Fréttablaðið - 30.03.2009, Side 4

Fréttablaðið - 30.03.2009, Side 4
4 30. mars 2009 MÁNUDAGUR íslenskur ríkisborgari www.okkarsjodir.is Jóhanna, nú hefur þú tækifæri til að standa við orð þín um að velferð aldraðra gangi fyrir. Það er líka spilling í lífeyrissjóðakerfinu, þar þarf að taka til. Við viljum endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu strax. Yfir 16.000 manns hafa þegar skrifað undir, stefnum á 25.000. Lífeyrissjóðirnir eru okkar eign! Atkvæðin eru okkar vopn! Ljósmyndarinn sem tók mynd af Noordin Alazawi í blaðinu á laugar- dag heitir Steinþór G. Hafsteinsson. LEIÐRÉTTING GEIMFERÐIR Geimferjan Discov- ery er komin aftur til jarðar eftir vel heppnaðan þrettán daga leið- angur til Alþjóðlegu geimstöðv- arinnar. Ferjan lenti á Kennedy- geimferðamiðstöðinni í Flórída nokkrum klukkustundum eftir áætlun, en heimferðinni hafði verið frestað lítillega vegna slæms veðurs. Sjö meðlimir Discovery fóru í leiðangurinn sem tengdist efl- ingu sólarorkunnar sem geim- stöðin notast við. Einn geimfari, Sandra Magnús, sem hafði verið í stöðinni í fjóra mánuði var á meðal þeirra sem sneru aftur til jarðar. Á sama tíma og geimferjan kom til jarðar lenti rússneskt geimfar með bandarískan millj- arðamæring á Alþjóðlegu geim- stöðinni. Hann heitir Charles Simonyi og var í sinni annarri geimferð. - fb Discovery komin til jarðar: Vel heppnuð geimferð DISCOVERY Geimferjan er komin aftur til jarðar eftir þrettán daga ferðalag. SPÁNN, AP Spænskir dómstólar íhuga að ákæra sex fyrrverandi embættismenn í Bandaríkjunum fyrir að hafa lagt fram skjöl sem áttu að réttlæta pyntingarnar sem eru sagðar hafa átt sér stað í Guantanamo-fangabúðunum. Það voru lögfræðingar á sviði mannréttindamála sem ákærðu mennina, sem störfuðu allir fyrir Bandaríkjastjórn. Á meðal þeirra er fyrrverandi starfsmaður varnarmálaráðuneytisins, Dou- glas Feith, sem hefur vísað ákær- unum á bug. Spænskir dómstólar geta dæmt menn fyrir lögbrot á borð við pyntingar og stríðsglæpi þótt framin hafi verið í öðrum lönd- um. - fb Pyntingar í Guantanamo: Spánverjar íhuga ákærur GUANTANAMO Fangabúðirnar í Guantanamo-flóa hafa verið gríðarlega umdeildar víða um heim. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 11° 12° 8° 10° 13° 6° 8° 8° 18° 11° 16° 13° 26° 2° 12° 19° 6°Á MORGUN Norðaustan eða austan, 8-13 m/s, hvassast NV-til. Hægast austan til. ÞRIÐJUDAGUR Fremur stíf austlæg átt, hvassast S- og V-til. -4 -5 -6 -4 -5 -2 -3 0 0 -1 -7 9 13 15 12 10 18 16 18 11 15 10 2 1 -5 -4 -2 3 5 1 0-1 STORMUR NORÐAN- OG AUSTANLANDS Það verður ekkert ferðaveður á Norð- ur- og Austurlandi í dag en búist er við norðvestan hvass- viðri eða stormi og talsverðri ofankomu fram eftir deginum. Síðdegis mun taka að lægja smám saman og draga úr ofankomu. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson alþingismaður var í gær kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut 990 atkvæði, 58,1 prósent, en Kristján Þór Júlí- usson alþingismaður fékk 688 atkvæði, 40,4 prósent. Bjarni tekur við embættinu af Geir H. Haarde sem kjörinn var formaður 2005. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin varaformaður flokksins. Hlaut hún rúmlega 80 pró- sent atkvæða. Bjarni er níundi formaður Sjálfstæðisflokksins sem stofnaður var 1929. Kjörið í gær var hið fyrsta síðan sjálfstæðismenn kusu á milli Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar 1991. Bjarni er fæddur 1970, hann er lögfræðingur að mennt og starfaði sem lögmaður áður en hann var kjörinn á þing 2003. Flest atkvæði í kjöri til mið- stjórnar hlutu Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjar- stjóri á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir kynningar- stjóri, Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri, Elínbjörg Magnúsdóttir fiskverkakona og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins. - bþs Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kjörin til forystustarfa: Tæp 60 prósent kusu Bjarna FORYSTAN Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir endurkjörin varaformaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VINNUMARKAÐUR Atvinnulausir eiga engan rétt til atvinnuleysis- bóta meðan þeir eru í fullu námi þar sem reglur Vinnumálastofnun- ar kveða á um að fólk á atvinnu- leysisbótum verði að vera virkt í atvinnuleit. Ef þeir eru í fullu námi teljast þeir ekki virkir í atvinnuleit. Atvinnulausir verða því að sækja um námslán ætli þeir að vera í fullu námi. Atvinnulaus- ir geta hins vegar tekið eitt til tvö námskeið meðan þeir eru á bótum og eru þá virkir í atvinnuleit. Atvinnulausir sem fara í fullt nám geta sótt um námslán hjá LÍN fyrir næsta vetur. Lægstu atvinnu- leysisbætur eru tæplega 150 þús- und krónur á mánuði en námslán eru 100 þúsund krónur fyrir ein- stakling. Framfærsla námsmanna er svo lág þar sem gert er ráð fyrir því að þeir vinni fjóra mánuði á ári. Tekjurnar koma aðeins til fimm prósenta skerðingar. Fyrirsjáan- legt er að margir námsmenn eiga á hættu að vera atvinnulausir í sumar og geta því ekki unnið til framfærslu með námsláni. Guðrún Ragn- arsdóttir, fram- kvæmdastjóri LÍN, segir að verið sé að endurskoða reglurn- ar. Tekjumörkin vegna greiðslu fastrar afborgunar hafi þegar verið hækkuð úr 2,1 milljón í fjór- ar milljónir að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum. Útlánareglurnar séu til endurskoðunar í ljósi þess að rýmka möguleika til náms en það myndi kosta LÍN minnst 155 milljónir að hækka grunnfram- færslu í 150 þúsund. „Fleiri ætla sér í nám og tekju- möguleikarnir eru líka minni en áður. Margir námsmenn fá sjálf- sagt ekki vinnu í sumar,“ segir hún. „Þetta er allt til skoðunar og við stefnum að því að klára það í apríl,“ segir hún og telur mögu- leika til að fá viðbótarfjárfram- lag frá ríkinu ekki mikla. Guðrún segir að framfærslugrunnurinn sé meðal þess sem sé til skoðunar. Fyrirsjáanlegt er fleiri munu sækja um námslán. Aukin eftir- spurn verður eftir sumarnámi. Þá telur Guðrún að fleiri fari í nám, grunnháskólanám og sömuleiðis framhaldsnám. „Það er verið að fara í gegnum allt þetta og átta sig á því hvað er raunhæft að gera en að lokum stendur það og fellur með pólitíkinni,“ segir hún. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra segir að kannað sé hvort hægt sé að hækka fram- færslugrunninn hjá LÍN. Það verði varla gert nema að auka tekjuteng- ingu. „Auðvitað viljum við finna leiðir til þess að þeir sem engar aðrar tekjur hafa fái hækkun á sinni framfærslu,“ segir hún. ghs@frettabladid.is Atvinnulausir fá ekki bætur í námi Þeir sem hafa greitt í atvinnuleysistryggingasjóð fá ekki atvinnuleysisbætur ætli þeir að nota tíma sinn í fullt nám meðan á atvinnuleysinu stendur. Nemar hafa 100 þúsund á mánuði en atvinnulausir 150 þúsund. Útlánareglur í skoðun. EKKI Á BÓTUM Búast má við að margir atvinnulausir fari í nám í haust. Þeir geta ekki stundað fullt nám á bótum. Samkvæmt reglunum er sá sem stundar fullt nám ekki virkur í atvinnuleit og því getur hann ekki verið á atvinnuleysisbótum. Hann verður að sækja um námslán. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KATRÍN JAKOBSDÓTTIR GENGIÐ 27.03.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 194,9157 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,35 119,91 170,75 171,59 160,07 160,97 21,486 21,612 18,180 18,288 14,758 14,844 1,2160 1,2232 178,78 179,84 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Formaður afþakkar þóknun Valdimar Guðmannsson, formaður bæjarráðs á Blönduósi, afsalar sér greiðslu fyrir formennskuna og vill hér eftir aðeins venjuleg laun bæjar- fulltrúa. „Ég tek þessa ákvörðun í ljósi þess að undanfarna mánuði hafa mörg fyrirtæki og stofnanir ásamt sveitarfélögum þurft að grípa til aðhalds og niðurskurðar, meðal ann- ars með lækkun launa starfsfólks,“ segir Valdimar í bókun. BLÖNDUÓS GLÆPIR Hópur tölvuþrjóta hefur brotist inn í tölvur stjórnvalda víða um heim og stolið þaðan við- kvæmum upplýsingum. Flestir meðlimir hópsins búa í Kína. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá kanadískri upplýsingastofnun sem hefur eftirlit með hernaði. Alls hakkaði hópurinn sig inn í tæplega 1.300 tölvur í 103 lönd- um. Á meðal þeirra eru tölvur í eigu utanríkisráðuneyta og sendiráða og tölvur sem tengjast tíbetska friðarleiðtoganum Dalai Lama. Engar sannanir eru fyrir því að kínversk stjórnvöld séu á bak við njósnirnar og hafa þau neitað aðild að málinu. - fb Umsvifamiklir tölvuþrjótar: Kínverjar neita allri aðild

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.