Fréttablaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 6
6 30. mars 2009 MÁNUDAGUR Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Skíðabogar BETRA START MEÐ EXIDE-RAFGEYMUM 15% afsláttur Upplýsingar í síma 515 1100 Sendið pantanir á pontun@olis.is Eigum fyrirliggjandi mikið úrval rafgeyma frá Exide, ýmsar stærðir og gerðir fyrir bíla, báta og önnur tæki. Gæðafram- leiðsla sem reynst hefur afar vel við íslenskar aðstæður. STJÓRNMÁL Nýtt fólk var valið til forystu í Samfylk- ingunni á landsfundi flokksins um helgina. Jóhanna Sigurðardóttir, sem ein sóttist eftir formennsku, hlaut 97 prósent atkvæða í formannskjörinu á laugardag. Tók hún við embættinu af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem var formaður í fjögur ár, og sagð- ist við það tilefni ekki vera formaður til bráðabirgða heldur til framtíðar. Kosið var á milli Árna Páls Árnasonar þing- manns og Dags B. Eggertssonar borgarfulltrúa í embætti varaformanns. Hlaut Dagur tæp 66 prósent atkvæða en Árni Páll tæp 34 prósent. Tekur Dagur við af Ágústi Ólafi Ágústssyni sem sóttist ekki eftir endurkjöri. Árni Páll tók úrslitunum vel og sagði að ef hann hefði ekki sjálfur verið í framboði hefði hann greitt Degi atkvæði sitt. Margrét Björnsdóttir hafði betur í kosningu milli hennar og Ara Skúlasonar í embætti formanns framkvæmdastjórar Samfylkingarinnar og Mar- grét Sverrisdóttir varð efst í kjöri til framkvæmda- stjórnar. Þá var Helena Karlsdóttir kjörin ritari og Magnús Norðdahl gjaldkeri flokksins. - bþs Nýtt fólk var kjörið í helstu embætti Samfylkingarinnar á landsfundinum: Jóhanna og Dagur í forystu DAGUR OG JÓHANNA Ný forysta Samfylkingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Á að banna nektardans með lögum? Já 44,3% Nei 55,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu ánægð/ánægður með nýjan formann Sjálfstæðis- flokksins? Segðu skoðun þína á vísir.is STJÓRNMÁL „Við viljum sambæri- leg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusam- bandið um fulla aðild og upptöku evru eins fljótt og kostur er.“ Þetta sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir, formaður Samfylkingar- innar, við lok landsfundar flokks- ins í gær. Jóhanna sagði mikilvægt að evran verði framtíðargjaldmið- ill enda hafi reynslan af íslensku krónunni ekki verið góð. Þá auð- veldi Evrópusambandsaðild afnám verðtryggingar. Helsta verkefnið á næstu misserum sé þó að styrkja og koma á stöðugleika krónunnar. En um leið þurfi að gefa umheim- inum til kynna á hvaða leið Íslend- ingar eru. Það eitt og sér muni hjálpa til við endurreisn efnahags- og atvinnulífsins. Jóhanna sagði vanda heimilanna mikinn en þó viðráðanlegan. Rakti hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði þær duga til að bregðast við vanda langflestra. Þá varaði hún við tillögum um flatan niður- skurð skulda og sagði Samfylk- inguna ekki munu blekkja þjóðina með tálsýn og óábyrgum tillögum í þeim efnum. Jóhanna sagði að taka þyrfti til í ríkisfjármálunum og sýna aðhald og forgangsröðun sem byggði á réttlæti og velferð fyrir alla en ekki suma. „Skattahækkanir munu ekki leysa vandann,“ sagði hún og kvað nauðsynlegt að draga úr útgjöldum eins og mögulegt væri. Í stjórnmálaályktun Samfylk- ingarinnar er lögð áhersla á að jafnaðarstefnan verði leiðarljós við efnahagsstjórn næstu ára. Fyllsta réttlætis verði gætt við uppbyggingu efnahagskerfis- ins. Hagsmunum Íslendinga eftir kosningar verði best borgið með félagshyggjustjórn sem sæki um aðild að ESB og leggi samning í dóm þjóðarinnar. Í aðildarvið- ræðum verði grundvallarhags- munir atvinnuveganna, sérstak- lega sjávar-útvegs og landbúnaðar, tryggðir og vörður staðinn um náttúruauðlindir. Áréttað er mik- ilvægi þess að festa í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlind- um og áhersla lögð á að Alþingi leysi þann eignarhaldsvanda sem frjálst framsal aflaheimilda hefur skapað. Einnig segir í ályktuninni að tryggja þurfi að rekstrarhæf fyrirtæki fái nauðsynlegt fjár- magn til rekstrar. Taka þurfi með gagnsæjum hætti á skuldamálum fyrirtækja og tryggja jafnræði í meðferð sambærilegra mála. bjorn@frettabladid.is Samið verði við ESB eins fljótt og hægt er Formaður Samfylkingarinnar segir reynsluna af krónunni slæma og ítrekar mikilvægi þess að taka upp evru. Hún segir efnahagsvandann viðráðanlegan og að aðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfarið dugi til að bregðast við vanda flestra. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR „Það er best fyrir íslenskt samfélag nú í uppbyggingar- starfinu að Sjálfstæðisflokkurinn, sem stjórnað hefur hér í átján ár með þeim afleið- ingum sem nú blasa við, verði áfram á stjórnarandstöðubekknum að loknum næstu kosningum,“ sagði nýr formaður Samfylkingarinnar við lok landsfundar flokksins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MENNTUN „Það er vinna í gangi á öllum fræðasviðum og niðurstöð- ur varðandi það hvað við getum boðið stúdentum upp á í sumar ættu að liggja fyrir í lok þessarar viku,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands (HÍ). Sam- kvæmt könnun Stúdentaráðs HÍ gætu þúsundir háskólanema verið án atvinnu í sumar. Könnun ráðsins var send til allra háskólanema landsins. Hild- ur Björnsdóttir, formaður ráðs- ins, segir marga stúdenta orðna örvæntingarfulla. „Könnunin sýndi meðal annars að 75 prósent þeirra sem svöruðu eru vonlitlir um að fá vinnu í sumar. Það hlýtur að vera ódýrara að setja upp sumarannir fyrir þetta fólk en að það fari allt á atvinnuleysisbætur eða eitthvað slíkt. Við ætlum ekki að gefast upp fyrr en við fáum þessu fram- gengt.“ Kristín Ingólfsdóttir segir niður- stöður könnunarinnar vissulega áhyggjuefni, enda séu tölurnar sláandi. „Þetta er gríðarlega mikil breyting frá því sem hefur verið. Við viljum gera allt sem við getum til að koma til móts við þetta fólk, en við erum mjög aðþrengd fjár- hagslega,“ segir Kristín. Hún bætir við að fjöldi nemenda hafi aukist gríðarlega undanfarið um leið og fjárveitingar til skólans hafi lækk- að mikið. Jóhanna Gunnarsdóttir, ráðgjafi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN), segir starfs- fólki berast margar fyrirspurnir um sumarlán þessa dagana. Farið verður yfir formlegar umsóknir þess efnis í lok apríl. „Okkur sýn- ist að margir stefni á nám í sumar. Það segir sig eiginlega sjálft þegar atvinnuleysi og slíkt er tekið inn í myndina,“ segir Jóhanna. kjartan@frettabladid.is Rektor HÍ segir niðurstöður könnunar Stúdentaráðs um atvinnuhorfur nemenda sláandi: Ákvörðun um sumarannir í vikulokin HÁSKÓLATORG Samkvæmt könnun Stúdentaráðs gætu þúsundir háskóla- nema verið án atvinnu í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KRISTÍN ING- ÓLFSDÓTTIR HILDUR BJÖRNS- DÓTTIR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.