekkir það vel að vera tekinn til bæna af hinum tannhvössum kvensum sem fara mikinn á Barnalandi er söngvarinn Magni Ásgeirsson en honum voru ekki vandaðar kveðjurnar þegar hann skildi um stundarsakir við konu sína í kjölfar Rockstar-þátt- anna. Það var fríður hópur tónlistar- manna sem flaug til Bandaríkjanna um miðjan dag í gær. Fyrir hópnum fór Magnús Kjartansson en með í för voru þau Tryggvi Hüb- ner og Sigríður Bein- teinsdóttir. Þríeykið var bókað til að spila á Íslendingaskemmtun í Los Angeles í kvöld og annarri Íslendinga- gleði í San Francisco að viku liðinni. - jbg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI E-LABEL-VÖRURNAR Í HÆTTU Ásta Kristjánsdóttir, eigandi E-Label, er ekki ánægð með að Svava Johansen hafi komið í veg fyrir framleiðslu nýju fatalín- unnar. Svava segir að E-Label hafi notað sér trúnaðarupplýsingar frá NTC. w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU RAUL RODRQUEZ STEFNIR HÁTT Einkaþjálfarinn, sem hefur tekið Hollywood með trompi og þjálfað her frægðarfólks, stefnir í sjónvarpið og er kominn í samband við fjársterka aðila.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.